Fyrst nei og svo ný ríkisstjórn

Á Íslandi situr ríkisstjórn. Punktur. Það er ekki hægt að segja neitt annað um núverandi ríkisstjórn. Forsætisráðherra situr heima og fjármálaráðherra situr í súpunni.

Á Íslandi situr ríkisstjórn. Punktur. Það er ekki hægt að segja neitt annað um núverandi ríkisstjórn. Forsætisráðherra situr heima og fjármálaráðherra situr í súpunni.

Í dag gengur þjóðin til kosninga um lög ríkisstjórnin knúði í gegnum Alþingi með hótunum og yfirlýsingum um að ekkert betra væri í boði. Nú segja forystumenn stjórnarinnar, kinnroðalaust, að það þjóni engum tilgangi að staðfesta þessi lög með því að fara á kjörstað, þar sem miklu betri samningur sé á borðinu.

Í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 vöruðu margir við því að ekki mætti bæta pólitískri kreppu ofan á þá efnahagslegu. Þáverandi ríkisstjórn hafði mjög rúman þingmeirihluta og hafði ákveðið að hefja endurreisn efnahagslífsins á grundvelli samstarfs við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Reiði og örvænting í kjölfar bankahrunsins, sem kynt var undir með skipulögðum óeirðum og virkri þátttöku fjölmiðla, varð hins vegar til þess að annar ríkisstjórnarflokkanna brotnaði undan álaginu. Framhaldið þekkja allir, Framsóknarflokkurinn sá til þess að koma vinstristjórn til valda og sú stjórn hélt svo velli í kosningum síðastliðið vor.

Ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta á þingi í neinu sem máli skiptir og innan hennar er ekki samstaða um nein af þeim stóru málum sem Íslendingar þurfa svo mjög á að halda að verði leidd til lykta. Framganga forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar síðustu vikur og sérstaklega nú í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar sýnir svo ekki verður um villst að engin forysta er fyrir málum íslensku þjóðarinnar.

Eftir að níðingssamningar Steingríms og Jóhönnu við Breta og Hollendinga hafa verið felldir í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag, blasir við að ábyrgir aðilar á þingi þurfa að koma sér saman um framhaldið. Af pólitískum ástæðum er fáir kostir í stöðunni en nú verður einfaldlega að gera þá kröfu til skynsamra manna á þingi að þeir taki hagsmuni þjóðarinnar fram yfir allt annað.

Eini raunhæfi kosturinn í núverandi stöðu er sá að mynduð verði utanþingsstjórn sem sitji til ársins 2012 með stuðningi allra flokka á þingi og leiði til lykta þær aðgerðir sem ráðast verður í til uppbyggingar efnahagslífsins. Íslenska þjóðin getur ekki horft upp á ráðleysi hinnar sitjandi ríkisstjórnar lengur.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.