Drífum okkur: Ríkið er að loka

Nýverið hafði ég ákveðið að splæsa á mig einni flatböku á veitingastað sem er staðsettur við hlið áfengisverslun ríkisins. Ég var þarna rétt fyrir lokun ÁTVR á föstudegi, eða eins og ein góð vinkona mín kallar hann flöskudagur.

Hvernig karlmaður gerir svona?

Í dag verður Druslugangan svokallaða haldin í Reykjavík. Gengið verður frá Skólavörðuholti kl. 14 og niður á Ingólfstorg. Hugmyndin er fengin erlendis frá, en víðs vegar um heiminn hafa nýlega verið haldnar druslugöngur (e. slut walks). Megintilgangurinn er að mótmæla þeirri hugmynd að nauðgun megi á einhvern hátt útskýra með því að vísa til klæðaburðar fórnarlambsins.

Menntun og menning í Ekvador

Því hefur gjarnan verið haldið fram að Íslendingar kunni ekki með áfengi að fara og að drykkjumenning landans sé til háborinnar skammar. Það hefur þó aldrei, allavega ekki svo ég muni eftir, verið sett á áfengisbann til skamms tíma vegna slæmrar drykkjumenningar, en slíkt bann hefur nú verið sett á hér í Ekvador þar sem ég bý.

Raunveruleika útgáfan af FM (CM) afturkölluð af UEFA

Undanfarinn áratug hefur landslag fjármála í evrópskri knattspyrnu tekið stakkaskiptum með eignarhaldi auðkýfinga á stórum sem smáum knattspyrnuliðum. Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) samþykkti hins vegar á vormánuðum regluverk sem á að tryggja stöðugleika í fjármálum evrópskra knattspyrnuliða. En af hverju að setja þetta regluverk?

Gefum sumarbústaðnum frí

Kaldasti júnímánuður í hálfa öld er að baki. Örvæntingarfullir Íslendingar líta út um gluggann á hverjum morgni í þeirri veiku von að geta klæðst stutterma skyrtunni eða sumarkjólnum. Forsíður dagblaða og lokasekúndur fréttatímanna hafa vandræðalega sjaldan skartað fáklæddum sóldýrkendum í Nauthólsvík og fólk er hálft í hvoru farið að velta fyrir sér hvort þetta sé árið sem sumarið gleymdi.

Leit að köllun minni

Sumir opna huga manns meira en aðrir, Oprah hefur verið að opna huga fólks svo árum skiptir.

Að þakka ofeldið

Í dag er fyrsti dagurinn í jákvæðu viku Deiglunnar og er gaman að fá að taka þátt í henni, sérstaklega á tímum þar sem jákvæðar fréttir og umræða eru af svo skornum skammti.

High-five með íslensku remúlaði

Tilraunir fyrirtækja og auglýsenda til að sætta þjóðina við umheiminn á nýjan leik taka á sig ýmsar myndir.

Töfrar leikhússins

Að standa í því að setja upp áhugamannaleiksýningu er tilfinningaleg rússíbanareið. Í upphafi fyllir eldmóður brjóst allra viðstaddra og tilvonandi sýning skal sigra heiminn. Ekkert minna.

They took our job!

Um daginn sá ég merkilega grein á pressan.is, þar sem að Vilhjálmur Birgisson reyndi að tengja saman erlenda innflytjendur og atvinnuleysi Íslendinga. Strax og þegar ég las þetta datt mér í hug South Park þátturinn Goobacks. Því þarna var vekalýsleiðtoginn rauður í fram og öskrandi: “They took our job!” Alla veganna sá ég þetta þannig fyrir mér.

Það er full vinna að vera kona

Íslenskar konur geta tekið að sér mörg hlutverk í samfélaginu og skipt máli, eða svo er okkur sagt. Við getum menntað okkur, orðið forstjórar í fyrirtækjum, gift okkur hvort sem við viljum karli eða konu, eignast einbýlishús eða notað peningana í ferðalög og síðast en ekki síst getum við orðið mömmur, en móðurhlutverkið er án efa elsta og hefðbundnasta hlutverk kvenna um allan heim.

Hugsanlegur verðandi forseti Bandaríkjanna trúir því að Lion King sé “gay propaganda”

Nú er fjörið að hefjast í keppni Repúblikanaflokksins um hver mun leiða flokkinn í 2012 kosningunum til forseta Bandaríkjanna. Flokkurinn hefur þegar haldið fyrstu kappræðurnar, en í þeim vantaði samt nokkra sem taldir eru líklegir til að bjóða sig fram eins og Söruh Palin.

Carpe diem

Ég er nokkuð lífsglöð og hef alltaf verið held ég. Mér finnst lífið ansi skemmtilegt. Ég hef það líka mjög gott. Heppin ég að fæðast í landi þar sem ekki er stríð, alvarlegar náttúruhamfarir, mikil fátækt eða annars konar vonleysislegar aðstæður þar sem íbúar fá ekki miklu ráðið hvernig líf þeirra verður.

Gott fordæmi?

Þann 9. júní síðastliðinn féll dómur í Hæstarétti í máli Landsbankans gegn þrotabúi fyrirtækisins Motormax þar sem fyrri dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var staðfestur. Niðurstaðan kom í sjálfu sér ekki á óvart en það sem er sérstakt við málið er ákvörðun Hæstaréttar að fjölga dómurum eftir að málið hafði verið dómtekið sem er líklega fordæmalaust.

Sátt í sjávarútvegi ?

Margir eru þeir sem koma fram og vilja sjá sátt í sjávarútvegi, þó er það æði misjafnt hvað menn telja að felist í þeim orðum. Því er ekki svo galið að velta upp þeirri spurningu, í hverju felst sú sátt og er yfir höfuð hægt að skapa sátt um sjávarútvegsmálin á Íslandi ?

Gullkynslóð íslenskrar knattspyrnu

Í dag hefst lokakeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Í fyrsta sinn eigum við Íslendingar lið á slíku móti.

Leiðin liggur ekki til fortíðar

Hvernig stendur á því að núna, næstum tveimur áratugum eftir að netið koma fram, hafa enn ákveðnar starfsstéttir enga hugmynd hvernig best er að nýta þessa tækni. Þetta fólk situr bara á skrifstofunum sínum og svitnar. Skilur ekkert í því af hverju enginn vill fara út í búð og kaupa til dæmis geisladiska eða DVD myndirnar sem voru að koma út. Er fólk bara svona gamalt? Skilur það kannski ekki hvernig þessi tækni virkar?

Málið sem fáir hafa kjarkinn í að tala um

Ef einhvern tíman ætti að þakka fjölmiðlafólki fyrir vel unnin störf þá væri það í dag. Kastljós og þá sérstaklega Jóhannes Kr. Kristjánssyni, fyrir framúrskarandi umfjöllun um efni sem fáir hafa kjark í að takast á við. Veit ég af fenginni reynslu að þetta efni er þungt að vinna með en það getur hjálpað fólki að taka af skarið og sýna þeim sem ekki þekkja til inn í þennan heim, því það gæti bjargað mannslífum.

Saklaus uns sekt er sönnuð

Í liðinni viku fékk heimurinn fregnir af meintum glæp sem að fyrrum framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á að hafa framið. Öll vitum við hvað maðurinn er ásakaður um og daglega berast fréttir af nýjum sönnunargögnum sem litið hafa dagsins ljós, nú síðast að DNA úr manninum hafi fundist á klæðum fórnarlambsins. Maðurinn, Dominique Strauss-Kahn (hér eftir DSK), hefur hins vegar neitað öllu staðfastlega og hefur sett af stað stórtækar aðgerðir til þess að sanna sakleysi sitt.

Enginn veit sína ævi ….

Vinir Sjonna komumst áfram í forkeppninni í Eurovision og keppa í aðalkeppninni á morgun. Þetta var nokkuð óvænt fyrir alla, þar sem laginu hafði ekki verið spáð áfram og meira að segja jákvæðasti maður Íslands og júrónörd með meiru, Páll Óskar, var ekki bjartsýnn. En á endanum, þá kom Ísland síðast upp úr ‚hattinum‘.