Keníamaðurinn Paul Ramses var handtekinn og rekinn úr landi fyrir það að vera hér í leyfisleysi. Eiginkona hans er hér enn í óleyfi vegna fæðingar barns þeirra hjóna. Ítalía á að fjalla um mál Ramses samkvæmt Dyflinnarsamningnum. En samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun er hægt að gera undantekningar á þeim grundvelli að umsækjandi eigi fjölskyldu í öðru landi. Paul Ramses á einmitt fjölskyldu á Íslandi. En það vilja íslensk yfirvöld ekki viðurkenna þar sem eiginkona hans og barn eru hér án leyfis. Því kemur engin undantekning til greina í þessu tilfelli.
Þó neytendum gremjist hækkandi bensínverð og heimti að það lækki er hagfræðin ekki á sama máli.
Er í blogg rúntinum þínum blogg skrifað af einstaklingi sem þú þekkir ekki, en hann skrifar reglulega um ákveðnar vörur? Það gæti verið að þetta sé ekki skrifað af „alvöru“ einstakling heldur einstakling sem er tilbúinn á auglýsingastofu. Auglýsingastofur hafa í aukum mæli verið að leita nýrra aðferða til að ná til auglýsenda, meðal annars í gegnum blogg.
Akraneskaupstaður hefur ákveðið að sýna öllu ungu fólki rauða spjaldið áður en það fékk tækifæri til að sanna sig. Þegar bæjaryfirvöld setja sig í dómarasæti og ákveða að dæma hóp einstaklinga fyrir ekkert nema aldurinn, koma nýleg orð Guðjóns Þórðarsonar óneitanlega upp í hugann. „Það þýðir ekkert að tala við þessi…“
Í fréttum í vikunni var fjallað um skýrslu sem gefin var út af greiningardeild Ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn og skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Í skýrslunni kom fram að hætta á hryðjuverkum var metin lítil en þó tekið sérstaklega fram að ekki séu til forvirkar heimildir til rannsókna í þessum málaflokki.
Ég eins og allir aðrir er farinn að finna vel fyrir hækkandi bensínverði. Einnig hefur maður reynt að gera eitthvað í þessu svo að buddan myndi ekki tæmast jafn hratt og tankurinn. Ég labba í vinnuna en það er nú bara vegna staðsetningar, myndi líklegast vera lengur að keyra, en það var líka fjárfest í hjóli. Hvað hefur svo skeð? Ja, neyslan hefur farið niður í tæplega 30 lítra af bensíni á mánuði og maður hefur náð af sér tveim kílóum á sama tíma, niðurstaðan er s.s. jákvæð.
Fyrir stuttu síðan samþykkti sænska þingið mjög svo umdeild lög um hleranir sem vekja upp áleitnar spurningar. Þetta er langt í frá eina dæmið um frelsisheftandi lög. Fjölmörg önnur lönd hafa einnig verið að keppast um að samþykkja lög sem miða að auknu eftirliti með borgurum og mögulegri frelsisskerðingu án dóms og laga í styttri og lengri tíma. Flest öll lög í þessum dúr eru sett fram í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum. Þarna er hárfín grá lína milli öryggis og frelsis sem ekki má stíga yfir.
Umfjöllun um alþjóðastjórnmál er yfirhöfuð frekar slöpp hérlendis. Þessum lítilfjörlega og ómerkilega pistli er ætlað að bæta örlítið þar úr. Hér á eftir verður fjallað með afskaplega óskipulegum og einfölduðum hætti um eina af kenningum alþjóðasamskiptanna og hún borin saman við realisma.
Veiking krónunnar undanfarna mánuði hefur haft mikil áhrif á íslenskan almenning sem hefur fundið hressilega fyrir því hversu berskjaldað íslenska hagkerfið er fyrir erfiðleikum sem hófust annarsstaðar í heiminum.
Rússneskt stjórnmálaumhverfi hefur vakið mikla athygli á Vesturlöndum, allt frá hruni Járntjaldsins og falli kommúnismans. Samkeppni á fjölmiðlamarkaði í landinu, eða skortur á henni, hefur mikil áhrif á sýn fólks á stjórnmál og leiða má líkur að því að niðurstöður kosninga séu mjög litaðar af ríkiseinokun á fjölmiðlum.
Ef tilfinning kennara fyrir íslenskukunnáttu yngri kynslóða hefði reynst rétt hefðu sagnir, nafnorð, setningar og orðatiltæki löngu vikið fyrir stunum, prumpi, handabendingum og einstaka upphrópunum á ensku.
Það þykir ekki sjálfsagður hlutur í dag að gefa tíma sinn til að hjálpa öðrum í neyð. En konurnar í Mæðrastyrksnefnd eru einmitt dæmi um slíkt. Mæðrastyrksnefnd á sér langa sögu en það var fyrir rétt um áttatíu árum síðan að nefndin var stofnuð.
Undanfarnar vikur hafa bandarískar fjölskyldur tekið á móti skattaendurgreiðslum frá ríkisstjórninni sem eru ætlaðar til þess að virka sem mótvægi gegn samdrætti. Í hvað fara peningarnir?
Á þessu ári á ABC barnahjálp 20 ára starfsafmæli. Í tilefni afmælisins voru settir á svið stórglæsilegir útitónleikar á Víðistaðatúni í Hafnarfirði síðastliðið laugardagskvöld. Fram komu landsþekktir tónlistarmenn, en markmiðið var að fagna tímamótunum sem og vekja athygli á starfsemi samtakanna.
Sterkustu rökin fyrir því að taka upp árstíðabundinn tímamismun á ný eru e.t.v. þau að menn nái betur að njóta veðurblíðunnar, þegar hún gerir sinn stutta stans, þar sem hápunktur hennar færist nær hættutíma stimpilklukkufólks auk þess sem við nýtum sólarglætuna betur eftir því sem við vöknum fyrr en góðir menn og árrisulir hafa tjáð mér að hún sé aldrei fegurri heldur en klukkan sex á morgnanna.
Í útvarpsauglýsingu American express korts Icelandair spyr kona mann sinn vælinni röddu hvort að hún megi kaupa meira. Er þetta eitthvað grín eða þykir það sjálfsagt að auglýsa vöru með þessum hætti þar sem kaupóða konan spyr ábyrgan mann sinn hvort hún megi nota kreditkortið?
Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerðir til að sporna við kólnun á fasteignamarkaði. Útlánaheimildir Íbúðalánasjóðs verða rýmkaðar stórlega, og sjóðurinn verður nú eins konar heildsölubanki fyrir bankana sem munu geta endurfjármagnað fasteignaútlán sín hjá sjóðnum, auk þess að fjármagna ný lán. Ríkisstjórnin hefur því horfið frá fyrri yfirlýsingum sínum um að Íbúðalánasjóður eigi fyrst og fremst að vera félagslegt úrræði.
Á sama tíma og ég tel mjög mikilvægt að jöfn réttindi allra einstaklinga séu tryggð í lögum þá get ég engan veginn verið fylgjandi því misrétti sem felst í jákvæðri mismunun eða það sem í daglegu tali er kallað kynjakvótar.
Á rétt rúmum tveimur vikum hafa tveir ísbirnir gengið á land á norðanverðu Íslandi en síðasta skráða heimsóknin ef heimsókn má kallast var árið 1993. Þá sáu sjómenn ísbjörn á sundi rétt norður af Horni á Vestfjörðum og í tilraun sinni við að bjarga dýrinu hengdu þeir það.
Nú styttist í Ólympíuleikana sem fara fram í Kína dagana 8. til 24. ágúst næstkomandi. Höfundur er einlægur aðdáandi fimleika kvenna og mun fylgjast spennt með framgangi leikanna. Gaman verður að sjá hver mun skara fram úr og verða stjarna leikanna.