Í nýju frumvarpi til jafnréttislaga sem liggur nú fyrir alþingi er ýmislegt sem deila má um og eðlilegt að menn spyrji hvort þetta muni ekki kosta of mikið með of litlum árangri. Sú leið sem farin hefur verið undanfarin 7 ár, virðist hins vegar litlu hafa skilað.
Allir þingflokkar utan eins standa að breytingum á þingsköpum Alþingis, sem miða að því að stytta ræðutíma á þingi. Hver af öllum mönnum skyldi líta á þetta sem aðför að málfrelsinu?
Það er erfitt að meta kvenréttindaumræðu dagsins í dag öðruvísi en að fámennum hópi feminista hafi tekist að telja bæði sjálfum sér og drjúgum hluta þjóðarinnar trú um að enn sé verið að berjast fyrir jafnrétti kynjanna þegar í raun er verið að berjast gegn misræmi og tölfræðilegu jafnræði kynjanna. Þar er mikill munur á og engum er greiði gerður með því að dulbúa baráttuna í einhvern annan búning en hún raunverulega er. Ekki síst þegar meðul feminista eru þegar farin að ganga á almenn mannréttindi og frelsi einstaklingsins.
Nýlega var kynnt rannsókn þar sem könnuð var frammistaða kynjanna við húsverkin. Fjöldi para voru spurð hve miklum tíma þau eyddu á viku í ýmis heimilsstörf eins og matreiðslu, hreingerningar, tiltekir, samveru með börnum og innkaup.
Full ástæða er til að gefa þeim sjónarmiðum gaum sem Samtök atvinnulífsins hafa sett fram um stöðu íslenskra efnahagsmál og komandi kjarasamninga. Mikil ábyrgð liggur nú hjá forystumönnum atvinnurekanda og launafólks. Niðurstaða kjarasamninganna mun skipta miklu um þróun mála í íslensku efnahagslífi á komandi misserum.
Þá hefur það loksins fengist staðfest sem við Íslendingar höfum talið okkur vita um margra ára skeið.Rannsóknir utan úr hinum stóra heimi hafa sýnt fram á að hvergi var betri að búa á árinu 2005 en hér á landi.
Við Íslendingar búum nú við bestu lífskjör allra þjóða í heiminum. Þessi staðreynd liggur nú opinberlega fyrir. En leggur þessi góða staða auknar skyldur á herðar Íslendingum og gildir þá sama hvort um sé að ræða þróunarstoð eða umhverfismál á heimsvísu?
Það vakti nokkra undrun, er fregnir bárust frá Sameinuðu þjóðunum í gærmorgun um að hvergi í heiminum væru lífskjör betri en á Íslandi, að einstakir þingmenn sæju ástæðu til að bölsótast út í þá niðurstöðu. Víðast hvar hefðu menn fagnað slíkum tíðindum og talið þau til marks um að vel hefði til tekist.
Löggjafinn tekur sér ýmislegt fyrir hendur og margt af því er bæði óþarft og gagnlaust en sumt hreinlega skaðlegt. Öðru máli gegnir um þingsályktunartillögu sem nú er komin fram um samkeppnisstöðu fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga. Tímabært er að draga hina hljóðlátu ríkisvæðingu fram í dagsljósið.
Í kjölfar breyttra horfa um lánshæfismat íslenska ríkisins er vert að velta fyrir sér af hverju ekki er tekið mark á síendurteknum athugasemdum innlendra og erlendra aðila.
Þegar rætt er um meðferð hins opinbera á persónuupplýsingum er stundum dregin upp dökk mynd af ríkisvaldinu, sem ber sterkan keim af skáldsögu George Orwell, 1984. Ef marka má nýlegar fréttir er þessi samlíking óviðeigandi. Löggulíf virðist mun nærtækara dæmi.
Meðal Deiglupenna er ódæmdur naugðgari. Það er þó engin ástæða til að tilgreina hann með nafni eða láta lögreglu vita. Hann verður bara eiga það við sjálfan sig hvort hann haldi áfram að nauðga eða ekki.
Sífellt minni afskipti af stjórnmálum hjá almenningi veldur áhyggjum. Margar skýringar hafa komið fram um ástæðu áhugaleysis almennings, meðal annars að afstaða þeirra sé sú að stjórnmál sé aðeins ætluð afmörkuðum hópi fólks sem tekst á við málin í lokuðum hópum og málefnin komin daglegu lífi almenningi ekki við.
,,Þú varst hluti af grunsamlegu sambandi og fyrir það áttu skilið 200 svipuhögg” sagði dómari við dómsuppkvaðningu í Sádi-Arabíu við 19 ára stúlku sem var fórnarlamb hrottalegrar hópnauðgunar þar í landi. Stúlkan var dæmd vegna þess að hún átti að hafa verið út úr húsi án leyfi karlmanns. Stúlkan var jafnframt dæmd í 6 mánaða fangelsi.
Með nýrri ríkisstjórn hafa vonir glæðst um að íslenska bændastéttin fái loksins að vera með í samfélagi sem byggir á almennu verslunarfrelsi. Það er við hæfi að höfundar og stuðningsmenn miðstýringar- og haftakerfisins sem haldið hefur íslenskum bændum í ánauð skuli nú spyrna við fótum.
Ég hef notið þeirra forréttinda undanfarið að vinna með tveimur félögum mínum að stofnsetningu á Brugghúsi á Íslandi. Hefur þetta verið ákaflega spennandi og skemmtilegt verkefni og í mörg horn að líta.
Það er sorglegt að afstaða margra þeirra sem leggjast gegn frumvarpi um takmarkað verslunarfrelsi með léttvín og bjór skuli ekki byggjast á þeim vísindalega rökstyðjanlegu fullyrðingum að áfengisneysla skapi vandamál og að aukið aðgengi auki áfengisneyslu. Þess í stað kjósa menn að byggja málflutning sinn á þeirri staðhæfingu að ríkið kunni að stunda verslun en einkaaðilar ekki, en fáar rannsóknir í ómarxískri hagfræði renna stoðum undir þær fullyrðingar.
Ákvörðun menntamálaráðherra um að friða gamalt húshræ á Akureyri þvert á vilja eigenda hússins og íbúa bæjarins er algjörlega óviðunandi. Það er fáranlegt að skoðanir opinberra fagurkera í Húsafriðunarnefnd skulu látin vega þyngst þegar kemur að því að ákveða hvernig nýta beri lóðir í einkaeigu.
Vonbrigði Ny Alliance í dönsku þingkosningunum vekja ýmsar spurningar um áhrif og kosningahegðun innflytjenda. Niðurstaða kosninganna bendir til þess að þeir hafi ekki hópað sér á bak við „innflytjendaflokkinn“. Það þarf þó ekki að koma á óvart, enda eru innflytjendur með fleiri og fjölbreyttari skoðanir og hugsjónir en þær sem snúa eingöngu að þeim sjálfum. En hvernig er þessu málum háttað hér á landi?
Um daginn komst höfundur að því að það færi honum afar illa að tjá sig skynsamlega.
