Ósiðir borðgesta skemma ekki veisluna

Þó það sé rótgróinn ósiður að leita til ríkisins með tilteknar breytingar á skatta- og bótamálum til þess að liðka fyrir kjarasamningum virðist sem ræst hafi úr veislunni að þessu sinni, því meðal þess sem ríkisstjórnin mun leggja áherslu á eru skattalækkanir á einstaklinga og fyrirtæki. Sveitarfélögin ættu að taka þátt í þessum veisluhöldum líka.

Heilbrigði með góðu eða illu

Hvað sem fólki finnst um reykingar hljóta flestir að vera sammála um að framkvæmd reykingabannsins hér á landi sé hálfgert skrípi og því hafi mistekist að uppfylla tilgang sinn. Það segir sitt að mörg stærstu öldurhús miðbæjarins hafa undanfarna daga leyft gestum sínum að reykja inni, sumir í sérstökum rýmum og aðrir bókstaflega um allt, og borgaryfirvöld staðið ráðþrota hjá með sárt ennið. Er ekki verr af stað farið en heima setið þegar lögin eru þverbrotin og afleiðingar þess engar?

Verk að vinna í Reykjavík

Það er orðið tímabært að stjórnmálamenn í borginni beini sjónum sínum aftur í átt að málefnum borgarinnar og vinni saman að hagsmunum borgarbúa. Undanfarna mánuði hafa verið miklar sviptingar í ráðhúsi Reykjavíkurborgar og hefur dýrmætur tími farið til spillis.

Til varnar tjáningarfrelsinu

Deiglan birtir í dag skopmynd hins danska skopmyndateiknara Kurt Westergaards af Múhammeð spámanni sem sýnir turban hans sem tendraða sprengju. Þetta er gert í þeim tilgangi að taka undir þann málflutning stóru dönsku fjölmiðlanna í dag að tjáningarfrelsið verður ekki þaggað niður með ofbeldisverkum ofstækismanna.

Ríkið, ESB og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi

Á Íslandi tíðkast talsvert samráð milli stjórnvalda og hagsmunaaðila eins og annars staðar á Norðurlöndunum. Í þeim efnum eru sjávarútvegsmál engin undantekning.

Óvissunni þarf að eyða

Nú, þegar Sjálftæðisflokkur hefur endurheimt stöðu sína að nýju í borignni, ríkir enn óvissuástand um framtíð oddvita hópsins. Þetta ástand er með öllu óásættanlegt og ljóst að hópurinn þarf að sameinast um góða niðursöðu fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem allra fyrst. Það verður ekki séð að það verði gert nema hlutverkaskipti verði milli borgarfulltrúanna.

Pólitísk innistæða á þrotum

Í ólgusjó síðustu missera hefur gengið hratt á pólitíska innstæðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Þeir sem eiga mikla pólitíska innistæðu geta e.t.v. leyft sér að gera mistök en hinir sem eru með yfirdráttinn í botni geta einfaldlega ekki farið fram yfir.

Þverpólitískt „úps“

Ber það virkilega vott um árangur í baráttu gegn spillingu að nefnd pólitíkusa skyldi komast að samhljóða niðurstöðu um að REI-málið hafi verið svoddan klúður?

Akandi Íslandsvinir

Í gærkvöldi sýndi Skjár Einn fyrsta þáttinn í nýrri seríu af bílaþættinum geysivinsæla,Top Gear. Skjár Einn hafði mikið auglýst þáttinn, enda umfjöllunarefnið ekki af verri endanum – leiðangur þáttarstjórnendanna á Norðurpólinn. Þá skemmdi ekki fyrir að leiðangurinn var undir eftirliti Íslendinga sem sérhæfa sig í jeppaferðum við slíkar aðstæður. En var einhver undirtónn í þættinum?

Arfleifð Clintons í efnahagsmálum

Fyrir tæpum sjö árum birtist pistill á Deiglunni eftir Jón Steinsson þar sem mat var lagt á verk Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum. „Þegar öllu er á botninn hvolft er talsvert til í því að það mikilvægasta sem forseti Bandaríkjanna geti gert í efnahagsmálum er að passa sig að klúðra engu. Clinton stóð sig nokkuð vel hvað þetta varðar. En þar að auki stóð hann að nokkrum mikilvægum málum sem hafa haft veruleg jákvæð áhrif á gang bandaríska hagkerfisins á undanförnum árum.“

Síðustu tíu og næstu tíu

Það er auðvelt að missa sjónar á því í öllu talinu um þenslu, verðbólgu og viðskiptahalla að síðustu tíu ár hafa verið ævintýri líkast á Íslandi. Það hefur verið nánast stanslaus gríðarhár hagvöxtur sem hefur gert það að verkum að lífskjör hafa tekið stórt stökk fram á við. En nánast allan þennan tíma hafa háværustu raddirnar verið að tala um að allt væri að fara til fjandans vegna óstöðugleika og skuldasöfnunar.

Verður Óskarinn leiðinlegur í ár?

Ekkert verri en vanalega munu sumir ábyggilega segja. En við hin sem fylgjumst spennt með eigum væntanlega eftir að verða fyrir vonbrigðum. Af hverju? Jú, eins og er eru handritshöfundar Hollywood í verkfalli. Þó þetta hafi eitthvað verið rætt um þetta þá er flestum alveg sama? Við horfum nú svo lítið á sjónvarp, er það ekki?

Hugmyndafræðileg endurnýjun

Hvað sem hægt er að segja um kalda stríðið þá er ljóst að það hafði þann kost að hugmyndafræðilegar línur í stjórnmálum voru skýrar. Eftir lok þess hafa stjórnmálin breyst og átakalínur færst til. Það er því kannski ekki von að sumum finnist stjórnmálaumræða í dag vera óljós og ósýnileg. Í leiðara Morgunblaðsins þriðjudaginn 5. febrúar síðastliðinn var kvartað yfir skorti á nýjum hugmyndum hjá öllum íslensku stjórnmálaflokkunum. Leiðarahöfundur bendir réttilega á að slíkt hugmyndaleysi geti leitt til stöðnunar í samfélaginu. Leiðarinn vekur því upp áhugaverðar spurningar um hugmyndafræðilega endurnýjun hér landi og hvort slík umræða hafi verið eða eigi eingöngu að vera á forræði og á forsendum stjórnmálaflokkanna.

Vestræn villidýr I

Fyrir rúmlega fimm árum síðan skrifaði Andri Óttarsson tvo pistla um grimmdarverk sem gerðust í skjóli Vesturvelda í Afríku á 8. og 9. áratugnum. „Í dag hafa komið fram 650 ásakanir um nauðganir breskra hermanna á svæðinu í kringum búðirnar og á svæðum þar sem verkfræðideildir sáu um uppbyggingu. Grunur er um að þessar ásakanir séu einungis toppurinn á ísjakanum.“

Lög um stjórnmálamenn?

Í apríl árið 2004 skrifaði Þórður Heiðar Þórarinsson pistil þar sem hann velti fyrir sér lagasetningavaldi þingmanna á Alþingi. „Spurningin er því sú hvort að stjórnmálamenn þurfi ekki að semja leikreglur um sjálfa sig líkar þeim sem þeir telja að allir aðrir þurfi að hlíta.“

Grand uppsagnir í sjávarútvegi

Útgerðarfyrirtækið HB Grandi sagði upp öllu starfsfólki sínu á Akranesi fyrir um tveimur vikum síðan eins og mönnum er í fersku minni. Grandi fylgdi þarna í kjölfar annarra útgerðarfélaga sem hafa verið dugleg við að segja upp starfsfólki undanfarin misseri. Flest kenna þau um skerðingu á aflaheimildum þó svo að í sumum tilfellum telji menn um tylliástæðu að ræða.

Trúverðug hagsmunabarátta í húfi

Í dag og á morgun fara fram kosningar til Stúdentaráðs og Háskólaráðs í Háskóla Íslands. Þá ganga stúdentar skólans að kjörborðinu og velja sér forystu næsta árið. Í ár er valið mjög skýrt. Vilja stúdentar trúverðuga og öfluga hagsmunabaráttu eða stúdentaráð sem dregur taum stjórnmálaflokka og beitir sér í pólitískum málum? Fyrir langflesta er svarið einfalt.

“Á þá ekki bara að leyfa dóp?”

Í nóvember árið 2007 fjallaði Deiglupenninn Pawel Bartoszek í pistli sínum um sérstaka umræðu um áfengislög á Íslandi þar sem „í bláenda annars jaðarsins sitjum við og sum okkar skelfa af hræðslu við þá tilhugsun að taka svo lítið sem hænuskref frá þeim enda. Af ótta við að lenda óvart hinum megin. Í Hollandi.“

Útrýmingarbúðir Evrópusambandsins?

Með reglulegu millibili senda nokkrir öfgafyllri ESB-andstæðingar frá sér greinar þar sem Evrópushugsjóninni er líkt við nasisma og kommúnisma. Það er í raun ekki aðeins ósanngjarnt gagnvart Evrópusambandinu og fylgismönnum þess heldur einnig verulega ósanngjarnt gagnvart þeim Hitler og Stalín. Þeir menn lögðu sig allt of hart fram við að vera vondir til að hálfþungalamaleg alþjóðasamtök eigi skilið sömu upphafningu á sviði mannvonsku.

Alvöru hagsmunabarátta – kjóstu Vöku!

Á miðvikudag og fimmtudag fara fram kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Í þessum kosningum fá stúdentar tækifæri til þess að velja á milli þess að Vaka komist aftur í meirihluta eða hvort Stúdentaráð eigi að sofa þyrnirósarsvefni annað árið í röð.