„Það er að koma stríð!“

Það er ekki augljóst að það sé endilega farsælt til lengdar að grundvalla landbúnaðarstefnu á því að kjarnorkustyrjöld sé á leiðinni og að tryggja þurfi nægan mat handa öllum þegar til hennar komi. En jafnvel ef við lítum svo á að það sé göfugt markmið að hafa næga innlenda matvöru á ófriðartímum, og þar með að tryggja margrætt matvælaöryggi, þá er hæpið að núverandi landbúnaðarkerfi fullnægi þeim kröfum vel.

Það er ekki augljóst að það sé endilega farsælt til lengdar að grundvalla landbúnaðarstefnu á því að kjarnorkustyrjöld sé á leiðinni og að tryggja þurfi nægan mat handa öllum þegar til hennar komi. En jafnvel ef við lítum svo á að það sé göfugt markmið að hafa næga innlenda matvöru á ófriðartímum, og þar með að tryggja margrætt matvælaöryggi, þá er hæpið að núverandi landbúnaðarkerfi fullnægi þeim kröfum vel.

Nýlega birtist á netinu myndband sem kallaðist „Landbúnaðarstefna ESB á einfaldri íslensku“, þar sem sjá heyra mátti með fremur skýrum hætti ástæður þess að Bændasamtökin eru andsnúin ESB-aðild og þar sem var enn fróðlegra rökstuðning að baki þeirri ofurtolla-, styrkja- og haftastefnu sem íslenskan landbúnað einkennir. Rökin eru þessi: Ókei, kannski erum við ekki bestir í heimi í að framleiða allar þessar vörur sem við framleiðum, þannig að ef við opnum fyrir erlendan markað þá leggjast sumar búgreinar niður og svo ef leiðir til landsins lokast þá munum við sitja hérna með gúrkurnar okkar og fiskinn og munum ekki geta boðið landsmönnum upp á nægilega fjölbreytta og holla fæðu.

Gott og vel, fyrir það fyrsta þá liggur það fyrir, af þeim skýrslum sem gerðar, að mjög stór hluti landbúnaðargreina okkar mundi spjara sig ágætlega, hvort væri innan ESB eða ef tollar yrðu afnumdir án aðildar. Íslenska lambakjötið hefur einfaldlega mjög sterka ímynd meðal neytenda, mjólkin nýtur nálægðar við markaði. Það eru helst búgreinar eins og svína- og kjúklingarækt, þar sem má með hreinskilni og án minnimáttakenndar segja að aðrar einfaldlega standi okkur framar í hagkvæmni, að gætu áttu undir högg að sækja.

En hvaða handrit gætu leitt til þess að flutningar til landsins lokuðust eða minnkuðu mjög? Eitt slíkt er til dæmis langvarandi gjaldeyrisskortur, sem virðist raunar nú vera eins og eðlilegt ástand í lýðveldissögunni, með einstaka tímabilum gjaldeyrisnægtar og opinna markaða. Við ættum að gera sem minnst í að plana framtíðina með slíkt að leiðarljósi, leiðin ætti að vera mun fremur að fyrirbyggja það að landið lokist, að stefna að því að verslunarleiðir séu ávallt opnar og að fá okkur fullorðinsgjaldmiðil.

Viljum við hins vegar hafa vaðið fyrir neðan okkur ef kæmi til styrjaldar þá er óvíst að núverandi áherslur í landbúnaðarframleiðslu dugi til. Miðað við reynslu annarra þjóða á stríðstímum þyrfti líklegast að stórauka hér kartöflurækt. Svínarækt og önnur framleiðsla, sem að stærstum hluta byggir á innfluttu fóðri mundi gagnast lítið á ófriðartímum. Best væri því að auka magn ræktaðs lands á Íslandi en þá væri raunar mun farsælla, upp á matvælaöryggið að gera, að nýta það til að rækta þar korn og kartöflur handa mönnum heldur en korn handa svínum.

Ef við værum því að reyna að hindra hungursneyð á ófriðartímum væri því vænlegast til árangurs að veðja á fiskinn, kartöflurnar og rolluna. En ætli við vitum ekki flest að sérhagsmunagæslan í landbúnaðarkerfinu gengur út á margt annað en að tryggja rétt viðbrögð við raunverulegum hættum.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.