Sýklar svara fyrir sig

Í viðtali við The New York Times árið 1945 varaði vísindamaðurinn Alexander Fleming við því að misnotkun á pensilíni gæti valdið viðnámi sýkla við lyfinu. Aðeins fjórum árum eftir að hafist var handa við að fjöldaframleiða pensilín tóku menn eftir því að sýklar spruttu upp á sjónarsviðið sem höfðu myndað mótstöðu.

Tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu

Tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslunnar um gildi laga um eignarhald á fjölmiðlum hefur ekkert með innihald laganna að gera. Málið snýst um hvernig fyrirkomulagi lagasetningarvalds á Íslandi verði háttað í kjölfar þeirrar misgjörðar Ólafs Ragnar Grímssonar að beita málskotsréttinum.

Engin gúrkutíð í vændum

Sumrin eru iðulega sá tími í íslenskum fjölmiðlum þar sem hvað minnst er að frétta. Að minnsta kosti þurfa frétta- og blaðamenn á þeim tíma að hafa meira fyrir því að afla frétta en endranær. Sumrin eru stundum nefnd gúrkutíð á fjölmiðlunum. Sumarið 2004 virðist ætla að verða frávik frá þessu. Tæplega er hægt að segja að þetta sumar muni gúrkan verða allsráðandi.

Málsvörn Ólafsnauts

Það eru ýmsar hvatir sem ráða því hvernig menn ráðstafa atkvæði sínu. Sumir kjósa bara þann sem er þeim skyldastur meðan aðrir kjósa eitthvað flippað, bara til að vera öðruvísi en allir hinir. En vissulega var það ekki auðvelt val sem margir stóðu fyrir seinasta laugardag. Á að láta sig hafa að kjósa skásta kostinn bara því að hinir eru enn þá síðri eða á sitja hjá og láta heilshugar vinstrilúða kjósa Ólaf og afstýra slysi? Sá sem þetta skrifar valdi fyrri kostinn en álasar ekki þeim sem völdu þann síðari.

Góð og gild rök Björns Inga varðandi Íraksstríðið

Í marsmánuði fór fram málstofa í lagadeild Íslands þar sem umræðuefnið var framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Framsögumenn voru Björn Ingi Hrafnsson aðstoðarmaður utanríkisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna.

Jacek Kuron (1934-2004)

Í dag kvöddu Pólverjar Jacek Kuron, einn mesta og heiðarlegasta mann sem Evrópa hefur af sér alið. Jacek Kuron hafði barist gegn alræðisstjórn kommúnista af mikillri hörku en jafnframt skynsemi. Þúsundir manna, fulltrúar allra flokka og helstu trúarbragða fylgdu honum seinasta spölinn.

Frískur og fjörugur með Hemma Gunn

Hermann Gunnarson eða Hemmi Gunn er líklega þekktari fyrir kúnstir með bolta og þáttastjórnun heldur en listsköpun. Hemmi Gunn hefur hins vegar gefið út hljómplötur. Önnur þeirra er í miklu uppáhaldi hjá undirrituðum. Ber hún nafnið Frískur og fjörugur og er til marks um dúndrandi snilli mannsins á listasviðinu.

Rakhnífur Vipuls

Tölvupóstur og veraldarvefurinn eru þær uppfinningar sem áttu stærstan þátt í að gera Internetið, net allra neta, að veruleika. Nú er svo komið að meirihluti tölvupóst er ruslpóstur af ýmsu tagi og margir eru þeirrar skoðunar að kerfinu sé ekki viðbjargandi.

Enn alast víkingar á Íslandi

VíkingarVið erum víkingaþjóð með merka sögu og arfleið sem einkennist af hetjuskap, hugrekki og sjálfstæðisþörf. Djarfhuga forfeður okkar undu sér eigi við ok erlendra konunga og voru óhræddir við að halda í hættulega útrás og kanna ókunn lönd. Saga þeirra er ef til vill blóði drifin en við erum stolt af arfleið okkar og varðveitum ímynd þeirra.

Framhaldsskólum bjargað…

Menntamálaráðherra hefur nú í einni svipan leyst fjárhagsvanda framhaldsskólanna. Hvers vegna er ekki það sama uppi á teningnum þegar kemur að efsta skólastigi landsins?

Þegar minnihlutinn ræður

Um helgina verður gengið til atkvæða í forsetakosningum. Fátt virðist geta komið í veg fyrir endurkjör Ólafs Ragnars Grímssonar þótt skoðanir séu skiptar um hann. En þótt nánast sé öruggt að enginn frambjóðandi fái fleiri atkvæði, gæti nú gerst að þegar tillit er tekið til atkvæða til mótframbjóðenda, auðra seðla, og þeirra sem sitja heima, fái Ólafur ekki atkvæði meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá. Hvað þá?

SpaceShipOne

Eins og greint var frá á forsíðu Fréttablaðsins á sunnudaginn að þá hefur fyrsta einkageimferjan verið smíðuð. SpaceShipOne eins og hún er kölluð er smíðuð af Bandaríkjamanninum Burt Rutan og mun ná um 100km hæð yfir jörðu.

Sumarið er tíminn

Daginn tekið að stytta. Í gær voru sumarsólstöður, eða sumarsólhvörf, þegar dagurinn er lengstur. Íslendingar ættu nú að vera orðnir vanir því að á sumrin séu næturnar bjartar og dagarnir langir en það gildir nú ekki um alla.

Íran og kjarnorkuvopn

Í október á síðasta ári töldu Bretar, Frakkar og Þjóðverjar sig hafa náð samkomulagi við Írani, sem mundi fá þá til hverfa frá öllum hugmyndum um þróun kjarnorkuvopna. Núna, átta mánuðum seinna, hefur hins vegar orðið minna úr efndum Írana, en til stóð – þeir hafi aðeins verið að kaupa sér lengri frest.

Getur forseti Íslands skuldbundið íslenska ríkið að þjóðarétti?

Mikið hefur verið rætt um hver völd forsetans séu að undanförnu. Hefur sú umræða aðallega snúist um heimild hans til að synja lögum frá Alþingi staðfestingu. Í næstu setningum verður kastljósinu beint frá áhrifum forsetans á innanríkismálum að mögulegum áhrifum forsetans á alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins.

Lokað á sunnudögum

Atvinnuþjófnaður útlendinga er einhver mesta og langlífasta sem þvæla fundin hefur verið upp. Sú ranghugmynd að atvinna sé takmörkuð auðlind sem flytjist á milli manna, kynþátta og landsvæða hefur oft verið rædd á þessu vefriti og jörðuð í hvert skipti, enda ekki erfitt verk. En þrátt fyrir að vera álíka fölsk og tilgátan um flatneskju jarðar virðist atvinnuþjófnaðarkenningin njóta sívaxandi vinsælda hjá ráðamönnum ýmissa þjóða.

Auga fyrir auga

Á Íslandi virðist sú skoðun útbreidd að lagareglan “auga fyrir auga og tönn fyrir tönn” varpi mikilvægu ljósi á aðgerðir Ísraelsríkis. Áróður á þessum nótum er ótrúlega ósanngjarn.

Orkuveituhagfræði

Titill pistilsins gæti gefið von um að fjallað yrði um einhverskonar hagfræði orkunotkunar. Ekki var þó hugmyndin að gerast svo háfleygur heldur frekar að fjalla um afar sérstaka siði sem virðast ráða ríkjum í okkar ágæta opinbera fyrirtæki Orkuveitu Reykjvíkur og virðist lítið tengjast hagfræði.

Þingræði og þjóðaratkvæðagreiðslur

Sú ákvörðun forsetans að synja lögum undirskriftar hlýtur að vera fordæmisgefnandi og því mun þjóðaratkvæðagreiðslum fjölga mikið, a.m.k. miðað við þær röksemdir sem forsetinn gaf. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru ekki slæmar, en eru tíðar þjóðaratkvæðagreiðslur slæmar?

Látum þær endast

Nýjustu tölvurnar eru flottar en til hvers að kaupa sér nýja tölvu annað hvert ár. Virkuðu ekki stýrikerfin eða ritvinnsluforritin fyrir tveimur árum?