Húsafriðun Gone Wrong

Ákvörðun menntamálaráðherra um að friða gamalt húshræ á Akureyri þvert á vilja eigenda hússins og íbúa bæjarins er algjörlega óviðunandi. Það er fáranlegt að skoðanir opinberra fagurkera í Húsafriðunarnefnd skulu látin vega þyngst þegar kemur að því að ákveða hvernig nýta beri lóðir í einkaeigu.

Ákvörðun menntamálaráðherra um að friða gamalt húshræ á Akureyri þvert á vilja eigenda hússins og íbúa bæjarins er algjörlega óviðunandi. Það er fáranlegt að skoðanir opinberra fagurkera í Húsafriðunarnefnd skulu látin vega þyngst þegar kemur að því að ákveða hvernig nýta beri lóðir í einkaeigu.

Fyrir helgi ákvað menntamálaráðherra að friða húsin Hafnarstræti 94-98. Lítill ágreiningur er víst uppi um friðun tveggja af þessum húsum en friðun á Hafnarstræti 98 er umdeild. Bæði eigandi hússins og Akureyrarbær gerðu ráð fyrir að húsið yrði rifið og annað nýtt byggt í staðinn. Þessi áform eru nú orðin að engu og hefur ríkið hugsanlega bakað sér skaðabótaábyrgð vegna þessa.

Húsafriðunarnefnd er auðvitað sérstakt fyrirbæri og hlutverk hennar í öllu ákvarðanferlinu sem snýr að framtíð gamallra húsa allt of mikið. Í raun gefur nafn nefndarinnar til kynna ákveðna skoðanabjögun sem þar ríkir, og áhugi nefndarinnar á því að friða ónýt hús, eins gamla Hótel Akureyri, rennir stoðum undir þessa kenningu. Miklu nær væri að mun fleiri aðilar, og þar með auðvitað eigendur, kæmu að friðunarferlinu.

En hvað sem verður ekki sagt um bárujárnsnördana í Húsafriðunarnefnd er auðvitað ekki við það ágæta fólk að sakast. Þeir vinna sín störf eflaust af alúð og í samræmi við sínar skoðanir um hvaða hús séu falleg, ómissandi fyrir götumynd eða hluti af ómetanlegum arfi. Það er hins vegar ráðherrans að sjá til þess að jafnræði sé á með skoðunum ríkisskipaðra friðunarsinna, eigenda húsanna og annarra íbúa. Og hér hefur ráðherrann brugðist, því hve ómissandi getur hús verið ef hvorki eigandanum né íbúum svæðisins (eða kjörnum fulltrúum þeirra) finnst missir af því.

Í lögum um húsafriðun segir að fara eigi eins að við ákvörðun skaðabóta eigi að fara eins að og ef um eignarnám væri að ræða. Menntamálaráðherra ákvað með öðrum orðum að banna manni að henda ónýtum hlut, og bjóðast í staðinn til að kaupa hann af honum fyrir fyrir pening skattborgarara. Það hljómar ekki eins og díll áratugarins.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.