Höfum það stafrænt

Undanfarið hefur orðið gríðarleg aukning á stafrænum myndavélum. Leitin að réttu vélinni er algjör frumskógur, en í þessum pistli verður farið í nokkrum orðum um helstu þætti sem gott er að hafa í huga við val á réttu vélinni.

Undanfarið hefur orðið gríðarleg aukning á stafrænum myndavélum. Leitin að réttu vélinni er algjör frumskógur, en í þessum pistli verður farið í nokkrum orðum um helstu þætti sem gott er að hafa í huga við val á réttu vélinni.

Eins og með flesta hluti þarf að átta sig á því hversu miklum peningum ætlunin er að verja í vélina og hvað á að nota vélina við. Mikill munur er á verði véla og því betra að gera sér grein fyrir notkuninni. Flestar vélarnar á markaðnum skila af sér ásættanlegum myndum þótt mikill munur sé á þeim ódýrustu og þeim dýrustu.

Hérna verður því farið í nokkrum orðum yfir þar sem þarft er að hafa í huga við kaup á rétta gripnum.

 • Upplausnin: Upplausnin skiptir augljóslega mjög miklu máli, en þó hefur þessum þætti oft verið gert of hátt undir höfði. Flestar myndvélar sem eru í boði í dag bjóða upp á upplausn sem eru nægjanlegar fyrir venjulegt fólk sem ætlar í mesta lagi að framkalla myndirnar. 3 MP er þó algjör lágmarksupplausn.

 • Linsur: Bæði þarf að velta fyrir sér gæðum linsunnar og efnisgerð. Í mörgum ódýrari myndavélum eru linsurnar gerðar úr plasti og ná því ekki sömu gæðum. Kanna þarf ljósop og focalpunkt. Til eru vélar bæði með sjálfvirkum og föstum fócus en þær með sjálfvirkum eru augljóslega mun betri.

 • Aðdráttur: Oftast eru gefnar tvær tölur, þar sem önnur er optical og hin er digital. Menn meta optical mun betur, þar sem það kemur ekki niður á gæðum myndarinnar.

 • Stærð og þyngd myndavélarinnar: Við notkun skiptir miklu máli hversu meðfærileg myndavélin er. Einstaklingar sem vilja hafa hana oft með sér eru líklegir til að vilja litlar og meðfærilegar vélar á meðan fagmannlegri myndasmiðir myndu sætta sig við stærri.

 • Rafhlöðurnar: Kanna þarf endingartíma rafhlaðnanna en fátt er meira pirrandi en að vera komin með gott skot þegar myndavélin verður rafhlöðulaus. Í boði eru nokkrar tegundir þar sem Li-Ion rafhlaðan er endingarbest. Gott er að athuga verð á nýrri eða vararafhlöðu. Ef það eru AA rafhlöður þarf að kanna hvort hleðslutæki og rafhlöður fylgja og reikna það inn í verðið. Alcaline rafhlöður duga oft skammt, en duga til að bjarga sér.

 • Einfaldleiki í notkun: Sumar myndavélar eru komnar með mjög mikið að “fídusum” sem gera þær flóknari í notkun. Ef það stendur ekki til að nota slíka möguleika er betra að velja einfaldari vél.

 • Minniskubbar: Oftast fylgja með tiltölulegar litlir minniskubbar. Skoða þarf hvaða tegund af minniskubbum fylgir með því töluverður verðmunur er á milli tegunda. T.d. er Compack Flash sem Canon notar mun ódýrari en Sony Memory stick sem Sony notar í ódýrari vélum.

 • Myndageymsla: Flestar geyma enn sem jpg. Fyrir fagmannlegar myndvélar vilja menn geyma myndirnar sem hráar (raw).

 • Flass: Val á flassi eða hvort hægt er að fá utanáliggjandi flash.

 • Tegund: Margir vilja heldur einn framleiðenda umfram annan.

 • Viðbætur: Allskonar viðbætur eru í boði svo sem myndbandsupptaka, rauðaugu minnkari, flettingar eða dagur á mynd.

 • Ljósnæmni: Skiptir máli ef taka á myndir innan dyra. Þeim mun hærri ISO tala, í þeim mun meira myrkri er hægt að taka myndirnar. Hins vegar þarf að prufa vélarnar, en myndirnar verða oft mjög óskýra þegar tekið er í myrkri.

 • Vistunartími: Mikill munur getur verið á því tíma sem tekur að geyma myndirnar á myndavélinni. Á meðan er ekki hægt að taka fleirri myndir.

Eins og með flest er hægt að sökkva sér mjög djúpt ofan í þessa hluti en á endanum eru það oft einhverjir allt aðrir hlutir eins og hollusta við vörumerki, einfaldleiki í notkun, grip myndavélarinnar eða verð sem verður til að ein er valin umfram aðra. Allir stóru framleiðendurnir bjóða frambærilegar vélar.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.