Styttur bæjarinns

Fyrir nokkrum áratugum söng hin margrómaða hljómsveit Spilverk Þjóðanna lag sem bar nafnið Styttur bæjarins; í textanum syngja þau um stytturnar sem enginn nennir að horfa á. Enn er deilt um hvað sé list og hvað ekki, það er endalaust þrætuefni sem menn verða líklega að vera sammála um að vera ósammála.

Fyrir nokkrum áratugum söng hin margrómaða hljómsveit Spilverk Þjóðanna lag sem bar nafnið Styttur bæjarins; í textanum syngja þau um stytturnar sem enginn nennir að horfa á. Enn er deilt um hvað sé list og hvað ekki, það er endalaust þrætuefni sem menn verða líklega að vera sammála um að vera ósammála.

Þann 16. september síðastliðinn var rædd á fundi í borgarstjórn sú hugnynd að reisa styttu af Reykjavíkurskáldinu Tómasi Guðmundssyni. Fannst fulltrúum meirihlutans tími til kominn að heiðra skáldið með fallegri styttu á viðeigandi stað í borginni. Þetta hljómar nú eins og mál sem flestir gætu verið sammála um, en aldeilis ekki. Fulltrúar VG og Samfylkingarinnar kröfðust bókunar sem ritaðist á þessa leið:

“ Sú tillaga sem hér hefur verið samþykkt er ekki í anda nýrrar og frjórrar hugsunar um list í opinberu rými og er auk þess menguð karllægum viðhorfum. Styttur eru hefðbundin leið til að upphefja einstaklinga en ekki leið til að skapa lifandi samfélag og nýta listina í þágu borgarlífsins. Þessi leið tilheyrir öðrum tíma og öðrum viðhorfum en nú hafa verið að ryðja sér til rúms. Sú nálgun sem fram kemur í tillögunni er gamaldags og stirð og ekki í anda leikandi skáldskapar Tómasar Guðmundssonar né heldur hins Reykjavíkurskáldsins, Steins Steinarr. Skáld eins og Tómas Guðmundsson lifir í ljóðum sínum, skipar veglegan sess í Ráðhúsinu í Reykjavík auk þess sem hans er minnst í Borgarbókasafni sem geymir brjóstmynd af honum frá síðustu öld.”Þá má strax staldra aðeins við fyrstu setninguna þar sem hún er full af sprenghlægilegum athugasemdum. Er allt sem er nýtt svo gott og blessað. Arkitektúr í Reykjavík hefur fylgt einhverjum undarlegum tíðaranda hverju sinni og eftir situr borg sem er af mörgum talin einhver ljótasta borg Evrópu. Það er sáralítið samræmi í byggingum sem standa í miðborginni þrátt fyrir að þær séu hlið við hlið. Eitt af því fáa sem er í einhverju samræmi í miðborg Reykjavíkur eru styttur sem hafa verið reistar af merkum mönnum. Varla þarf að kasta því á glæ með því að reisa listaverk sem menn þræta yfir hvort sé list eða ekki, og standast líklega ekki prófstein tímans eins og þær byggingar sem þar standa.

Í annarri setningu þessarar bókunnar er það gagnrýnt að styttur eins og fyrirhugað er að reisa af Tómasi upphefji einstaklinga. Af hverju má ekki upphefja einstaklinga sem hafa skarað fram úr á vissum sviðum? Sleppum því þá að veita handboltalandsliðinu fálkaorðuna. Verum ekki að fagna Halldóri Laxness þegar að hann kom heim með Nóbelsverðlaun. Látum bara gamla ungmennafélagsandann ráða. Þetta snýst bara um að vera með, er það ekki?

Verum ekki að þessu bulli. Þegar fólk skarar framúr þá ber að verðlauna það. Það hvetur aðra til dáða. Ég er sannfærður um að styttur af einstaklingum eiga eftir að lifa, það er klassískt form verðlauna, ekki úrelt og gamaldags. Það nýja er ekki alltaf betra en það gamla.

Latest posts by Hlynur Einarsson (see all)