Leiðin liggur ekki til fortíðar

Hvernig stendur á því að núna, næstum tveimur áratugum eftir að netið koma fram, hafa enn ákveðnar starfsstéttir enga hugmynd hvernig best er að nýta þessa tækni. Þetta fólk situr bara á skrifstofunum sínum og svitnar. Skilur ekkert í því af hverju enginn vill fara út í búð og kaupa til dæmis geisladiska eða DVD myndirnar sem voru að koma út. Er fólk bara svona gamalt? Skilur það kannski ekki hvernig þessi tækni virkar?

Hvernig stendur á því að núna, næstum tveimur áratugum eftir að netið byrjaði, hafa enn ákveðnar starfsstéttir enga hugmynd hvernig best er að nýta þessa tækni. Þetta fólk situr bara á skrifstofunum sínum og svitnar. Skilur ekkert í því af hverju enginn vill fara út í búð og kaupa til dæmis geisladiska eða DVD myndirnar sem voru að koma út. Er fólk bara svona gamalt? Skilur það kannski ekki hvernig þessi tækni virkar?

„The internet is a series of tubes,“ sagði þingmaður frá Alaska fyrir nokkrum árum síðan. Þetta er kannski vandamálið ákveðinn hlut samfélagins skilur bara ekki hvað er að gerast. Þannig að fyrir þeim þá er best að loka sig inn í herbergi með lokuð augun, halda fyrir eyrun og öskra. Með þessu vonar viðkomandi að vandamálið hverfi. Gallinn er bara að þetta er ekki vandamál, heldur eitthvað æðislegt.

Með tilkomu netsins hefur vissulega sala á ákveðnum varningi minnkað mjög. Menn eru samt að reyna fyrir sér nýja hluti. Það eru til alls konar möguleikar á að gerast áskrifandi af tónlistar- og kvikmyndasíðum, eins og til dæmis iTunes eða Netflix. Vissulega er enn her manna að reyna að fara í mál við allt og alla en það er líklegast ekki lausnin. Lausnin byggist frekar á að bjóða upp á ódýran valkost sem allir geta tekið þátt í.

Sjáum til dæmis Youtube, af hverju er Skífan ekki með sér rás á þeirri síðu? Þar gætu þeir haft mikið af efni og fengið greitt fyrir hverja spilun*. Sú greiðsla gæti svo dreifst milli flytjenda. Væri þetta ekki betri valkostur en að fólk stelist til að setja lög inn á síðuna? Því þarna gætu allir hlustað löglega á lag frá ákveðnum útgefanda og viðkomandi aðilar fá greitt fyrir sína vinnu. Þetta er kannski ekki jafn mikill peningur og áður en það er um að gera að nýta þá möguleika sem eru fyrir hendi.

Menn verða líka að gera sér grein fyrir að tími öfurhljómsveitanna er að líða undir lok. Þegar framboðið er orðið jafn mikið og það er í dag þá hætta einstaka hljómsveitir að selja plötur í milljónum eintaka. Það eru fleiri sem munu verða um kökuna og væntanlega munu tekjur helst byggjast á tónleikahaldi. Þannig hefur það líka verið um alla tíð, nema kannski á árunum 1950-2010. Er eitthvað að því? Þetta var bara tímabil sem er búið. Það er mikill peningur til í tónlist og því ástæðulaust að fáir sitji um hann.

Ég vil því að lokum hrósa Gogoyoko og tónlist.is, það má alltaf gera betur en þetta er ágætis byrjun. Ég vil hrósa öllum þeim hljómsveitum sem eru búnar að koma sér upp síðum á youtube eða öðrum samskonar síðum og þeim sem eru duglegar að spila. Því að með vinnu kemur árangur og það skilar engum árangri að grenja yfir orðnum hlut.

*Samkvæmt mínum upplýsingum eru greiddir 3.300$ fyrir hver milljón áhorf.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.