Verður það D’Angleterre næst?

Í síðasta mánuði var tilkynnt um kaup á Íslendinga á 83% hlut í verslunarkeðjunni Magasin du Nord fyrir um 4,8 milljarða. Mikið hefur verið skrifað um kaupin í íslenskum og dönskum fjölmiðlum. Minna hefur hins vegar verið fjallað um fjárhagslega stöðu verslunarkeðjunnar

Slæm hugmynd

Sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda, að lýsa yfir stuðningi við Bandaríkjamenn þegar þeir réðust gegn einræðisstjórn Saddams Hussein í Írak, hefur verið umdeild í samfélaginu. Hefur nú hópur manna tekið sig saman og ákveðið að birta auglýsingu í New York Times þar sem þessu er mótmælt í nafni allrar þjóðarinnar.

Lán í erlendri mynt III

Er skynsamlegt að taka lán í erlendri mynt? Mun áhættusamara er að taka skammtímalán í erlendri mynt en langtímalán. Fyrir þá sem ætla að taka lán til húsnæðiskaupa þá er það ekki heildarlántökutíminn sem skiptir máli heldur tíminn þar til skipt er um húsnæði.

Kastljósið á Kristjáni

Það hefur enginn farið varhluta af umræðu undanfarinna daga um framkomu Kristjáns Jóhannssonar á tónleikum langveikra barna sem og umfjöllun um mál hans í Íslandi í Bítið á Stöð 2 og Kastljósi Sjónvarpsins. Burtséð hvað fólki finnst um þetta tiltekna mál, er rétt að nota tækifærið og skoða þetta mál betur og í víðara samhengi.

1500 – talan sem lækkar

Í hvert skipti sem líður nær forsetakosningum á Íslandi og ákveðinn rugludallur stefnir á framboð verða þær raddir sterkari að hækka beri þann fjölda undirskrifta sem frambjóðendum ber að safna. Til eru margir hlutir í stjórnarskránni þarfnast breytinga en umrætt atriði er ekki eitt þeirra.

Afturhaldskommatittsflokkur

Í Helgarnestinu verður ekki fjallað um ræðu Davíðs Oddssonar á Alþingi í vikunni. Hins vegar verður ekki hjá því komist að gefa pistlinum þetta skemmtilega nafn sem verður eflaust lengi í minnum haft. Helgarnestið einbeitir sér að jólahátíðinni og öllu því sem henni fylgir.

Ólík vandamál ólíkra heima

4,15 eða 4,2% vaxtakjör, 80% eða 100% lánshlutfall, Sundabraut eða mislæg gatnamót, flugvöllinn burt eða ekki. Það er erfitt að vera Íslendingur í dag.

Áfengishamstur hindrað

Áfengisgjald var, eins og frægt er orðið, hækkað á sterku víni og tóbaki fyrr í vikunni. Aðdragandi hækkunarinnar var í meira lagi skondinn en frumvarp það sem kvað á um hækkun gjaldsins var lagt fram á Alþingi rétt eftir klukkan 18 á mánudag í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að fólk myndi hamstra sterka vínið kortéri fyrir hækkun.

Langamma með netverslun

„20 ára gamall og kominn með eigin viðskipti!”

„Fjögurra barna móðir þrefaldaði ráðstöfunartekjur heimilisins”

„Eru mömmur orðnar verðmætasta aflið í viðskiptum?”

„Langamma með netverslun”

Þessar setningar eiga allar það sameiginlegt að hafa birst í kynningarefni fyrir sölu á fæðibótarefni. En hvers konar undralausnir er verið að bjóða upp á og standast þessar fullyrðingar nánari skoðun?

Heimtur á fullveldi

sdfdÁ fullveldisdaginn setur pistlahöfundur sig í þjóðlegar og drepleiðinlegar stellingar og veltir fyrir sér orðfæri í auglýsingum.

Áhyggjufullir trúnaðarmenn

Talsmenn nauðungarfélags opinberra starfsmanna lýstu á dögunum miklum áhyggjur yfir því að kjör félagsmanna væru að batna til jafns við aðra landsmenn, með skattalækkunum. Þetta er enn ein ályktunin þar sem menn framarlega í verkalýðsfélagi kjósa að nota félagið til að leggja lóð á vogaskálar pólitískrar baráttu sinnar fremur en að halda sér við málefni sem skipta máli.

Af hverju öryggisráðið?

Hvers vegna sækist íslenska ríkið eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna? Er það vegna ástar íslenskra ráðamanna á velferð mannkyns eða vegna einhvers annars?

Óvænt klókindi Össurar

Össur Skarphéðinsson er snjall stjórnmálamaður, eflaust mun snjallari en margur hyggur. Þótt beiðni hans um utandagskrárumræður um skiptingu tekna milli ríkis og sveitarfélaga, sem fram eiga að fara á Alþingi í dag, láti ekki mikið yfir sér, þá er hér um að ræða afar klókan leik af hálfu Össurar.

Lán í erlendri mynt II

Er skynsamlegt að taka lán í erlendri mynt? Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeim gríðarmiklu sveiflum sem eiga sér stað í gengi gjaldmiðla. Einungis þeir sem hafa taugar til þess að bíða af sér slíkar sveiflur geta vænst þess að hagnast á því að skulda í erlendri mynt.

Sambærileg menntun

Í umræðum um kjarasamninga opinberra starfsmanna eru þau rök gjarnan höfð uppi að fólk með sambærilega menntun eigi skilið að fá sambærileg laun. Þetta eru rök sem flestum virðist finnast góð og gild. Afleiðingarnar af þessari röksemdarfærslu eru hins vegar nokkuð sem nauðsynlegt er að staldra við.

Frjálshyggjubærinn Flúðir

Nú er að störfum samninganefnd ríkis og sveitarfélaga um svokallaða tekjuskiptingu þeirra á milli. Þar sem ríkið lækkar stöðugt skatta á meðan sveitarfélögin hækka stöðugt skatta er erfitt að sjá annað en að markmið sveitafélaganna sé að fá leyfi ríkissins til þess að mega hækka skatta sína enn meira.

Framsóknartíund

Tíund Fyrrverandi gjaldkeri Framsóknarflokksins tjáði sig á dögunum um styrktarkerfi flokksins sem virðist vera á þá leið að þeir framsóknarmenn sem fá vegtyllur þurfa að greiða fyrir þær í formi styrkja til flokksins.

Nei, ekki aftur!

Á síðustu tveimur vikum hafa verið til umfjöllunar þrjú mál sem manni finnst eins og hafi einhvern tímann verið í umræðunni áður. Pútín vill búa til stærri og betri kjarnorkusprengju en allir aðrir, Íranir reyna eftir fremsta megni að gerast úran-auðgarar og síðast en ekki síst vill dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, stofna íslenskan her. Er nema von að maður hugsi: Nei, ekki aftur!?

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Í tilefni af því hleypir UNIFEM á Íslandi af stokkunum 16 daga átaki í samstarfi við fjölmörg félagasamtök.

Þakkargjörð

sdfdFjórða fimmtudag hvers nóvembermánaðar ber vel í veiði hjá bandarískum kaupmönnum og að sögn innfæddra er þetta allt saman heljarinnar seremónía.