Útfærsla þýska kerfisins fyrir Ísland

Þýska kerfið svokallaða er blandað kosningakerfi þar sem þingmenn eru kosnir í einmenningskjördæmum en landslistum er beitt til að ná fram jöfnuði milli framboða á landsvísu. Vinsældir þess hafa verið að aukast á undanförnum árum og það m.a. tekið upp í Ástralíu og Skotlandi. Undanfarnar vikur hefur höfundur dundað sér við útfæra þessa hugmynd fyrir íslenskar aðstæður. Afraksturinn má lesa í grein dagsins.

Skattar á arðgreiðslur milli fyrirtækja: Svör við nokkrum mótrökum

Hugmyndin um að nota skatta á arðgreiðslur milli fyrirtækja til þess að draga úr hringamyndun í viðskiptalífinu hefur verið gagnrýnd á ýmsan hátt síðan ég setti hana fram fyrr á þessu ári. Hér svara ég helstu mótrökunum sem notuð hafa verið í þeirri gagnrýni.

Groddaskapur

AlþingiSkelfilegt er að fylgjast með groddaskapnum sem einkennir málsmeðferð ríkisstjórnarinnar á fjölmiðlalögunum. Málið er allt hið vitlausasta og öfugsnúið því meirihluti þjóðarinnar virðist í grunninn fylgjandi lagasetningu á fjölmiðla.

Í minningu Guðna rektors

Þær fréttist bárust í gær að Guðni Guðmundsson, fyrrum rektor Menntaskólans í Reykjavík, væri látinn 79 ára að aldri. Svipmikill maður hefur kvatt.

Fangavörður – Fangi

Fréttaflutningur af misþyrmingum bandarískra hermanna á föngum í Írak hefur vakið viðbjóð og reiði fólks, hvort sem er í Bandaríkjunum eða annars staðar. Fyrst bárust fréttir frá Abu Ghraib fangelsinu, síðan frá fleiri stöðum í Írak og nú nýlega hafa borist fregnir af svipuðum misþyrmingum frá fangelsinu á Bagram flugvelli nálægt Kabúl ásamt fleiri fangelsum í Afganistan.

Íslenski hlutabréfamarkaður í sókn

Fyrir rétt um ári síðan var íslenskur hlutabréfamarkaður að rétta úr kútnum eftir nokkrar uppákomur. Skráðum fyrirtækjum hefur fækkað en Úrvalsvísitalan hækkar stöðugt. Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur slitið barnskónum og unglingsárinn eru tekin við. Nú þarf bara að gera unglinginn að manni.

Öryggi og reynsla Bandaríkjanna

Um þessar mundir vantar ekki framboðið af bókum um Bandaríkin og utanríkisstefnu þess. Eins og gefur að skilja, eru gæðin æði misjöfn og flestar þeirra skilja lítið eftir sig. Það ætti þó að vera lítið deilt um gæði nýjustu bókar hins virta bandaríska sagnfræðings, John Lewis Gaddis, sem kom út fyrir skemmstu; Surprise, Security and the American Experience.

Evrópumeistarar?

Grikkir unnu EM 2004 og öllum virðist standa á sama. Vel gert hjá Grikkjum en hver á heiðurinn að titlinum?

Alnæmi um allan heim

Í nýútgefinni skýrslu UNAids kemur fram að á síðasta ári hafi um fimm milljónir manna greinst með HIV veiruna. Í dag er talið að 38 milljónir manna séu smitaðar af þessari ólæknandi vá. En hvert er upphaf þessa mannskæðasta veirufaraldurs sögunnar?

Frjáls fjallamennska

HerðubreiðHvort sem lagt er af stað í göngu á Hvannadalshnjúk snemma morguns eða gengið upp á Esju eftir lok vinnudags er náttúran ótæmandi brunnur af skemmtilegum upplifunum. Náttúruna má nálgast með ýmsum hætti.

Réttast að hætta við fjölmiðlalög

Nú þegar hefur miklum tíma og pólitískri orku verið varið í umræðu um fjölmiðlalög. Deiglan telur að nýtt frumvarp sé lítið betra en hið gamla. Réttast hefði verið að leyfa kosningu að fara fram um lögin eða að draga það alveg til baka svo Alþingi og ríkisstjórn geti farið að snúa sér að þarfari málum – svo sem eins og skattalækkunum.

Af majónesi og öðrum undrum

Þá er ein mesta ferðahelgi ársins að baki. Af þeim sem lögðu land undir fót virðist leið flestra hafa legið á suðurlandið enda úr nógu að velja. Hvort sem leiðin lá á Humarhátíð á Höfn í Hornafirði, Goslokahátíð í Eyjum, SMS hátíð í Galtalæk eða Landsmót hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu þá eiga flestir það sameiginlegt að hafa komið heilir heim.

Höfum það stafrænt

Undanfarið hefur orðið gríðarleg aukning á stafrænum myndavélum. Leitin að réttu vélinni er algjör frumskógur, en í þessum pistli verður farið í nokkrum orðum um helstu þætti sem gott er að hafa í huga við val á réttu vélinni.

Leyndarmál

Árið 1971 lak Daniel Ellsberg The Pentagon Papers í fjölmiðla í Bandaríkjunum. Í ljós koma að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafði með kerfisbundnum hætti logið að almenningi varðandi Vietnam stríðið. Ellsberg hefur nú skrifað frábæra bók þar sem hann lýsir reynslu sinni af Vietnam og því að vinna í Pentagon á þessum árum.

Brotthvarf friðarhöfðingja

Stuttu eftir kosningarnar lýsti Ólafur Ragnar Grímsson yfir mikilli ánægju með 85% gildra atkvæða og tók fram að þetta væri meiri stuðningur en nokkur forseti í lýðræðisríki gæti gert sér vonir um. En var þetta svo mikill stuðningur og er rétt af forsetanum að gefa það í skyn að mikill meirihluti þjóðarinnar styðji hann?

Grikkir redda rokkurum

Metallica aðdáendur geta andað léttar. Nú þarf enginn að hafa áhyggjur af því að missa af skemmtilegum úrslitaleik EM á sunnudaginn.

Skapar fegurðin hamingjuna?

„Skapar fegurðin hamingjuna?“ spurði Bubbi í samnefndu lagi. Hefðbundin þjóðhagfræði byggir á þeirri forsendu að svarið við annarri spurningu, nefnilega þeirri um hvort peningar skapi hamingjuna, sé jákvætt. En ýmislegt bendir til að svo sé ekki, sem setur hagfræðinga í ákveðinn bobba.

Hálfs árs uppgjör hlutabréfamarkaðarins

Nú þegar fyrsti dagur júlímánaðar er genginn í garð er ekki úr vegi að kíkja stuttlega yfir gengi nokurra félaga á hlutabréfamarkaðinum á fyrri helmingi ársins. Í hvaða félögum hefði borgað sig að fjárfesta um síðustu áramót og í hverjum ekki? Eða hefði kannski verið skynsamlegast að ávaxta pund sitt með öðrum hætti?

Brotlending

sdfdMatti Nykänen, Finninn fljúgandi sem öðlaðist heimsfrægð á níunda áratugnum fyrir glæsiskíðastökk sín, kallar svo sannarlega ekki allt ömmu sína.

Rafrænar kosningar

Undanfarið hefur töluvert verið rætt um kostnað við kosningar í kjölfarið á neitun forseta að skrifa undir fjölmiðlalögin. Spurning er hvort ekki væri hægt að notast við rafrænar kosningar og hvort slíkt myndi ekki spara fé og fyrirhöfn.