Ábyrg jafnréttisstefna

Í nýju frumvarpi til jafnréttislaga sem liggur nú fyrir alþingi er ýmislegt sem deila má um og eðlilegt að menn spyrji hvort þetta muni ekki kosta of mikið með of litlum árangri. Sú leið sem farin hefur verið undanfarin 7 ár, virðist hins vegar litlu hafa skilað.

Jafnréttisbarátta gengur að einhverju leyti út að breyta viðhorfum, viðteknum venjum og skoðunum. Það gerist ekki nema á löngum tíma og með því að teknar séu ákvarðanir sem mörgum þykja óþægilegar á einhverjum tímapunkti.

Eitt af hlutverki ríkisins í þessari baráttu er að breyta því hvernig menn hegða sér með hag heildarinnar að leiðarljósi. Það verður aldrei óumdeilt, hvort og hvernig það er gert. Helsta vandamálið er að komast að niðurstöðu um hversu langt ríkið má seilast og hversu miklar hömlur það má leggja á atvinnulífið með þessa sýn að leiðarljósi og hversu mikið frelsi atvinnulífið á að hafa. En frelsi fylgir ábyrgð – ábyrgð sem atvinnulífið hefur hingað til ekki tekið nóg og alvarlega.

Í nýju frumvarpi til jafnréttislaga sem liggur nú fyrir alþingi er ýmislegt sem deila má um og eðlilegt að menn spyrji hvort þetta muni ekki kosta of mikið með of litlum árangri. Sú leið sem farin hefur verið undanfarin 7 ár, virðist hins vegar litlu hafa skilað.

Ábyrgð atvinnulífsins er mikil þar sem áhrif atvinnurekanda geta gjörbreytt stöðunni. Ríkið hefur komið til móts við atvinnulífið, launþega og atvinnurekendur, á einstæðan hátt með fæðingarorlofinu. Næsta skref þurfti hins vegar að koma frá atvinnulífinu. Atvinnurekendur verða til að mynda að hvetja eða letja starfsmenn sína til jafns hvort sem þeir eru karlar eða konur til að fara í fæðingarorlof. Það þarf enga gríðarlega reynslu úr atvinnulífinu til að sjá að svo er ekki.

Atvinnurekendum er með nýja frumvarpinu gefið tækifæri til að sanna sig. Vissulega eru settar á þá ákveðnar hömlur, s.s. með heimild til dagsekta hafi þeir ekki sett sér jafnréttisstefnu eða fari ekki eftir henni. Gagnrýni á þetta úrræði verður hins vegar að skoðast í samhengi. Nánast öll lög hafa einhvers konar heimild til refsinga sé ekki farið eftir þeim – svo hefur ekki verið með jafnréttislögin í þau 7 ár sem þau hafa verið í gildi í núverandi mynd. Tæplega 70 lög hafa að geyma heimildir til dagsekta og hafa þar aðilar eins og Landsbókasafnið, Amtsbókasafnið á Akureyri, hlutafélagaskrá og Fiskistofa slíkar heimildir. Slíkar heimildir til Jafnréttisstofu eru síst úr takti við venjur og hefðir hér á landi.

Í lögunum eru engar kvaðir á stjórnum eða hlutfalli kvenna og karla í fyrirtækjum almennt. Það er að sjálfsögðu leið sem mjög fáir hafa áhuga á því að fara. Núverandi ríkisstjórn og atvinnulífið eru þar sammála. Á einhverjum tímapunkti verður hins vegar ekki ásættanlegt að bíða lengur og segja að þetta lagist með næstu kynslóð.

Latest posts by Katrín Helga Hallgrímsdóttir (see all)

Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar

Katrín Helga hóf að skrifa á Deigluna í október 2003.