Persónunjósnir á netinu

Netið er brunnur upplýsinga, ekki bara skipulagðra. Í raun er merkilegt hvað er hægt að finna mikið af upplýsingum um marga á netinu. Í raun er oft hægt að komast að ansi miklu um fólk með örfáum aðgerðum á netinu, sérstaklega fólk sem er á netinu og er með sjaldgæf nöfn.

Netið er brunnur upplýsinga, ekki bara skipulagðra. Í raun er merkilegt hvað er hægt að finna mikið af upplýsingum um marga á netinu. Í raun er oft hægt að komast að ansi miklu um fólk með örfáum aðgerðum á netinu, sérstaklega fólk sem er á netinu og er með sjaldgæf nöfn.

Google er alltaf fyrsti staðurinn, á google er hægt að komast að ýmsu, eins og hvort viðkomandi bloggar (undir nafni), athugasemdir skrifaðar í athugasemda kerfi, þátttaka í íþróttamótum, nám, vinnustaðir,cv, þáttaka í félögum, vinningar í getraunum, ættartré, greinaskrif svo eitthvað sé nefnt.

Símaskráin er traustur grunnur, með upplýsingum um heimilisfang viðkomandi og símanúmar, ásamt upplýsingum um þá sem deila símanúmeri. Notagildi skrárinnar hefur þó verið að minnka á undanförnum árum þar sem sífellt fleiri eru með óskráð númer eða númer hjá öðrum félögum.

Þjóðskráin er alltaf traustur grunnur að leita upplýsinga, þó hefur gagn hennar verið minnkað með nýlegum breytingum. Með þeim breytingum sem voru gerðar er töluvert erfiðara að nota þjóðskrána til að finna upplýsingar og tengingar um fólk.

Íslendingabók hefur verið opin í nokkurn tíma, og gefur upplýsingar um ættartré á milli þín og viðkomandi. Það getur gefið upplýsingar um fjölskyldu viðkomandi, og uppruna viðkomandi. Þetta getur jafnframt gefið upplýsngar um foreldra viðkomandi.

Sjálfsagt eru töluvert fleiri leiðir fyrir útsjónasama að finna upplýsingar á netinu, sjálfsagt vekja þær upplýsingar, sem er hægt að safna um einstakling á tiltölulega skömmum tíma, ugg hjá fólki. Þessar upplýsingar eru þó í flestum tilfellum saklausar og geta aðeins gefið yfirborðslega þekkingu um fólk.

Þrátt fyrir að það séu mörg tæki til að finna upplýsingar um fólk, láta flestir sér nægja að slá inn í mesta lagi nafn viðkomandi í google. Sjálfsagt er áhugavert að slá sjálfum sér endrum og eins inn og sjá hvaða upplýsingar liggja um sig á netinu. Líklega komast flestir að því að netið gleymir seint.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.