FH mun fatast flugið

Um síðustu helgi var flautað til leiks í efstu deild karla í knattspyrnu. Mótið verður spennandi sem aldrei fyrr og þrátt fyrir verri fjárhagsstöðu en síðustu ár virðast flest félögin ætla sér stóra hluti. En hvaða lið ætli verði hlutskörpust þetta árið?

Sjávarútvegnum stefnt í óvissu

Í nýjum sáttmála vinstristjórnarinnar er talsvert fjallað um sjávarútvegsmál. Það er í sjálfu sér vel, enda málaflokkurinn mikilvægur. Innihaldið er hins vegar með þeim hætti að það fer um mann ónotatilfinning.

Einyrkjar undir eftirliti

Stjórnmálamenn tala mikið um nýsköpun og minni fyrirtæki og víst er að ekki veitir af um þessar mundir. En þegar að er gáð kemur í ljós að margt í lagaumhverfinu er óhagstætt slíkum félögum auk þess sem eftirlitsstofnanir leggja margskonar kvaðir og umstang á herðar lítilla fyrirtækja.

17 blaðsíður af hverju?

Í gær tók við ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Starf ríkisstjórnarinnar á þessum erfiðu tímum er ekki öfundsvert. Eftir að hafa lesið yfir bæði 100 daga áætlunina og yfirlýsinguna þá er að finna marga góða hluti en ekki nógu mikið af skýrum lausnum.

Á hjóli skemmt’ég mér trallallalala

Fyrirtækjakeppni ÍSÍ, Hjólað í vinnuna, gerir meira en að hvetja fólk til að leggja bílnum til hliðar og taka fram hjólið, eigin heilsu, buddunni og umhverfinu til heilla. Hún er líklega eitt mesta framlag til mannlífs í Reykjavík og öðrum byggðum bólum á Íslandi. Það er því óskandi að sem flestir taki þátt svo borgin geti orðið virkileg hjólaborg og bæirnir hjólabæir … á sumrin allavega.

Heilbrigðisráðherra

Eftir að kosningunum lauk hefur tekið dágóðan tíma fyrir stjórnaflokkana að klára sín mál og mynd ríkisstjórn. Það mun verða forvitnilegt að sjá hverjir verða ráðherrar og hvort einhverjir verða settir út í kuldann. Sérstaklega er ég forvitinn að sjá hvort að Ögmundur Jónasson muni halda áfram sem heilbrigðisráðherra. Enda leiðir hann ekki lengur kjördæmi sitt og hefur ekki staðið sig nægilega vel í sinni stuttu ráðherratíð.

Hún fyrnir hann… hún fyrnir hann ekki… hún fyrnir hann…

Fréttir af örlögum fyrningarleiðarinnar í stjórnarmyndun vinstristjórnarinnar hafa verið misvísandi en forsætisráðherra fullyrti í gær að þessi leið yrði farin. Henni er ætlað að vinda ofan af því sem sumir telja óréttláta úthlutun kvótans upphaflega en aðrir telja að hafi verið skynsamlegt fyrirkomulag. Ljóst er að svo róttæk aðgerð mun setja útgerðarfyrirtæki í mikinn vanda og gæti leitt til mikilla afskrifta í bankakerfinu.

Samstaða um Evrópumál

Hvort Ísland gangi í Evrópusambandið eða ekki er mörgum Íslendingum mikið hjartansmál. Flestir eru á þeirri skoðun að sækja beri um aðild og taka svo afstöðu til þess í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort gengið verði í sambandið eða ekki.

100 dagar með Obama

Nú eru liðnir rúmir hundrað dagar síðan Barack Obama tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Miklar væntingar voru gerðar til Obama og svo virðist sem að Bandaríkjamenn séu ánægðir með fyrstu skref hans í embætti.

Frábærar NBA-nætur

Nætursvefn körfuboltaáhugamanna er með minnsta móti um þessar mundir. Ástæðan er einföld; úrslitakeppnin í bestu körfuknattleiksdeild heims, NBA, er komin á fullt. Deildin blómstrar um þessar mundir. Deiglan fer yfir körfuboltaveturinn hér heima og erlendis og spáir í spilin varðandi næstu leiki í NBA-deildinni.

Föðurleg frjálshyggja

Á hverjum degi tekur fólk þúsundir ákvarðana sem hafa áhrif á líf þeirra. Oft eru þetta rangar ákvarðanir. Við höfum oft mjög brenglaðar upplýsingar í höndunum og förum oft eftir skyndiákvörðunum sem voru byggðar á röngum forsendum. Þarf hið opinbera að skipta sér af slæmum ákvörðunum sem menn taka sjálfir?

Hvernig sker stjórnin sig úr Evrópusnörunni?

Þrátt fyrir að núverandi stjórnarsáttmáli sé aðeins þriggja mánaða gamall ætlar vinstristjórnin sér tvær vikur í stjórnarmyndunarviðræður. Ástæðan er augljós; vandræði með Evrópumálin. Engin lausn blasir við sem mun gera það að verkum að báðir flokkar geti vel við unað og markmiðið því fyrst og fremst að ná lendingu sem báðir flokkar geta lifað við. Þrjár mögulegar útfærslur eru fyrir hendi.

Góð hugmynd getur fætt allan heiminn

„Eitt epli fæðir einn mann. Góð hugmynd getur fætt allan heiminn“, sagði Alex Tabarrok, hagfræðingur í TED fyrirlestri þann 7. febrúar síðastliðinn. Efni þessa pistils er innblásið af þeim þörfu skilaboðum sem hann flytur.

Afnemum tolla strax

Það er ótrúlegt að á tímum mikillar verðbólgu hafi ekki komið til tals að afnema tollun á innfluttar neysluvörur. Sú aðgerð myndi draga hratt úr verðbólgu, auka kaupmátt heimilanna, auka tekjur og einfalda rekstur fyrirtækja í landinu og efla útflutning – vonandi allt í senn.

Vott og vont vinstra vor

Allar líkur eru til þess að vinstri stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna verði mynduð um svipað leyti og verkalýðurinn heldur sinn baráttudag. En það eru ýmis teikn á lofti um það að verkalýðurinn þurfi einmitt nú að hafa verulegar áhyggur af hvernig nýja ríkisstjórnin mun taka á málunum til að vinna okkur upp úr kreppunni.

Aukið vægi útstrikana – samantekt Deiglunnar

Margir kjósendur virðast hafa áttað sig á að breytingar á röð á kjörseðlum og útstrikanir hafa nú loksins raunverulegt vægi. En raunar má vel vera að breytingarnar líklegast orðið meiri ef kjósendur væru betur meðvitaðir um hvernig best sé að breyta seðlinum til að koma vilja sínum til skila.

Ný vakt við kjötkatlana

Á síðustu mánuðum hefur komið í ljós að umtalsverð spilling átti sér stað í tíð þeirra ríkisstjórna sem setið hafa á undanförnum árum. Nú hafa kjósendur valið nýtt fólk í brúna, en það væru mikil mistök að sofna á verðinum. Þeir sem nú taka við munu leika sama leikinn ef þeir fá tækifæri til.

Sigur Evrópusinna

Þeir sem hlynntir eru inngöngu Íslands í Evrópusambandið unnu nauman, en markverðan sigur í afstöðnum kosningum. Þeir flokkar sem hlynntir eru aðildarviðræðum fengu 51,8% atkvæða og 33 þingmenn kjörna.

Hverjum er um að kenna?

Ein djúpstæðasta kreppa síðari áratuga ríður nú yfir heimshagkerfið allt. Um mitt sumar 2007, þegar allt virtist vera í blóma fóru hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum að gefa eftir, og allur heimurinn fylgdi í kjölfarið. Ástæðan var sú að vanskil af húsnæðislánum höfðu skyndilega aukist mikið, en fjármálafræðingar stóru fjárfestingabankanna þar í landi höfðu pakkað húsnæðislánum, góðum sem slæmum, inn í skuldabréfavafninga og selt áfram.

Um hvað er kosið?

Það er margt í fortíðinni sem hægt er að gagnrýna, en fyrir liggur að á laugardaginn verður kosið um framtíðina. Um hvernig við leysum þau vandamál sem við okkur blasa. Valkostirnir eru skýrir og flokkarnir hafa ólíka stefnu um hvernig hátta skuli málum á Íslandi og hvaða aðferðafræði skuli beitt til þess að ná okkur upp úr þessari kreppu á sem skemmstum tíma.