Það er erfitt að reyna að lýsa þeirri upplifun og þeirri tilfinningu að vera staddur á Hróarskeldu. Ástæðurnar fyrir því hvers vegna fólk fer til að byrja með eru misjafnar en flestir sem eru að fara í annað, þriðja, já eða tíunda skiptið hafa sömu sögu að segja: „það er bara eitthvað við stemminguna, andrúmsloftið og fólkið“.
Skattakerfið okkar er mörgum ofarlega í huga þessa dagana, sérstakalega þar sem þegar landsmenn eru nú í óðaönn að skila framtölum sínum til ríkisskattstjóra. Mörgum finnst kerfið okkar flókið og ógagnsætt og ekki bættu þær breytingar sem gerðar voru á því um síðustu áramót úr skák.
Brasilía er flestum Íslendingum kunn fyrir fótbolta, karnival og sem sumarleyfisstaður þjóðþekktra Íslendinga. Landið er það stærsta í Suður-Ameríku, og einnig það fjölmennasta, þrátt fyrir að stór hluti landsins tilheyri hinum stjrálbýla Amazon-regnskógi.
Það eru engin ný tíðindi að fjöldinn allur af fyrirtækjum á í erfiðleikum og sóknarfærin og von um bjarta framtíð sýnist oft fjarlægur raunveruleiki. Margir hafa séð fram á mikinn samdrátt í eftirspurn með tilheyrandi samdrátt í sölu, framleiðslu og umsvifum. Fyrirtækjum hefur vissulega tekist misvel að vinna sig í gegnum þessa erfiðleika og nýta ný tækifæri til eflingar og vaxtar.
Í dag birtist grein í Fréttablaðinu um fyrirtækið E.C.A. Program sem hefur óskað eftir starfsleyfi á Keflavíkurflugvelli fyrir óvopnaðar orrustuþotur sem nota á í heræfingum. Í greininni er því haldið fram að veiting starfsleyfis til handa fyrirtækinu „myndi brjóta í bága við stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar þar sem segir að gera eigi Ísland að vettvangi fyrir friðarumræðu og leggja áherslu á baráttu fyrir friði og afvopnun í heiminum.“ Í þessum pisti verður spurt hvort þessi fullyrðing standist.
Undirritaður hefur fylgst með umræðum um hollenska fyrirtækið E.C.A. Program og fyrirætlanir þess á Miðnesheiði. Sú umræða hefur farið í kunnuglegan farveg. Í þessum pistli verður í stuttu máli fjallað um herloftfarahugtakið að þjóðarétti og skoðað hvernig það kemur við sögu í þessu máli.
Í dag eru 82 dagar þar til Heimsmeistaramótið 2010 í knattspyrnu hefst í Suður-Afríku. Mér finnst því ekki seinna vænna að setja sig í stellingar fyrir mótið og fara yfir sögu keppninar og mótið sem er framundan.
Nýjar innritunarreglur í framhaldsskólanna litast talsvert af hugmyndum um að jafna gæði framhaldsskólanna. Með því að trampa á þeim grösum sem dirfast að standa upp úr.
Pistlahöfundur hefur löngum aðhyllst þau grundvallargildi að jafnrétti eigi að þýða jöfn tækifæri. Að jafnrétti verði ekki náð fram með misrétti. Að allir, karlar jafnt sem konur, eigi að geta náð markmiðum sínum og þroskað hæfileika sína án þess að njóta sérstaklega eða gjalda fyrir kynferði sitt. En höfundur verður einnig að viðurkenna óþolinmæði sína í þessum málefnum og finnst þessi grundvallargildi þoka okkur full hægt að markmiðunum.
Nú á þessum mestu samdráttartímum er lítið hugað að samdrætti eða niðurskurði hjá ríkinu. Í farvatninu eru þrjár nýjar ríkisstofnanir. Í þremur stjórnarfrumvörpum sem nú liggja fyrir Alþingi er gert ráð fyrir að eftirtöldum stofnunum verið komið á fót; Byggingarstofnun, Fjölmiðlastofu og Íslandsstofu. Það er óumdeilt að markmið og megintilgangur þessara þriggja frumvarpa er gott, en því miður þá getum við ekki á okkur blómum bætt, ef blóm má kalla.
Víða á landinu hefur það gerst að fiskvinnslur eða stórir vinnustaðir hafi þurft að loka og er það í mörgum tilfellum mikið reiðarslag fyrir lítil bæjarfélög þegar slíkt kemur fyrir. Jafnvel kemur fyrir að byggingarnar grotni í tímanna rás og verði að einskonar minnisvarða um bjartsýnari tíma.
Eða: Af hverju við hægrimenn ættum að hætta að tala um Laffer kúrvuna og byrja að tala um hugsjónir okkar.
Nú er tekið að vora, fuglarnir syngja, snjóa leysir og allt er í rjúkandi rúst. Á þessum tíma árs er vorfiðringurinn farinn að kitla flesta, við horfum til sumarsins með tilhlökkun og eftirvæntingu, ef ekki væri fyrir helvítis ástandið – þyngslin sem sliga sálina, áhyggjur af reikningum, afborgunum, skuldum, framtíðinni. Svartar horfurnar kæla sálina og bæla væntingar, við tökum einn dag í einu eins og alkóhólistarnir, meikum ekki að horfa lengra fram í framtíðina en í næstu viku, því að það sem bíður handan við hornið er mjög líklega verra en nútíminn.
Árið 2007 auglýsti íslenskt par eftir staðgöngumóður í Morgunblaðinu. Vakti auglýsingin talsverða umræðu í þjóðfélaginu en þar sem lög um tæknifrjóvganir heimila ekki staðgöngumæðrun á Íslandi var ætlunin að framkvæma aðgerðina erlendis. Nú, þremur árum síðar, hefur sama umræða skotið aftur upp kollinum í kjölfar áfangaskýrslu sem lögð var fyrir heilbrigðisráðherra á dögunum um staðgöngumæðrun á Íslandi. Með skýrslunni var ætlunin að skoða siðfræðileg, lögfræðileg og læknisfræðileg álitaefni varðandi staðgöngumæðrun og skapa grunn upplýstrar umræðu áður en ákveðið yrði hvort slíkt fyrirkomulag skyldi leyft á Íslandi.
Á Íslandi situr ríkisstjórn. Punktur. Það er ekki hægt að segja neitt annað um núverandi ríkisstjórn. Forsætisráðherra situr heima og fjármálaráðherra situr í súpunni.
Það er ekki augljóst að það sé endilega farsælt til lengdar að grundvalla landbúnaðarstefnu á því að kjarnorkustyrjöld sé á leiðinni og að tryggja þurfi nægan mat handa öllum þegar til hennar komi. En jafnvel ef við lítum svo á að það sé göfugt markmið að hafa næga innlenda matvöru á ófriðartímum, og þar með að tryggja margrætt matvælaöryggi, þá er hæpið að núverandi landbúnaðarkerfi fullnægi þeim kröfum vel.
Mönnum hefur hlaupið mikið kapp í kinn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardaginn og nú á aldeilis að sýna Bretum í tvo heimana. Um það er ekkert nema gott að segja, nema hvað að það kann að vera til lítils að synja lögunum staðfestingar með afgerandi hætti ef jafnóhönduglega mun takast til við túlkun málsins út á við og raunin hefur verið hingað til þegar reynt hefur á ríkisstjórnina og stjórnvöld.
Íslendingar bíða nú langeygir eftir að fá í hendurnar brakandi ferskt eintak af skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Rannsóknarnefndin vinnur nú hörðum höndum að því að leggja lokahönd á skýrslu sem ætlað er að: „leita sannleikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða“.
Árið 2008 þurfti ríkisstjórn Bandríkjanna að bjarga tryggingarrisanum AIG frá gjaldþroti. Fyrirtækið var orðið næstum þurrt af lausafé vega fjárfestinga í skuldavafningum. Í eðlilegu hagkerfi hefði fyrirtæki sem þetta átt að fara á hausinn en á þessum tíma var það ekki hægt. AIG tryggði til að mynda olíuflutninga til Bandaríkjanna og ef þeir hefðu stöðvast er óvíst hvað hefði getað gerst. Tryggingafélagið var því orðið svo stórt að það hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjármálakerfi heimsins ef það hefði orðið gjaldþrota. En hvers vegna átti þetta sér stað og er einhver leið til að forðast það?
Það er margt sem gerir Ísland einstakt og mikið af því er erfitt að uppgötva fyrr en flutt er til annars lands. Augljósu hlutirnir eins og myrku veturnir, björtu sumrin, hreina vatnið beint úr krananum, náttúrufegurðin og svo lengi mætti telja verða enn einstakari þegar þeir eru ekki innan handar í daglegu lífi. Í viðbót eru svo ótrúlegustu litlir hlutir sem eru svo sjálfsagðir að þeir uppgötvast ekki fyrr en úr fjarlægð.