…og réttlæti fyrir alla

Sumarið 2004 verður örugglega lengi í minnum haft sem tónleikasumarið mikla. Nú er orðið ljóst að Metallica kemur til landsins og því er við hæfi að líta á sögu hljómsveitarinnar.

Sumarið 2004 verður örugglega lengi í minnum haft sem tónleikasumarið mikla. Í dag barst tilkynning um enn eina stórhljómsveitina sem er að koma til landsins en það er hljómsveitin Metallica. Hljómsveitin hefur náð gríðarlegum vinsældum og var ekki síst vinsæl á Íslandi í kringum 1990 eftir útkomu á svörtu plötunni sinni.

Lars Ulric og James Hetfield hittust árið 1980. Lars auglýsti eftir félaga til að stofna hljómsveit með en James svaraði auglýsingunni og þeir hittust. Í fyrstu gerðist lítið hjá þeim félögum en eftir ferð til Englands, setti Lars saman bandið í snatri, en þá hafði Lars gert samning um að gefa út lag á smáskífu en var ekki með neitt band. Á skömmum tíma mynduðu þeir bandið og fundu félaga. Eftir smá mannabreytingar á fyrstu mánuðum var hljómsveitin skipuð þeim Lars, James, Ron McGovney og Dave Mustaine.

Lars og James fannst Ron ekki nógu góður bassaleikari og fóru að leita að nýjum bassaleikara. Þeir fundu bassaleikarann í San Fransisco, hann hét Cliff Burton og var tilbúinn að ganga til liðs við hljómsveitina ef þeir flyttu frá Los Angelses sem og þeir gerðu. Á þessum tíma var drykkja Dave Mustaine farinn að valda hinum félögunum nokkrum áhyggjum. 1. apríl 1983 höfðu þeir samband við gítarleikarann Kirk Hammet og vildu ræða við hann. Kirk tók þessu hóflega alvarlega og taldi að um aprílgabb væri að ræða en Kirk var þá í hljómsveitinni Exodus, sem síðar átti eftir að ná nokkrum vinsældum. Dave var rekinn og hann stofnaði hljómsveitina Megadeth, sem hefur notið mikilla vinsælda.

Árið 1983 gaf hljómsveitin út sína fyrstu plötu “Kill ‘Em All”, á henni voru lög eins og Seek and Destroy og Hit the lights. Framundan voru annasamir tímar hjá hljómsveitinni í útgáfu á tónlist og hljómleikahaldi. Önnur breiðskífan hét Right the Ligthning og var í sama anda og “Kill ‘em all” fyrir utan lagið Fade To Black þar sem Metallica gerði tilraun til að ná til nýrra hópa með melódískari lögum. Árið 1986 gáfu þeir út hljómplötuna Master Of Puppets, en á henni bæði lög í rólegri kanntinum eins og Saniterium en jafnframt mjög hröð thrash lög eins og Battery og Master of pupptets. Af mörgum er þetta talin besta thrash plata allra tíma.

Eftir útgáfu plötunnar Master of Puppets fór hljómsveitin á tónleikaferðalag með Ozzy Osbourne. Undir lok ársins dundi stærsta áfall í sögu hljómsveitarinnar yfir hljómsveitina þegar rúta hvolfdi í Svíþjóð og bassaleikari hljómsveitarinnar Cliff Burton lést. Það tók langan tíma fyrir bandið að jafna sig eftir þetta áfall en að lokum var bassaleikarinn Jason Newstead (oft kallaður Newkid) ráðinn til hljómsveitarinnar. Cliff hafði haft gríðarleg áhrif á tónlistarsköpun hljómsveitarinnar.

Árið 1988 breyttu Metallica svo varanlega rokksögunni með útkomu plötunnar „…and Justice For All“. Á plötunni voru lög eins og One og The Shortest Straw. Með One gerðu þeir fyrsta tónlistarmyndbandið sitt en áður höfður þeir sagst aldrei ætla að gera tónlistarmyndbönd. Árið 1989 var Metallica tilefnd til Grammy verðlaunanna en þeir töpuðu fyrir Jethro Tull.

Árið 1991 kom svo aftur nýtt tímabil hjá Metalllicu þegar þeir gáfu út svarta albúmið. Vinsældir hljómsveitarinnar náðu nýjum hæðum. Má segja að um kúvendingu hafi verið að ræða frá því harða rokki og út í ballöður eins og Enter Sandman og Nothing Else Matters. Árið 1992 unnu þeir svo Grammy verðlaunin fyrir Enter Sandman.

Árið 1996 gáfu Metallica út plötuna Load. Árið 1997 gaf hljómsveitin út plötuna ReLoad, en Load hafði átt að vera tvöföld plata. Lögin voru svo gefin út á Reload. Margir hafa sagt að þetta hafi verið sögulegt lágmark Metallica, en á þessum tíma kvöddu margir af þeim þungarokkurum sem hlustuðu á þá á thrash-dögum bandins enda klipptu meðlimir hljómsveitarinnar sig. Árið 1998 gáfu þeir út Garage Inc pötuna. Árið 1999 gáfu þeir svo út S&M í samstarfi við sinfóníuna í San Fransisco en hún var með eldri lögum hljómsvetarinnar.

Árið 2001 ákvað Jason Newstead að yfirgefa Metallica. Margir bjuggust við því að bandið myndið liðast upp við þetta. Þeir ákváðu hins vegar að taka því rólega og eyða einhverjum tíma í að finna nýjan meðlim. Árið 2002 gáfu þeir út plötuna “St. Anger” eftir útkomu plötunnar var ákveðið að leita að nýjum bassaleikara. Sá sem varð fyrir valinu var bassaleikari sem hafði spilað með Ozzy Osbourne og heitir Robert Trujillo.

Sjálfsagt er ein aðalástæðan fyrir því hversu lengi bandið hefur enst, hversu miklum breytingum það hefur tekið. Varla er hægt að heyra neitt líkt með því sem kom út á plötunni “St. Anger” og svo hins vegar því efni sem kom út á “Kill ‘Em All”. Það hefur jafnframt gert það að verkum að Metallica hefur náð að verða að því tákni sem hljómsveitin er í dag. Flestir geta fundið lög við sitt hæfi úr lagaflóru hljómsveitarinnar.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.