Er uppáhalds bloggarinn þinn til?

Er í blogg rúntinum þínum blogg skrifað af einstaklingi sem þú þekkir ekki, en hann skrifar reglulega um ákveðnar vörur? Það gæti verið að þetta sé ekki skrifað af „alvöru“ einstakling heldur einstakling sem er tilbúinn á auglýsingastofu. Auglýsingastofur hafa í aukum mæli verið að leita nýrra aðferða til að ná til auglýsenda, meðal annars í gegnum blogg.

Er í bloggrúntinum þínum blogg skrifað af einstaklingi sem þú þekkir ekki, en hann skrifar reglulega um ákveðnar vörur? Ertu jafnvel að skoða athugasemdir á blogginu þínu eftir nýjan „sniðugan bloggara“ sem er að tala um vörur? Ertu á spjall kerfi þar sem verið er að mæra ákveðna vöru, í hástert? Það gæti verið að þetta sé ekki skrifað af „alvöru“ einstakling heldur einstakling sem er tilbúinn á auglýsingastofu.

Tilgangurinn að ná til þín á annan máta en þann hefðbundna.

Óhefðbundnar auglýsingar færast stöðugt í aukana, og hlutverk auglýsingastofa er ekki lengur bara að koma bara með sniðugar hugmyndir að auglýsingum heldur mismunandi aðferðum til þess að ná til kaupenda. Staðreyndin er að með mikilli fjölgun auglýsingamiðla og auglýsinga hefur dregur úr virkni miðlana. Sem dæmi eru netborðar með hlægilega fáa smelli. Augun eru þjálfuð til þess að leita að því efni sem við ætlum að lesa og á netinu er lestur ekki djúpur heldur skanna menn oftast efnið. Fyrir utan það eru margir vafrar búnir gildrum til að taka burtu auglýsingar og stöðva „pop-up“ auglýsingar.

Miðlarnir hafa brugðist við þessu á ýmsan máta, meðal annars með því að fella auglýsingar inn í textann, og láta okkur bíða í sekúndu þegar smellt er á fréttina á meðan okkur birtist auglýsing. Um leið og þetta er sagt, hafa íslensku vefirnir ekki verið sérstaklega góðir í þessu, en flestir hafa bara birt auglýsingar áhefðbundinn máta eins og prentað blað væri að ræða. Fáir íslenskir vefir eru að græða peninga og kvarta undan því að auglýsendur séu seinir að bregðast við. Hluti skýringarinnar er örugglega að finna hjá vefjunum sjálfum. Sjálfsagt eru margar leiðir til þess að auka þessar tekjur eins áður hefur verið tæpt á. Hins vegar hafa auglýsendur hér heima eins og annars staðar leitað leiða til að koma vörunum á framfæri á óhefðbundinn hátt (og oftast ódýran). Ein leið er að koma henni á framfæri í gegnum blog, spjallvefi og athugasemdir.

Bloggarar geta náð miklum vinsældum og fengið þúsundir heimsókna, með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Viðkomandi þarf að skrifa 1-2 færslur á dag í sínum tilbúna heimi, skella reglulega inn einhverju frekar krassandi og lesendur fara að streyma inn. Að sjálfsögðu eru nokkuð margar aðferðir til að afla bloggs vinsælda eins og ákveðinn fjölmiðlamaður sýndi þegar hann brunaði upp vinsældarlista, þangað til blogginu hans var lokað.

Þessir bloggarar skapa sér traust lesenda sinna og koma vörum á framfæri sem „vinir“ en ekki sem ópersónulegur borði á bloggsíðu. Um leið og þessi aðferð er á jaðri þess sem er siðferðilega rétt að gera, þar sem auglýsendur er að misnota traust einstaklinga þá er öruggt að þessi aðferð færist í aukana og jafnvel á Íslandi.

Spurningin er því hvort þinn uppáhaldsbloggari sé raunverulega til eða hvort þetta sé maður sem mætir í vinnuna til þess að blogga?

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.