Undanfarið hefur dunið á landsmönnum alda verðhækkana af ýmsum toga. Olíuverð er í sögulegu hámarki á heimsmarkaði, verð á rafmagni í hæstu hæðum og svo koma matvælin þar á eftir og er ekki útséð hvernig þau mál enda.
Aukinn samruni í Evrópusambandinu hefur verið knúinn áfram af stétt stjórnmála- og embættismanna í Brussel. Við og við minnir þó á afgangsstærðin í ákvarðanatökuferlinu, íbúarnir, á sig og flækist fyrir stórhuga hugmyndum um það sem kallast að straumlínulaga og samræma en felur í raun í sér að færa til sambandsins aukin völd.
Peningar. Allir vilja þá en enginn virðist skilja þá. Er kominn tími til að auka fjármálalæsi íslensku þjóðarinnar?
Það fór lítið fyrir nýja löggjafanum í síðustu viku. Viðskiptaráðherra gerði sér lítið fyrir og setti bráðabirgðalög til að ná utan um liðinn atburð. Hvort tveggja er gagnrýnisvert; efni laganna og það að gripið var til setningar bráðabirgðalaga.
Líklega hafa allir einhvern tíman tekið forystu eða stjórnað hópi fólks, stórum eða smáum, einhvern tíman á lífsleiðinni. Hvort heldur sem er á vinnustað, vinahóp, félagsstarfi eða bara innan fjölskyldunnar. Óumdeilanlegt er að góður stjórnandi getur bæði haft margföldunaráhrif á hópa – en að sama skapi stundum gert meira ógagn en gagn. En hver er lykillinn að góðum stjórnanda – og er hann til?
Vonin um að Internetið myndi færa Kínverjum aukið frelsi og kalla á breytingar á stjórnarfari þar í landi hefur líklega aldrei verið jafn fjarlægur draumur og nú. Með hjálp vestrænna fyrirtækja á borð við Microsoft, Google og Yahoo hefur Kínverjum tekist að koma á fót háþróuðustu internetsíu í heiminum og séð til þess að Kínverjar fá eingöngu þær fréttir sem eru Kínversku ríkisstjórninni hliðhollar.
Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur tekið við sem oddviti Sjálfsstæðisflokksins í Reykjavík. Hönnu Birnu bíður mikið verk að endurvekja traust borgarbúa á Sjálfsstæðisflokknum í borginni.
Á föstudaginn hækkaði verð á olíu um nærri $11 úr $127 í $138 á tunnu. Þetta er meiri hækkun á verði olíu á einum degi en áður hefur orðið. Verð á olíu hefur nú hækkað um ríflega 40% frá upphafi þessa árs. Það stóð í um $90 um síðustu áramót. Tólf mánuðum fyrr var verðið $60. Um áramótin 1998-1999 var verð á olíu aðeins $12. Verð á olíu hefur því tífaldast á tæpum áratug. Getur verið að þessar gegndarlausu hækkanir haldi áfram? Hversu hátt getur verð á olíu eiginlega farið?
Það er EM-dagur á Deiglunni í dag og líkast víða annars staðar í Evrópu. Á Evrópumóti landsliða, sem hefst í dag, munu margir af bestu knattspyrnumönnum heims etja kappi fyrir hönd þjóða sinna.
Á efnahagslegum umrótatímum er mikilvægt að að líta einnig til ljósu punktanna. Evrópukeppnin í knattspyrnu
hefst í dag, en keppnin er metin á um 162 milljarða króna fyrir þau lönd sem áunnu sér þáttökurétt. Þrátt fyrir að sextán lið frá Evrópu taki þátt í keppninni hefur hún umtalsverð áhrif á heimvísu.
Sá úrskurður Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að dæma Guðjón Þórðarson, þjálfara ÍA, í leikbann vegna gagnrýni hans á vinnubrögð KSÍ, er tákrænn fyrir hið djúpstæða getuleysi sem ríkir innan knattspyrnuforystunnar á Íslandi.
Nú í vikunni bárust fregnir af því að íslenska tónlistarhátíðin, Iceland Airwaves, yrði ef til vill ekki haldin, nema þá með smærra sniði, þetta árið sökum fjárhagserfiðleika. Þetta staðfesti Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs sem sér um rekstur hátíðarinnar, í samtali við fjölmiðla. Stefnir hann á að hafa hátíðina smærri í sniðum en fyrri ár og er talað um að fækka íslenskum og erlendum hljómsveitum og jafnvel aðgangsmiðum. Þetta verður að teljast skref í vitlausa átt.
Ísbjörninn víðförli í Skagafirðinum gerði ekki boð á undan sér, heimsóknin fór ekki í grenndarkynningu og þótt fagleg viðbragðsáætlun hafi ekki verið til staðar mætti hann bara. Lögreglan á staðnum varð því að reiða sig á óvin allra bjúrókrata og opinberra fagsérfræðinga, eigið hyggjuvit og dómgreind.
Í gærkvöldi lýsti Barack Obama yfir sigri í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Möguleikar Clinton til að hljóta útnefningu demókrataflokksins sem forsetaefni eru úr myndinni og Barack Obama verður forsetaefni flokksins. En Clinton hefur ekki játað sig sigraða.
Mikið er masað um þróun mála á Norðurheimsskautinu. Athygli almennings og fjölmiðla verður sífellt meiri á svæðinu. Rekja má þá þróun til vaxandi mikilvægis Norðurheimsskautssins í alþjóðastjórnmálum. Þá þróun má aftur rekja til aukins aðgengi að auðlindum þar í kjölfar loftslagsbreytinga og tækniþróunar sem og opnunar siglingaleiðarinnar um Norður-Íshafið milli Kyrrahafs og Norður-Atlantshafs. Í þessum pistli verður athyglinni beint að þeim hafsvæðum sem Ísland getur gert landgrunnskröfur til í Norðurhöfum.
Á dögunum afhjúpaði FIFA nýjustu hugmynd sína í baráttunni gegn atvinnufrelsi knattsspyrnumanna: nýjar reglur sem eiga að takmarka fjölda erlendra leikmanna í félagsliðum frá 2012.
Við búum í samfélagi þar sem eðlilegt þykir að geta fengið tímabundna einokun á nýjum hugmyndum. Hægt er að fá einkaleyfi á margar tegundir hugmyndi, allt frá stjórnunarkerfum að flóknustu tækninýjungum. Margir telja þetta kerfi sjálfsagt og hafa sumir jafnvel sagt að gott kerfi einkaleyfa sé ástæða velgengi Bandaríkjanna á síðustu öld. En er þetta kerfi sjálfsagt? Skilar það okkur hraðri tækniþróun en annars?
Blogg veitir nokkrum mönnum tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós nær daglega. Þar má nefna til dæmis Björn Bjarnason og Egil Helgason, sem taka virkan þátt í umræðum þjóðfélagsins. En getur verið að bloggið sé eins og Hyde Park Corner í Lundúnum, afkimi fyrir sérvitringa?
Þjóðin veit að á vorin dregur til tíðinda á Alþingi og málin sem hafa gerjast í þinginu svo mánuðum skipti ef ekki árum eru afgreidd, samþykkt eða felld. Það var því mikið gleðiefni að á síðasta degi þingsins samþykkti Alþingi tvö réttlætismál sem lengi hafa valdið mörgum Íslendingum bæði sálarkvölum og tilfinningalegri útskúfun.
Ríkið innheimtir 24,5% virðisaukaskatt af tónlist sem er seld á netinu en 7% af annari tónlist. Þessi mismunun kemur sér afar illa fyrir þá sem selja tónlist á netinu, eykur ólöglegt niðurhald og dregur úr samkeppni.