Sitja sparisjóðirnir í súpunni?

Fyrir alla áhugamenn um efnahags- og athafnamál er gaman að fylgjast með fyrstu uppgjörunum frá Kauphöllinni. Flest félögin eru græða tá og fingri, einkum bankar og fjárfestingafélög. Íslandsbanki og Straumur skiluðu t.a.m. mjög góðum uppgjörum. Uppgjör KB-banka var undir væntingum en Landsbankinn birtir sínar tölur seinna í dag. Á næstunni fylgja svo margir sparisjóðirnir í kjölfarið og verður forvitnilegt að bera saman uppgjör banka og sparisjóða.

Fyrir alla áhugamenn um efnahags- og athafnamál er gaman að fylgjast með fyrstu uppgjörunum frá Kauphöllinni. Flest félögin eru að græða af tá og fingri, einkum bankar og fjárfestingafélög. Íslandsbanki og Straumur skiluðu t.a.m. mjög góðum uppgjörum. Uppgjör KB-banka var undir væntingum en Landsbankinn birtir sínar tölur seinna í dag. Á næstunni fylgja svo margir sparisjóðirnir í kjölfarið og verður forvitnilegt að bera saman uppgjör banka og sparisjóða.

Því miður var árið 2003 sparisjóðum mjög í óhag þegar bornar eru saman afkomutölur banka og sparisjóða. Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna var 16,3 milljarðar kr. og var meðalarðsemi eiginfjár 23,6%. Mestan hagnað sýndi KB-banki, sjö og hálfan milljarð kr., en Landsbankinn rak lestina með 2,4 milljarða í hagnað. Arðsemin var hæst hjá Íslandsbanka eða 30,1% en lægst hjá Landsbankanum 17,6%. Samanlagður hagnaður 10 stærstu sparisjóðanna (Sparisjóður Kaupþings er ekki tekinn með) var 2,4 milljarðar, mestur hjá SPRON 804 milljónir en Sparisjóður Vestfirðinga skilaði 27 milljóna kr. tapi. Meðalarðsemi eigin fjár var 15,1% hjá átta sparisjóðum en tveir sjóðir í hópi 10 stærstu skiluðu tapi og reiknast því ekki inn í sem þýtt hefði lægra meðaltal. Skilaði Sparisjóður Keflavíkur mestri arðsemi – yfir 33%.

Það er afar líklegt að þróunin verði sparisjóðum enn óhagstæðari á þessu ári. Viðskiptabankarnir skila methagnaði eftir sex fyrstu mánuðina. Íslandsbanki hagnaðist um 6,8 milljarða kr. og var arðsemin 55%! Kaupþing birti svo afkomutölur sínar í morgun sem sýndu 6,2 milljarða hagnað. Landsbankanum er spáð um 5,5 milljarða hagnaði. Gengi bankanna hefur nánast verið fáranlegt á þessu ári. Fréttatilkynning frá Landsbankanum eftir 3 mánaða uppgjör hans fyrr á þessu ári segir allt sem segja þarf: „Er þetta besta rekstrarniðurstaða bankans frá upphafi og er afkoma ársfjórðungsins betri en sérhvert heilt rekstrarár í sögu hans fram til þessa.“ Af sparisjóðunum er víst að SPRON ætti að skila mjög góðum afkomutölum, sem mun litast mjög af gengishagnaði, en hagnaður þessa stærsta sparisjóðs verður aldrei nema brot af hagnaði viðskiptabankanna.

Til gamans má benda á það að eigið fé 10 stærstu sparisjóðanna í árslok 2003 var rúmlega 18,5 milljarðar kr. en eigið fé Landsbankans var þá um 23 milljarðar.

Þess vegna má segja að hinir stóru verða stærri og þeir smáu enn minni. En hvaða máli skiptir það að sparisjóðirnir hagnist mun minna en viðskiptabankarnir? Eru sjóðirnir ekki að þjóna öðrum hópum en bankarnir? Uppgjör banka og sparisjóða fyrir 2003 og 2004 benda sterklega til þess að sparisjóðir eigi erfiðara með að bjóða viðskiptavinum sínum jafngóð kjör og viðskiptabankarnir. Hjá meðalstórum og minni sparisjóðum er þróunin sú að vaxtatekjur eru að dragast saman, annaðhvort eru vaxtatekjur að minnka eða vaxtagjöld að aukast. Eigið fé sparisjóða vex mun hægar en eigið fé viðskiptabankanna sem veldur því að öll lánakjör verða verri fyrir sjóðina. Afskriftir hafa verið miklar í bankakerfinu en þær koma mun verr niður á sparisjóðum en stórum bönkum.

Alþingi veitti þessum atriðum litla athygli þegar það samþykkti ný lög um Fjármálafyrirtæki undir lok síðasta árs þar sem sparisjóðum var nánast gert ókleift að breyta sér í hlutafélög nema að færa yfirráð yfir hlutabréfum sjálfseignarstofnunar til manna skipuðum af hinu opinbera. Til hvers var verið að vernda sparisjóðakerfið í núverandi rekstrarformi þegar þróunin er sú að sparisjóðirnir standa mjög höllum fæti í samkeppni við stóra, skilvirka og vel rekna hlutafélagabanka? Til hvers var verið að leggja stein í götu þeirra sparisjóða sem vilja keppa maður á mann við risanna?

Latest posts by Eggert Þór Aðalsteinsson (see all)