…og réttlæti fyrir alla

Sumarið 2004 verður örugglega lengi í minnum haft sem tónleikasumarið mikla. Nú er orðið ljóst að Metallica kemur til landsins og því er við hæfi að líta á sögu hljómsveitarinnar.

Þér er ekki boðið!

sdfdÁ Manhattan-eyju búa rétt um 8 milljónir manna á 30 ferkílómetrum. Í Reykjavík búa hins vegar 0,16 milljónir manna á 40 ferkílómetrum. Hvað eru mörg R í því?

Árangur opinberra stofnana

Á undanförnum árum hefur stefna ríkisins varðandi stjórnun opinberra stofnana verið sú að taka upp stjórnunaraðferðir einkageirans og innleiða árangursstjórnun. Mikilvægt er við þessar breytingar að hafa í huga þann eðlismun sem er á stjórnun og rekstri opinberra stofnana og einkafyrirtækja. Í pistli þessum er skoðað í hverju þessi eðlismunur felst.

Tónaflóð netsins

Um þessar mundir er hægt að finna gríðarmikið magn af tónlist á netinu. Annað hvort er um að ræða tónlist sem aðilar eins og tónlist.is er að bjóða upp á gegn greiðslu eða hins vegar tónlist sem er hægt að sækja eftir öðrum leiðum.

Forseti Íslands verði kjörinn í tveimur umferðum

Embætti forseta Íslands virðist Deiglupennum hugleikið um þessar mundir enda standa forsetakosningar fyrir dyrum í júní. Í þessum pistli verður m.a. vikið að þeirri óeðlilegu reglu að ekki þurfi meirihluti kjósenda að standa að baki forsetaefni til að það nái kjöri. Færð verða rök að því að eðlilegra sé að forseti Íslands sé kjörinn í tveimur umferðum.

Að vera, eða ekki vera, pláneta …

Út úr myrkviðum geimsins kom smáhnötturinn Sedna og bankaði upp á hjá stjörnufræðingum og fjölmiðlafólki. Nú skeggræðir fólk um það hvort hér sé komin tíunda reikistjarna sólkerfisins og sýnist sitt hverjum. Áður en hægt verður að taka ákvörðun um það hvort meðtaka eigi þennan litla grjóthnullung í sólkerfisklúbbinn er þó nauðsynlegt að komast að niðurstöðu um það hvort staðan sé yfir höfuð laus til umsóknar.

Refsing og endurhæfing

Nýgengnir dómar í kynferðisafbrotadómum þar sem tveir menn voru dæmdir. Annar í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisglæpi gegn ungum drengjum og hinn í fimm og hálft ár fyrir áratuga ofbeldi gegn stjúpdóttur sinni hafa eðlilega vakið viðbrögð og umræðu í samfélaginu.

Sameining hverra?

Mikil umræða hefur verið um hlutverk forseta Íslands síðustu vikur. Flestir virðast hallast á þá skoðun að hans helsta hlutverk sé að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Pistlahöfundur fjallar um skoðanir sínar á því þegar örfáir kjósendur geta sameinast um að velja sameiningartákn þjóðarinnar.

Che-bolurinn, ómálefnaleg örsaga

Það er brilljant hvernig kapítalisminn bregst við andófi gegn sjálfum sér, enginn sendur til Síberíu eða Mansjúríu, engir böðlar, engir hlekkir, engir geðvondir fangaverðir, en andstaðan einfaldlega gerð að markaðsvöru og þeir sem eru á móti frjálsum viðskiptum eru fullkomlega frjálsir að því að borga fyrir Che-boli, og vafðar buxur eða diska með Rage against the machine.

Óljóst innihald

Það getur verið erfitt að meta sannleiksgildi fullyrðinga í auglýsingum um ágæti ákveðinnar vöru og áhrif hennar á heilsu og/eða útlit. Með væntanlegri löggjöf um fullyrðingar seljenda gætu neytendur þó fengið kærkomna aðstoð.

Deiglan í extreme-makeover

Undanfarnar vikur hefur Deiglan verið í smá andlitslyftingu og er afraksturinn opinberaður lesendum Deiglunnar í dag, laugardaginn 27. mars. Þessi dagur varð fyrir valinu því í kvöld halda Deiglupennar árshátíð sína með pompi og prakt.

Þróun lýðræðisins

Umræður um svokallað „beint lýðræði” eða „milliliðalaust lýðræði” hafa verið nokkuð í umræðunni á undanförnum misserum. Við fyrstu sýn er hér um hið besta mál að ræða, að allur almenningur geti aukið áhrif sín með beinum hætti, en er allt sem sýnist í þessum efnum?

Vann Mijailovic þá?

„Sigur fyrir hryðjuverkamenn. Spánverjar létu hræða sig,“ eru ummæli sem heyra mátti oft á undanförnum dögum. Af ummælum sumra sem nú tjá sig mætti halda að á Spáni hafi boðið fram sérstakur hryðjuverkalisti, sem fellt hafi ríkisstjórn landsins og taki nú við völdum.

Sjóðakóngarnir

Það eru ekki allir á eitt sáttir við nýgerða kjarasamninga eins og kemur bersýnilega fram í stuttri en forvitnilegri grein atvinnurekandans, Þóris N. Kjartanssonar, sem birtist í Morgunblaðinu í gær.

Söluvirði Símans er ekki fundið fé

Nú þegar hyllir undir sölu Símans er vert að huga að því hvernig skynsamlegast sé að verja þeim fjármunum sem ríkissjóður mun þá losa um.

250 milljóna byssuleikur

Efling sérsveita íslensku lögreglunnar er í sjálfu sér góðra gjalda verð fyrir þá sem eiga erfitt með svefn af ótta við hryðjuverkaárásir á Íslandi. Aðgerðirnar veita þó falskt öryggi og ætti að vera mun neðar á forgangslista yfir þætti til að bjarga lífum og limum landans.

Barist um heilana

Bandaríkin hafa lengi verið nefnd land tækifæranna. Evrópskir vísindamenn eru greinilega á þeirri skoðun því þeir flykkjast vestur yfir haf sem aldrei fyrr. Hver er ástæðan og hvað geta lönd Evrópu gert í því?

Þreytta íþróttadeildin

Ríkisútvarpið – útvarp allra landsmanna hefur ákveðnum skyldum að gegna. Sumar þeirra uppfyllir það ágætlega, en ég hef í gegnum árin tekið eftir því að þeir eru ekki mikið að leggja land undir fót, sérstaklega ekki íþróttadeildin.

Stúdentar mótmæltu skólagjöldum

Stúdentar fjölmenntu á mótmælafund á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær til að hvetja fundarmenn háskólafundar til að taka afstöðu gegn skólagjöldum. Stúdentar sýndu frábæra samstöðu í málinu enda á ferðinni mál sem snertir alla stúdenta.

Ömurlegar fregnir frá Kósóvó

Í síðustu viku bárust þær voðalegu fregnir að menn væru á ný farnir að drepa hver annan í Kósóvó héraði á Balkanskaga. Þótt ekki sé það í raun hörmulegra að menn drepi hver annan þar eða annars staðar voru tíðindin sérlega uggvænleg sökum þess að flestir gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bera í þeim hluta Evrópu.