Það eru margir vankaðir eftir atburði síðustu vikna. Þótt útlitið sé tvísýnt þá er það ekki svo að það sé eintómt svartnætti framundan. Því ber að halda til haga.
Íslendingar hafa á undanfarinni öld vanið sig við að vera vertíðarfólk. Þegar það er vertíð, eða sláturtíð; þá er tekið á því af hörku og málin eru kláruð fljótt og vel. Það er því kannski eðlilegt að þegar vöxtur varð um efni fram þá, í stað þess að fara í gegnum margra ára hægt samdráttarskeið, kom höggið snarpt á örfáum vikum og geta menn þeim mun fyrr hafið endurreisn.
Femínisti er skilgreindur á heimasíðu Femínistafélagsins sem ,,karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því.” Femínismi er í raun samheiti yfir margskonar pólitískar og hugmyndafræðilegar stefnur sem ganga út á að berjast fyrir jafnrétti kynjanna.
Atburðarás síðustu daga þekkjum við flest. Glamúrlífi okkar Íslendinga er lokið. Það eru vissulega erfiðir tímar framundan en þeir eru alls ekki óyfirstíganlegir.
Á næstu mánuðum og árum mun fara fram ein mesta endurskipulagning íslensks auðs sem nokkurn tíma hefur átt sér stað. Sú endurskipulagning sem nú fer fram er þó ólík þeim sem áður hafa átt sér stað þar sem hún er óundirbúinn og fá skýr markmið hafa verið sett.
Spurt er um land allt hvað gerðist. Aðallega er þó spurt hvernig gat þetta gerst. Eitt ríkasta land í heimi stendur allt í einu fram fyrir alvarlegasta efnahagsvanda fyrr og síðar. Leitað er að sökudólgum. Þessi sérfræðingur sá þetta fyrir og þessi stofnun gerði ekkert og þessi stjórnmálamaður er duglaus og svo framvegis. Alls staðar er leitað nema á rétta staðnum. Þetta er okkur öllum að kenna.
Fyrir nokkrum áratugum söng hin margrómaða hljómsveit Spilverk Þjóðanna lag sem bar nafnið Styttur bæjarins; í textanum syngja þau um stytturnar sem enginn nennir að horfa á. Enn er deilt um hvað sé list og hvað ekki, það er endalaust þrætuefni sem menn verða líklega að vera sammála um að vera ósammála.
Íslendingar fengu lánaðan pening hjá Pútín. Örn Árnason getur enn eina ferðina dustað rykið af slavnesku eftirhermunni. Spaugstofan og höfundar skaupsins geta nú sett á sjálfstýringu til áramóta.
Fjármálakreppa um allan heim er staðreynd og er Ísland engin undantekning. Fréttir síðustu daga hafa ekki gefið tilefni til bjartsýni og virðist botninum aldrei ætla að ná. Mikilvægt er þó að fólk haldi ró sinni.
Sara Palin kom sem stormsveipur í bandarísk stjórnmál þegar hún var tilnefnd sem varaforsetaefni Repúblikana. Nú eru hinsvegar vindar byrjaðir að blása á móti þessum umdeilda stjórnmálamanni.
Þessa dagana fjarar út í íslensku fjármálakerfi eftir langvarandi háflóð. Það tímabil sem nú fer í hönd verður ekki það skemmtilegasta, en slíkri uppstokkun fylgir endurnýjun, og í kjölfarið skapast svigrúm til nýrra landvinninga. Í millitíðinni þurfa landsmenn og stjórnvöld að anda djúpt, bíta á jaxlinn, og standa vörð um regluverk viðskiptalífsins.
Barátta samkynhneigðra fyrir fullu lagalegu jafnrétti hefur verið nokkuð áberandi hérlendis undanfarin ár og skilað það góðum árangri að nú stendur í raun aðeins eitt stórt atriði utan garðs
Því er svo sannarlega ekki að leyna að staðan í íslensku fjármálalífi er grafalvarleg þessa dagana. Fjölmiðlar, bloggarar og nánast hver einasti maður keppast um að koma fram með hvern svartsýnisspádóminn á fætur öðrum. Það hefur legið vonleysi í loftinu síðustu vikuna. En það sem við erum að verða vitni að þessa dagana er það sem ég kalla skapandi eyðileggingu. Hún er góð til lengri tíma.
Nýverið kom út könnun frá Capacent þar sem kom fram að íbúar í Vestmannaeyjum eru í 4. sæti yfir ánægðustu íbúa landsins og þeir ánægðustu á Suðurlandi.
Eftir að bandaríska ríkið neyddist til að taka yfir ríkisfjárfestingasjóðina Fannie Mae og Freddie Mac hafa fjölmargir dregið ýmsar vafasamar ályktanir af örlögum sjóðanna.
Í kvikmyndinni Groundhog Day þá segir Bill Murray í einu atriðinu að hver einasti dagur sem hann upplifir sé verri en dagurinn þar á undan og þarmeð sé hver dagur versti dagur ævi hans. Hljómar kunnuglega?
Í dag er kalt á Íslandi ekki bara verðurfarslega heldur einnig efnahagslega. Ráðamenn virðast standa ráðþrota gangvart vandanum. Þeir og Seðlabankinn hafa setið á hliðarlínunni þar til síðasta mánudag þegar meirihluti Glitnis var seldur ríkinu.
Undanfarið hefur verið mikil umræða um tengslanetssíðuna Facebook.com,en margir hafa bent á vankanta síðunnar í fjölmiðlum undanfarið. Það sem hæst hefur farið er umræðan um hvort meðferð upplýsinga sé nægjanlega góð eða hvort hægt sé að nýta þær upplýsingar sem þar eru gegn einstaklingum.
Umbrot sem þau, sem nú ganga yfir á fjármálamörkuðum, eru ekki merki um skipbrot frjálshyggjunnar eins og svo margir halda nú fram. Hún er einmitt merki um að hún virki. Það sjá kannski fæstir eitthvað jákvætt sé við viðlíka ósköp sem nú ganga yfir. En staðreyndin er samt sú að ósköpin eru í raun ein allsherjar markaðsleiðrétting á mikilli skyssu sem hafði fengið að grassera um nokkurt skeið. Því fyrr sem hún var leiðrétt, því betra.
Þróun kenninga um pólítískar auglýsingar og áhrif þeirra á niðurstöðu kosninga hefur verið mjög hröð á síðustu áratugum, með sívaxandi framboði á afþreyingarefni og gjörbreyttu neyslumynstri á upplýsingum. Með bandarísku forsetakosningarnar yfirvofandi er ekki úr vegi að vekja upp umræðuna um slíkar auglýsingar.