Hvernig spara má bensínið

Ég eins og allir aðrir er farinn að finna vel fyrir hækkandi bensínverði. Einnig hefur maður reynt að gera eitthvað í þessu svo að buddan myndi ekki tæmast jafn hratt og tankurinn. Ég labba í vinnuna en það er nú bara vegna staðsetningar, myndi líklegast vera lengur að keyra, en það var líka fjárfest í hjóli. Hvað hefur svo skeð? Ja, neyslan hefur farið niður í tæplega 30 lítra af bensíni á mánuði og maður hefur náð af sér tveim kílóum á sama tíma, niðurstaðan er s.s. jákvæð.

Ég eins og allir aðrir er farinn að finna vel fyrir hækkandi bensínverði. Einnig hefur maður reynt að gera eitthvað í þessu svo að buddan myndi ekki tæmast jafn hratt og tankurinn. Ég labba í vinnuna en það er nú bara vegna staðsetningar, myndi líklegast vera lengur að keyra, en það var líka fjárfest í hjóli. Hvað hefur svo skeð? Ja, neyslan hefur farið niður í tæplega 30 lítra af bensíni á mánuði og maður hefur náð af sér tveim kílóum á sama tíma, niðurstaðan er s.s. jákvæð.

Það er samt eitt sem ég hef tekið eftir á þessu “nýja” faratæki. Það gilda engar reglur! Menn hjóla á gangstéttinni eða á götunni, á móti umferð eða með henni og litur umferðaljósa er ekki svo mikilvægur. Menn hafi í raun enga hugmynd hvar þeir eiga að vera eða hvernig þeir eiga að haga sér.

Aðrir þátttakendur í umferðinni virðast líka vera einstaklega pirraðir út í hjólreiðarmenn. Við erum greinilega fyrir hvar sem er, hvort sem á gangstétt eða út á götu. Þetta allt leiðir til einstaklega óþægilegra umferðar þegar hjól eru annars vegar.

En hvað er hægt að gera? Það væri alla veganna byrjun að kynna hvernig réttast er að haga sér. Einnig væri framför ef að menn sem hlíða ekki reglum væru ávítaðir af lögreglunni. Því að í raun eiga hjól frekar heima á götum en gangstéttum, samkvæmt lögum.

Það er samt spurning hvort ekki sé þörf á breytingum þar á? Því að ef hjól væru skyldug til að vera á götum myndu börn vera komin í umferðina ung að aldri. Þá væri e.t.v. hægt að skylda hjólin á gangstéttirnar, sem gæti líka haft tals verð vandamál í för með sér. Það er nú talsverður munur á hraða gangandi vegfarenda og hjóls.
Hvað væri best að gera í stöðunni er ekki augljóst. Þó má benda á að stígar sem gerðir hafa verið af Reykjavíkurborg, t.d. með Ægissíðunni, hafa verið mikil umbót í þessum málum og öll þróun í þá átt jákvæð.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.