Rétt eða röng fjárfesting

Árið 2008 þurfti ríkisstjórn Bandríkjanna að bjarga tryggingarrisanum AIG frá gjaldþroti. Fyrirtækið var orðið næstum þurrt af lausafé vega fjárfestinga í skuldavafningum. Í eðlilegu hagkerfi hefði fyrirtæki sem þetta átt að fara á hausinn en á þessum tíma var það ekki hægt. AIG tryggði til að mynda olíuflutninga til Bandaríkjanna og ef þeir hefðu stöðvast er óvíst hvað hefði getað gerst. Tryggingafélagið var því orðið svo stórt að það hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjármálakerfi heimsins ef það hefði orðið gjaldþrota. En hvers vegna átti þetta sér stað og er einhver leið til að forðast það?

Árið 2008 þurfti ríkisstjórn Bandríkjanna að bjarga tryggingarrisanum AIG frá gjaldþroti. Fyrirtækið var orðið næstum þurrt af lausafé vega fjárfestinga í skuldavafningum. Í eðlilegu hagkerfi hefði fyrirtæki sem þetta átt að fara á hausinn en á þessum tíma var það ekki hægt. AIG tryggði til að mynda olíuflutninga til Bandaríkjanna og ef þeir hefðu stöðvast er óvíst hvað hefði getað gerst. Tryggingafélagið var því orðið svo stórt að það hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjármálakerfi heimsins ef það hefði orðið gjaldþrota. En hvers vegna átti þetta sér stað og er einhver leið til að forðast það?

Eins og mörg stórfyrirtæki er AIG með mjög breitt fjárfestingasvið. Þeir tryggðu því næstum allt sem hægt var: Uppskeru, fjármálavafninga, bílaiðnaðinn og svo mætti lengi telja. Með því að dreifa fjárfestingunum svona áleit fyrirtækið að það væri að minnka heildaráhættu en það má vel vera að hið andstæða hafi gerst.

Til að útskýra verðum við aðeins að skilja áhættustýringu. Í flestum tilvikum notast hún við söguleg gögn en einungis nokkur ár aftur í tímann, kannski tíu og sjaldan meira en tuttugu. Þetta gengur mjög vel í venjulegu árferði en þegar að mikill samdráttur á sér stað ganga þessar jöfnur ekki upp. Því að tölfræðilegar niðurstöður í mörkuðum eru ekki normaldreifðar. Öfgatilvik þar sem að markaðurinn tekur mikla kippi á mjög stuttum tíma eiga sér stað þótt að það sé mjög sjaldgæft. Svona stórar niðursveiflur í verði hafa svo gífurleg árhrif á fjárfesta eins og AIG.

Þannig að ef þú fjárfestir í mörgum iðngreinum og er skammtímaáhætta minni. Það er litlar sveiflur hafa lítil áhrif á heildina. Fjárfestar eru þannig búnir að sjá til þess að þó einhverjar fjárfestingar lækki þá eru meiri líkur á að heildin hækki. Aftur á móti ef þú heldur þessari stefnu í langan tíma, þá lítur dæmið ekki alveg jafn vel út. Því að þú hefur aukið áhættuna á stórum sveiflum með því að vera með breitt fjárfestingarsvið. Því að þessar sveiflur eiga sér ekki endilega stað á öllum mörkuðum. Ef við lítum á kreppu nútímans var til að mynda mikil uppsveifla í hrávörum árið 2008 meðan að hlutabréf féllu hratt. Það má því spyrja sig hvort að breið fjárfestingarstefna minnki áhættu til lengri tíma.

Tryggingarrisinn AIG lenti því í mikilli niðursveiflu á skuldavafningum sem leiddi svo til erfiðleika í öllu fyrirtækinu. Fyrirtækið var svo með margar aðrar fjárfestingar um allan heim og var því orðið of stórt fyrir markaðshagkerfi heimsins. Ef að fyrirtækið hefði aftur á móti einungis fjárfest í skuldabréfavafningum hefðu áhrifin ekki smitað út frá sér og fyrirtækið því getað farið á hausinn án þess að hafa mikil áhrif á öðrum mörkuðum. Hefði svo ekkert verið fjárfest í skuldabréfavafningum væri vandamálið næstum ekkert.

Það er augljóst mál að breið fjárfestingarstefna henta fyrir einstaklinga sem eru með ellilífeyri í huga en um fyrirtæki gildir líklega ekki sama lögmál. Því að ólíkt einstaklingum eru fyrirtæki oft mikið gíruð upp í fjárfestingum sínum og hafa ekki efni á að tapa þegar miklar niðursveiflur eiga sér stað. Meðan að einstaklingur minnkar skuldir sínar stöðugt þá er fyrirtæki yfirleitt alltaf með talsvert af lánum og eiga því erfiðara með að takast á við miklar niðursveiflur. Það er því spurning hvort að reikningar áhættustýringa breytist eitthvað eftir þessa núverandi niðursveiflu sem hrjáir heiminn.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.