Persónunjósnir á netinu

Netið er brunnur upplýsinga, ekki bara skipulagðra. Í raun er merkilegt hvað er hægt að finna mikið af upplýsingum um marga á netinu. Í raun er oft hægt að komast að ansi miklu um fólk með örfáum aðgerðum á netinu, sérstaklega fólk sem er á netinu og er með sjaldgæf nöfn.

Réttlæta niðurgreiðslur niðurgreiðslur?

Mörg undarleg rök fyrir niðurgreiðslum skjóta upp kollinum í umræðunni um framtíð íslensks landbúnaðar. Ein slík rök eru að niðurgreiðslur annarra ríkja réttlæti niðurgreiðslur hér á landi.

Af kverúlöntum

Undirritaður hefur alltaf haft gaman að kverúlöntum. Hann hefur ekki aðeins gaman að þeim heldur telur hann þá marga hverja gagnlega fyrir land og lýð. Ekki verður framhjá því litið að íslenskt þjóðfélag á kverúlöntum margt að þakka, m.a. á sviði mannréttindamála.

Öryggi Pútins eykst til muna

Í skjóli ótta og hræðslu er hægt að þrýsta í gegn mörgum ákvörðunum sem annars hefðu aldrei fengist samþykktar. Dæmi um þetta er til dæmis skemmtiskokk Bandaríkjanna í átt til lögregluríkis í kjölfar 11. september. Aðgerðir Pútins í kjölfar nýjustu atburða eru einnig gott dæmi.

ECHELON

Hugmyndir um skipulagt eftirlit með borgurunum og kerfi í kringum það eru síður en svo nýjar af nálinni. Allt bendir til þess að á síðari hluta síðustu aldar hafi verið starfrækt njósnakerfi sem hleraði nánast öll þráðlaus samskipti á plánetunni og að það sé enn starfrækt.

Kennaraverkfall

sdfdEnn eitt kennaraverkfallið er skollið á með tilheyrandi húllumhæi.

Skert réttindi innflytjenda

Í pistli dagsins verður enn staldrað við í Danmörku, þar sem væntanlegt er frumvarp sem sektar innflytjendur sem ekki læra dönsku. Þá eru einnig uppi hugmyndir um að auka heimildir barnaverndaryfirvalda til að færa börn innflytjenda til fósturforeldra svo þau læri dönsk gildi.

11. september þeirra Dana

Hver hefði hugsað sér! Maður í Danmörku sem er ekki og mun aldrei verða þjóðhöfðingi var að skilja við konuna sína. Þetta þykja Dönum vera alveg svakalegar fréttir, nánast af náttúruhamfara- eða hryðjuverkakalíber.

Forysta á villigötum

kennaraverkfallÍ síðustu viku gagnrýndi pistlahöfundur aðferðir og úrelt viðhorf hjá forystusveit Kennarasambands Íslands (KÍ). Undarlegt útspil kennaraforystunnar síðustu tvo daga er síst til þess fallið að auka veg kennarastéttarinnar og vandséð að það bæti samningsaðstöðu kennara.

Batman í Þjóðarbókhlöðuna

sdfdÞað ráku margir upp skaðræðisóp þegar þeir sáu einstæðan föður standa á gluggasillu Buckingham-hallar í vikunni og krefjast þess að einstæðir feður á Bretlandseyjum fengju aukin réttindi í samskiptum við börn sín.

Réttarstaða samkynhneigðra III

Ættleiðingar

Eins og áður hefur komið fram þá klofnaði nefnd um réttarstöðu samkynhneigðra í afstöðu sinni til ættleiðinga samkynhneigðra á erlendum börnum og tæknifrjóvgunum samkynhneigðra. Í pistli dagsins eru rök nefndarmanna fyrir banni á ættleiðingum samkynhneigðra á erlendum börnum skoðuð gaumgæfilega.

Lyfið dýra leyst af?

Samkvæmt fréttum virðist undralyfið NovoSeven í þann mund að lenda í samkeppni við fiskprótín með sömu virkni. Mun fiskprótínið leysa lyfið dýra af?

Réttarstaða samkynhneigðra II

Samkynhneigðir og börn

Fáfræði getur af sér fordóma. Fordómar geta síðan af sér mannvonsku, hatur og tjón. Þrátt fyrir að pistill dagsins sé í lengri kantinum þá eru lesendur Deiglunnar eindregið hvattir til að lesa hann og hafa í huga næst þegar ættleiðingar eða tæknifrjóvganir samkynhneigðra ber á góma.

Þvingunar er þörf

Nýlega var sett í gang í Félagsmálaráðuneytinu verkefni sem ber heitið „Efling sveitarstjórnarstigsins“. Verkefnið felst í hugmyndum um frekari flutning verkefna frá Ríki til sveitarfélaga, og þar sem því óneitanlega hlýtur að fylgja, frekari sameiningu þeirra. Á undanförnum árum hefur sveitarfélögum fækkað um meira en helming, þó að að ferlið hafi verið handahófskennt og óskipulagt.

Opið bréf til Karls Sigurbjörnssonar biskups

Elskulegi bróðir,

Í dag tók ég þá ákvörðun að segja mig úr Þjóðkirkjunni. Á mánudag mun ég ganga inn á Hagstofu Íslands og framkvæma gjörninginn. Það verða þung spor. Ég verð engu bættari og satt best að segja mun mér líða mjög illa. Ég er þeirrar gerðar að ég hef alltaf verið mjög trúaður og elskað minn frelsara. Hann veitti mér skjól þegar hvergi var skjól að finna. Hann bar smyrsl á sár sem enginn annar gat grætt. Þegar ég syrgði, þegar ég var einmana þá var Jesús þar.

Enn eitt kennaraverkfall

kennaraverkfallNú virðist fátt geta komið í veg fyrir að enn eitt kennaraverkfallið skelli á. Einhvern veginn virðast kennarar alltaf vera annað hvort í verkfalli eða á leiðinni í verkfall. Líklega hefur engin önnur stétt á Íslandi farið jafnoft í verkfall og kennarar – og náð jafnlitlu fram.

Um sjálfstæði Téténíu

Ódæðisverkin í Beslan sýna svart á hvítu til hverra ráða öfgamenn eru tilbúnir til að grípa til í baráttunni fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar. Það er ómögulegt fyrir Íslendinga sem börðust árum saman fyrir sjálfstæði sínu með friðsamlegum hætti að skilja hvernig menn geta gripið til slíkra baráttuaðferða. Enda er saga þjóðanna eins og ólík og hugsast getur.

Raunir Símans

Undanfarið hefur mikil umræða verið í þjóðfélaginu vegna kaupa Símans á hlutafélagi sem á Skjá -1 og svo enska boltann. Raunar var fyrir löngu ljóst að skjár -1 hefði með engu móti ráð á að eiga enska boltann en það hafi verið hluti af aðferð til að fá menn að samningaborði um kaupa á félaginu. Líklega reiknuðu flestir með að Norðurljós myndu eignast stöðina.

Réttarstaða samkynhneigðra I

Í þessari viku skilaði nefnd um réttarstöðu samkynhneigðs fólks niðurstöðum sínum. Þrátt fyrir að nefndin hafi lagt til ýmsar góðar breytingartillögur þá eru niðurstöður hennar einnig ákveðin vonbrigði.

Er lausnarorðið endurtrygging?

Heilbrigðismál hafa verið eitt af stóru málunum í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum í haust. John Kerry hefur lagt fram metnaðarfullar tillögur til úrbóta í málaflokkinum. Eitt af því sem Kerry leggur til er að bandaríska ríkið bjóði upp á endurtryggingu stóráfalla.