Hvað finnst fólki eiginlega um fríverslun?

Þeir sem deila þeirri skoðun að aukin fríverslun meðal ríkja heimsins sé af hinu góða, ættu að gleðjast yfir þeim niðurstöðum sem fram koma í ítarlegri könnun, sem unninn var fyrir bandarísku stofnunina The German Marshall Fund of the United States, og birt var í síðasta mánuði.

Sjálfbært vefrit

Það væri nú hellt í bakkafullan lækinn að ætla að stofna til ritdeilu við Múrinn þessa dagana. Múrverjar hafa að undanförnu verið fullfærir um það sjálfir og tekist kröftulega á, án utanaðkomandi aðstoðaðar. Er Múrinn fyrsta sjálfbæra vefritið?

Þrymlabólubakterían afhjúpuð

Það er oft hvimleiður fylgifiskur hormónaróts unglingsáranna, að fram koma hinar ýmsu gerðir af þrymlabólum. Raðgreining á genamengi bakteríu nokkurrar hefur afhjúpað bæði áður óþekkta bóluvaldandi eiginleika hennar sem og möguleika á nýjum meðferðarúrræðum.

Höldum EM kvenna

Íslenska kvennaknappspyrnan hefur verið á uppleið að undanförnu. Liðið er komið í umspil um sæti á öðru stórmóti í röð og framhaldið lofar góðu. Það er því spurning hvort ekki væri flott að nýta skriðþungann og halda úrslitakeppni EM kvenna á Íslandi í nálægri framtíð.

Í átt til fríverslunar

Það eru mikil gleðitíðindi að samningar um alþjóðlega fríverslun séu komnar á rekspöl á ný. Sú þróun er líklegri en flest annað til að draga úr fátækt í heiminum og auka jafnrétti heimsbúa til þess að öðlast tækifæri til lífshamingju.

Konur í stjórnum sparisjóða

Þónokkur umræða hefur verið um kynjahlutföll í stjórnum skráðra félaga í Kauphöll Íslands. Á vormánuðum sýndi úttekt viðskiptablaðs Morgunblaðsins að hlutfall kvenna í stjórnun félaga í úrvalsvísitölu aðallista Kauphallar Íslands væri aðeins 2,3%.

Tímabærar skattalækkanir

Í vikunni kom út blað Frjálsrar Verslunar, sem sýnir tekjur 2400 einstaklinga. Í kjölfarið hefur skapast nokkur umræða um þá staðreynd að þessi listi birtir aðeins upplýsingar um útsvar, en ekki aðra skatta á borð við fjármagnstekjuskatt. Fyrir löngu er orðið tímabært að lækka skatta á einstaklinga en skilar það sama árangri og þegar skattar voru lækkaðir á fyrirtæki á sínum tíma?

Fréttir í plastumbúðum

Í undirblaði Fréttablaðsins „Öllu“ birtast stundum stuttar kynningargreinar um hinar og þessar áfengistegundir. Hverjum sem rýnir í þessar „greinar“ má þykja ljóst að þær eru kostaðar af umboðsaðilum viðkomandi drykkja. Þannig hefur greinastúfurinn um Egils Pilsner, ódýrasta bjórinn í Ríkinu, birst tvisvar að minnsta kosti, eflaust oftar. Hins vegar má segja að menn hafi nú sett nýtt met með kynningar“grein“ sem birtist í blaðinu fyrir helgi.

Tuttugu Fransmenn með niðurgang

Þau tíðindi bárust í síðustu viku að neyðarkall hefði borist frá hálendinu gegnum talstöð þess efnis að tuttugu manns hefðu veikst þar hastarlega og fengið niðurgang eftir að hafa innbyrt einhver kynstri af kjúklingabitum. Talið var að annaðhvort væri um að ræða hóp Frakka, eða hóp krakka, og þótti hinn fyrrnefndi hópur líklegri.

Hlutverkaleiknum lokið

Í kringum umræðu um fjölmiðlafrumvarpið tókst jafnvel vinstrigrænum að beita fyrir sér frjálshyggjurökum af og til. Nýlegar yfirlýsingar Árna Þórs í fjölmiðlum, varðandi Austurbæjarbíó og strandsiglingar Eimskipafélagsins sýna svo ekki sé um villts að þeim stutta hlutverkaleik er lokið.

Engin skólagjöld!

Stúdentaráð undir forystu Vöku vann áfangasigur þegar menntamálaráðherra lýsti því yfir um miðjan mánuðinn að ekki yrðu tekin upp skólagjöld í grunnnámi á háskólastigi. Allt frá því að Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands viðraði hugmyndina um skólagjöld í fyrra hefur verið mikil umræða um hvort ætti að leggja þau á. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði í kjölfar ræðu Páls, að skólagjöld kæmu hugasanlega til greina og málið yrði skoðað. Stúdentaráð tók strax harða afstöðu gegn öllum slíkum hugmyndum.

Fjórtán látnir á árinu

Verslunarmannahelgin er venjulega stærsta ferðahelgi landsins og má gera ráð fyrir að stór hluti Íslendinga sé nú við akstur á þjóðvegum landsins á leið á vit ævintýranna. Í slíkum umferðarþyngslum er mikilvægt að ökumenn séu meðvitaðir um það að þeirra hlutverk á meðan á akstrinum stendur er að koma sér og farþegum sínum heilum á áfangastað og aftur heim.

Með fjöll í feldi grænum

Það er útlit fyrir mikla aðsókn á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár og engin hætta er á að óvissa um veðrið dragi þar úr. Vanir þjóðhátíðargestir vita mætavel að veðrið ræður litlu um stemmninguna í Herjólfsdal á þjóðhátíð.

Grannar í geimnum

„Grannar, allir þurfa góða granna …“ gall við í sjónvarpstækjum landsmanna nánast daglega fyrir nokkrum árum. En hverjir eru grannar sólarinnar (utan sólkerfisins sjálfs), hversu margir eru þeir, og eru þeir nógu góðir til að á þeim geti leynst líf?

Sitja sparisjóðirnir í súpunni?

Fyrir alla áhugamenn um efnahags- og athafnamál er gaman að fylgjast með fyrstu uppgjörunum frá Kauphöllinni. Flest félögin eru græða tá og fingri, einkum bankar og fjárfestingafélög. Íslandsbanki og Straumur skiluðu t.a.m. mjög góðum uppgjörum. Uppgjör KB-banka var undir væntingum en Landsbankinn birtir sínar tölur seinna í dag. Á næstunni fylgja svo margir sparisjóðirnir í kjölfarið og verður forvitnilegt að bera saman uppgjör banka og sparisjóða.

Treystum við ekki lögreglunni?

Í hvert skipti sem tillaga kemur um að auka valdheimildir lögreglu þá er því mótmælt og nær undantekningalaust eru þeir sem mótmæla síðan spurðir „hvort þeir treysti ekki Lögreglunni.“

Sniðgöngum íslenskan landbúnað

Fyrir nokkru var fór ég í sund og rakst á bunka af ólesnum Bændablöðum sem einhver vingjarnleg sál hafði skilið eftir handa sundlaugargestum. Í blaðinu var heilmikið af bændakyns greinum en þó rakst ég á eina sem augljóslega var meira extróvert en aðrar. Yfirbragð greinarinnar var „hvað getur ÞÚ gert til hindra að smitsjúkdómar berist til landsins“. Og svarið var auðvitað „ekki flytja inn hrátt kjöt frá útlöndum.“

Myer’s rjómaromm, hreinasta sælgæti!

Enn einu sinni hefur umræðan um áfengisauglýsingar skotið upp kollinum hérlendis, og nú einkum um það hvort gildandi lagaákvæði sem banna áfengisauglýsingar séu nægjanlega skýr. Hefur ákæruvaldið af ýmsum verið sakað um að vanrækja það hlutverk sitt að ákæra fyrir slík brot. Til að bregða á það nokkru ljósi við hvaða vanda ákæruvaldið á að glíma í þessu efni og sem smá innlegg í umræðuna verða hér rifjaðir upp tveir hressir og skemmtilegir dómar Hæstaréttar frá 9. áratugnum.

Æskileg sérregla?

Í íslenskri hlutafélagalöggjöf er að finna athyglisverða sérreglu sem ekki hefur verið mikið rannsökuð. Ásgeir Gylfason veltir fyrir sér mögulegum áhrifum hennar.

Með og á móti

Nýútkomin bók Ómars Ragnarssonar, „Kárahnjúkar með og á móti“, er til þess fallin að hleypa nýju lífi í umræðuna um Kárahnjúkavirkjun og aðrar fyrirhugaðar virkjanir.