Góð hugmynd getur fætt allan heiminn

„Eitt epli fæðir einn mann. Góð hugmynd getur fætt allan heiminn“, sagði Alex Tabarrok, hagfræðingur í TED fyrirlestri þann 7. febrúar síðastliðinn. Efni þessa pistils er innblásið af þeim þörfu skilaboðum sem hann flytur.

„Eitt epli fæðir einn mann. Góð hugmynd getur fætt allan heiminn“, sagði Alex Tabarrok, hagfræðingur í TED fyrirlestri sem ber yfirskriftina“ How ideas trump economic crises — a surprising lesson from 1929″ og var haldinn þann 7. febrúar síðastliðinn. Efni þessa pistils er innblásið af þeim þörfu skilaboðum sem hann flytur og ég hvet alla til að horfa á myndbandið hér fyrir neðan.

Ýmsir vinstri menn hafa haft horn í síðu alþjóðavæðingarinnar síðustu tvo áratugi eða svo og oftar en ekki fundið henni allt til foráttu og jafnvel talið hana rót alls ills í nútímanum. En þarf ekki að kafa djúpt til að fá sönnun þess að alþjóðavæðingin hafi í raun skapað betri lífsskilyrði fyrir fleiri jarðarbúa en áður var mögulegt og fært fólk upp fyrir fátækarmörk sem áður eigði litla von um bjartari framtíð.

Langt fram á síðari hluta 20. aldarinnar reisti mannkynið alls kyns múra í þeim tilgangi að takmarka viðskipti milli nágrannaþjóða, hefta samskipti og samgöngur yfir landamæri og eingangra svæði í pólitískum tilgangi. Það var ekki fyrr en undir lok aldarinnar sem heimurinn snéri af þessari braut og hóf að rífa niður múranna og opna fyrir samvinnu fjarlægra þjóða. Byltingar í samskiptamátum og samgöngum hafa fært þjóðir heimsins nær hvor annarri og aukið enn frekar á möguleikann á samvinnu og örari framþróun og nýsköpun.

Góðar viðskiptahugmyndir verða frekar að veruleika ef að ávinningurinn af þeim er þeim mun meiri. Með öðrum orðum þýðir það að þeim mun stærri markaður, þeim mun meiri líkur á því að góð hugmynd nái að hrífa fjárfesta til að leggja það til sem þarf að hugmyndin beri ávöxt.

Hagvöxtur í stærstu og fátækustu ríkjum heims hefur verið stöðugur frá því á síðsta áratugi síðustu aldar. Indland, Kína og fátækustu ríki Afríku eiga mikla möguleika á að verða auðugar þjóðir eins og vestræn ríki þessa heims. Með stærri markaði skapast bæði eftirspurn eftir fleiri hugmyndum og aukið framboð af fjármagni til að drífa áfram nýsköpun.

Ein hugmynd getur breytt neyð í framtíð. Þetta er mikilvægt að hafa í huga við uppbyggingu og endurreisn á Íslandi. Við eigum að halda áfram að vinna að frjálsi verslun á milli markaða nærri sem fjærri. Það eykur möguleika íslenskra frumkvöðla jafnt sem frumkvöðla í fátækustu ríkjum heimsins. Mér finnst mikilvægt að við höfum það að markmiði að eiga samstarf við opna og frjálsa markaði frekar en tollabandalög og eða önnur innmúruð hagsmunabandlög.

Latest posts by Soffía Kristín Þórðardóttir (see all)

Soffía Kristín Þórðardóttir skrifar

Soffía hóf skrif á Deigluna í apríl 2001.