Engin skólagjöld!

Stúdentaráð undir forystu Vöku vann áfangasigur þegar menntamálaráðherra lýsti því yfir um miðjan mánuðinn að ekki yrðu tekin upp skólagjöld í grunnnámi á háskólastigi. Allt frá því að Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands viðraði hugmyndina um skólagjöld í fyrra hefur verið mikil umræða um hvort ætti að leggja þau á. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði í kjölfar ræðu Páls, að skólagjöld kæmu hugasanlega til greina og málið yrði skoðað. Stúdentaráð tók strax harða afstöðu gegn öllum slíkum hugmyndum.

Stúdentaráð undir forystu Vöku vann áfangasigur þegar menntamálaráðherra lýsti því yfir um miðjan mánuðinn að ekki yrðu tekin upp skólagjöld í grunnnámi á háskólastigi. Allt frá því að Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands viðraði hugmyndina um skólagjöld í fyrra hefur verið mikil umræða um hvort ætti að leggja þau á. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði í kjölfar ræðu Páls, að skólagjöld kæmu hugasanlega til greina og málið yrði skoðað. Stúdentaráð tók strax harða afstöðu gegn öllum slíkum hugmyndum.

Málið hlaut mikla umræðu, innan háskólans, hjá menntamálayfirvöldum og um allt samfélagið. Skólagjöld voru rædd á skorar-og deildarfundum í háskólanum og skiptar skoðanir voru um réttmæti þeirra. Stuðningsyfirlýsingar við upptöku skólagjalda bárust frá tveimur stórum deildum, lagadeild og viðskipta- og hagfræðideild. Menntamálaráðherra sagði í þessari umræðu að ef ósk um skólagjöld kæmi frá Háskólanum sjálfum myndi hún ekki standa í vegi fyrir því.

Viðbrögð stúdenta voru kröftug og nær á öll á einn veg. „Engin skólagjöld!“. Forysta stúdenta beitti öllum tiltækum ráðum til að hafa áhrif á þá sem hafa með málið að gera. Rætt var við forystumenn Háskólans, stjórnmálamenn og aðra sem hugsanlega gátu lagt málsstað stúdenta lið. Baráttan náði hámarki þegar um 600 stúdentar tóku sér mótmælastöðu fyrir framan Aðalbyggingu Háskólans undir slagorðinu „Engin skólagjöld!“.

Þessi mótmæli ásamt afhendingu tæplega 5000 undirskrifta frá stúdentum sem mótmæltu skólagjöldum náðu þeirri athygli í þjóðfélaginu sem stefnt hafði verið að. Jarþrúður Ásmundsdóttir formaður Stúdentaráðs átti auk þessa fundi með háskólarektor og menntamálaráðherra þar sem hún kom sjónarmiðum háskólanema skýrt á framfæri. Þetta leiddi að lokum til þess að ráðherra tók af skarið og lýsti því yfir að ekki yrðu sett á skólagjöld í grunnnámi. Þar með er hálfur sigur unninn. Þetta sýnir að stúdentar geta undir öflugri forystu spyrnt við fótum og staðið vörð um réttindi sín. En baráttunni er langt frá því að vera lokið, þrátt fyrir þennan áfangasigur.

Latest posts by Erla Ósk Ásgeirsdóttir (see all)

Erla Ósk Ásgeirsdóttir skrifar

Erla hóf að skrifa á Deigluna í júlí 2003.