Radíó Deiglan 2021_05 Grímulaus æska

Einu mennirnir með viti ræða um jarðhræringar og sóttvarnir eins og allir landsmenn. En þar að auki er rætt ástandið á gamalli Ford-bifreið sem þarf á meiri spennu að halda í tilveru sína, annars gæti illa farið.

Lífið er lotterí

Lífið er lotterí, og ég tek þátt í því, sagði manngarmurinn hann Geiri og það er ekki bara hollt og gott, heldur beinlínis lífsnauðsynlegt að rifja þá speki upp annað veifið.

Markmiðið hlýtur að vera traust og sátt

Í byrjun árs voru gerðar breytingar á framkvæmd skimanafyrir brjósta- og leghálskrabbameinum í kjölfar þess að heilbrigðisráðherra ákvað að breyta skipulagi, stjórn og framkvæmd skimunar. Fréttirnar komu flestum í opna skjöldu. Viðbrögðin við þessum breytingum báru strax með sér að tíðindin vöktu upp kvíða og ugg

Afstæði á tímum Covid

Ég er hræddur um að ekkert okkar hafi áhuga á að framlengja þessa tilraun um afstæði tímans út í hið óendanlega, hvenær sem það nú er.

Það er njósnað um þig

Fyrir nokkrum mánuðum kom í ljós að kínverskt fyrirtæki hafði safnað saman upplýsingum um milljónir manna, þar af nokkur þúsund Íslendinga. Líklegast var um að ræða anga af kínversku leyniþjónustunni. Reynt var að gera stórfrétt úr þessu en helsta fréttin var samt að það væri frétt að leyniþjónustur njósnuðu um fólk. Það er talið að leyniþjónustur njósni um tæplega 90% einstaklinga á netinu

Hvað þarf hlutfall ólæsra drengja að verða hátt?

Ég held við þurfum ekki á fleiri vinnuhópum og tilraunaverkefnum að halda heldur því að hugsa skólakerfið algjörlega upp á nýtt og búa til kerfi sem mætir börnum dagsins í dag og býr þau undir þeirra framtíð en ekki kerfi sem eru búið til með hagsmuni einhverra annarra í huga. En til þess þarf hugmyndaauðgi, hugrekki og kjark.

Það vantar ekki alltaf bara meira eftirlit

Af og til sprettur upp umræða um búsetu fólks í ólöglegum eða óskráðum híbýlum. Oft er umræðan af réttmætu tilefni. En oft einskorðast hugmyndir að lausnum við meira eftirlit. Opinberum aðilum vantar betri úrræði til að skoða, sekta og loka. Af og til eru þetta sannarlega þarfar ábendingar. En þær mega ekki vera þær einu. […]

Radíó Deiglan 2021_04-Brave New World

Hafsteinn Gunnar Hauksson og Þórlindur Kjartansson spjalla saman um hugleiðslu, vímuefni, fíkniefni og bókina Brave New World. Bara svona eins og fólk gerir í hádeginu á laugardögum.

Borgarlína á toppnum

Ef bílaborgin Los Angeles á að vera höfuðborgarsvæðinu víti til varnaðar og fyrirmynd í samgöngum, er það að byrja fyrr en síðar að fjárfesta í bestu mögulegu almenningssamgöngum sem hæfa viðkomandi borg og hafa úthald og þrek til að halda áfram ótrauð þar til erfiðið fer að bera ávöxt.

Mælum með Íslandi

Eftir heilt ár af ferðatakmörkunum vegna heimsfaraldurs eru utanlandsferðir eins og óraunveruleg og fjarlæg minning. Það er öruggt að hægt verður að ferðast til útlanda á einhverjum tímapunkti en óvissuþættir vegna Covid gera það að verkum að alls óvíst er nákvæmlega hvenær sá tímapunktur kemur. Undanfarið ár hefur verið krefjandi fyrir ferðaþjónustuna en það hefur […]

Dokkan og Ríkið

Á Ísafirði er starfrækt merkilegt fyrirtæki, Dokkan Brugghús. Gott ef ekki að það komist á sama stall og Vagninn á Flateyri – staðurinn sem ávallt er á undan sinni framtíð og óþarfi er að kynna.

Fákeppni á rafhleðslumarkaði

Framþróun rafbílavæðingar og uppbygging rafhleðslustöðva verður að byggja á frjálsri samkeppni. Fákeppni er engum til gagns og kemur fyrst og síðast niður á neytendum.

Í minningu meinhæðninnar

Með vaxandi velmegun og menntun hefur vitund og þekking manna aukist á aðstæðum annarra en móðgunargirni sömuleiðis og samhliða.

Hvernig verður heimurinn árið 2030?

Framtíðin á Vesturlöndum verður að teljast grá þar sem íbúar á þriðja æviskeiðinu verður fjölmennasti íbúahópurinn í mörgum löndum. Þetta verður ný tegund eldri borgara, virkari, hraustari og með meiri kaupmátt.

Radíó Deiglan 2021_03-Meiri loftgæði

Einu mennirnir með viti fjalla áfram um raka og loftgæði. Borgar Þór býður upp á nýja þjónustu sem stendur eingöngu til boða á Seltjarnarnesi. Þeir rifja upp dagana þegar veik von um bólusetningu þjóðarinnar varð að algjörri fullvissu. Að lokum er farið ýmis áhugaverð atriði í tengslum við körfuboltadómgæslu, en Þórlindur átti fyrir höndum tvo leiki síðar um daginn.

Bæði betra

Það fyrsta sem ég gerði þegar ég fékk ökuskírteinið afhent 5. maí 1992, daginn eftir sautján ára afmælisdaginn minn, var að keyra fyrir Hvalfjörð og upp á Akranes. Alla daga síðan þá, eða langsamlega flesta, hef ég keyrt bíl, af mismikilli nauðsyn.

Innviðirnir eru sterkir

Sú var vissulega tíðin að keppendur voru eldri strákar. Ég man eftir því sem ung stúlka að hafa séð lið lærða skólans lesa og stúdera á bóksafni Seltjarnarness. Síðar urðu keppendur jafnaldrar og í einhverjum tilvikum sáust stúlkur. Í dag á ég tengdason í liðinu.

Áreiðanlegir heimildarmenn

Einhverjir misstu vonina þegar Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir lýsti því ítrekað yfir í fjölmiðlum í vikunni að um „engan samning, engar dagsetningar og engar flugvélar“ væri að ræða. En við sem höfðum áreiðanlegar heimildir fyrir hinu gagnstæða gátum brosað lymskulega og séð í gegnum þessa væntingastjórnun. Týpiskt Þórólfur.

Er í lagi að bakari kenni bakstur?

,,Gagnrýnivert er að kennsla og námsefni í fjármálalæsi séu mikið til í höndum starfsmanna fjármálafyrirtækja. Þess í stað ætti að efla kennaramenntun í faginu. Þetta segir Örn Valdimarsson, kennari í stærðfræði og fjármálalæsi í Menntaskólanum við Sund, en hann starfaði áður sem bankamaður.“

Sundabrú, borgarlína og aðförin að hinum gangandi vegfaranda

Hefurðu prófað að eiga ekki bíl, þó það sé ekki nema í viku? Hefurðu prófað að þurfa að labba innan um alla hina bílana og þurfa jafnvel að bíða eftir strætó nálægt risastórum, skítugum stofnbrautum? Hefurðu reynt að tala í símann eða hlusta á hlaðvarp á meðan þú gengur framhjá Kringlumýrarbraut? Hefurðu fundið lyktina sem er nálægt stærri stofnbrautum og séð ruslið í kringum þær? Hin einna sanna aðför er ekki að einkabílnum, heldur að þeim sem ekki eiga einkabíl.