Versta frumvarp ársins III

Í pistlum sem hafa birst hér á Deiglunni undanfarið hefur verið fjallað um frumvarp samgönguráðherra til breytinga á fjarskiptalögum nr. 81/2003. Er þetta stutta þrettán greina frumvarp margþætt atlaga að réttindum almennings í landinu. Áður hefur verið fjallað um fyrirhugaða skráningu á öllum netsamskiptum okkar og afnám svokallaðra frelsiskorta en ruglið er ekki búið.

Skattar – flatir skattar

Ýmislegt getur ráðið úrslitum í alþingiskosningum. Sumir kjósendur láta atkvæði sitt fara eftir flokkslínum, aðrir láta sig málefnin mestu máli varða og enn aðrir velja eftir einstaklingum. Nokkuð mismunandi er hvaða málefni er á oddinum þó að nokkur kjarnamál séu þó oftast rædd. Eitt þeirra er málefni sem snertir flest okkar og má segja sé grunnur flestra annarra.

Habemus papam!

Kaþólskir kardínálar völdu í gær hinn 78 ára Þjóðverja, Joseph Ratzinger, næsta páfa. Eftir valið þustu Rómverjar og gestir í borginni út á Péturstorgið og kölluðu „Habemus papam!“ á latínu, eða „Við höfum páfa!“. Páfi sá sem valinn var þykir einkar íhaldssamur en hann var um langa hríð hægri hönd Jóhannesar Páls II. forvera síns.

Versta frumvarp ársins II

Í pistli gærdagsins var fjallað um þann hluta frumvarps samgönguráðherra til breytinga á fjarskiptalögum sem gerir ráð fyrir að fjarskiptafyrirtæki skrái og geymi upplýsingar um alla Internetnotkun landsmanna og samskipti. Í dag verður fjallað um fleiri fjarstæðukenndar hugmyndir sem er að finna í frumvarpinu. Af nógu er að taka.

Versta frumvarp ársins I

Nú á vordögum er fullt tilefni til að fagna hækkandi sól. Því miður virðast vorfrumvörpin þó ætla að reyna að skyggja á gleði okkar eins og oft áður. Í ár koma köldu kveðjurnar frá samgönguráðherra.

Réttarstaða geimfara III

Undirritaður hefur stundum velt því fyrir sér hvernig alþjóðasamfélagið myndi bregðast við ef viti bornar verur úr geimnum myndu birtast á jörðinni.

Konur og pólitík

Ég hef verið að velta fyrir mér konum og pólitík og komist að því að það er oft eins og konur séu að væla þegar það kemur að því að tala um í hve miklum minnihluta konur eru í á Alþingi okkar Íslendinga. Erum við kannski ekki nógu djarfar og harðar þegar kemur að því að berjast um hlutina?

Húsnæðisliðurinn alræmdi

Mikil umræða hefur spunnist um það á undanförnum vikum hvort verð á húsnæði eigi heima í vísitölu neysluverðs. Þessi umræða hefur því miður ekki snúist um réttu spurninguna. Miklu nær væri að ræða hvort skynsamlegt sé að nota vísitölu neysluverðs við verðtryggingu, sem viðmið í kjarasamningum o.s.fr. Það er í rauninni ekkert sem segir að nota þurfi sömu vísitöluna til allra þessara nota.

RÚV sýni klám á nóttunni

Það er sorglegt að menn á hinu háa Alþingi skuli nú klóra sér í kollunum yfir því hvernig reka eigi sjónvarpsstöð meðan við blasir lausn sem tryggir Ríkisútvarpinu gnótt fjármagns og um leið sér íslenskum almenningi fyrir ögrandi skemmtiefni á tímum sem venjulega eru, hvort sem er, illa nýttir af Sjónvarpinu.

Mannréttindaákvæði stjórnarskrár í 10 ár

Pistlahöfundur sótti á dögunum ráðstefnu sem bar yfirskriftina “Mannréttindaákvæði stjórnarskrár í 10 ár – Áhrif og framtíðarsýn”. Nú eru 10 ár liðin síðan fram fóru gagngerar breytingar á mannréttindakafla stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Því er tilefni til að staldra við og líta á hvernig og hvort ákvæðin hafa náð markmiðum sínum og þjónað þeim tilgangi að veita borgurum landsins aukna vernd.

Almenningur hf. og einkavæðing

Með einkavæðingu er endir bundinn á afskipti ríkisins og kraftar einkaframtaksins fá að njóta sín öllum til hagsbóta. Það skiptir þess vegna meira máli að einkavæða en hvernig það er gert.

Hvað er næst hjá Apple?

Velta og hagnaður Apple fyrirtækisins hefur vaxið gríðarlega og er það að mestu að þakka Ipod og tölvunni mac mini. Fyrirtækið hefur verið í mikilli sókn og þrátt fyrir mikla samkeppni hefur það staðið sig feiki vel, ekki síst vegna þess að það er óhrætt við að fara eigin leiðir. Spurningin er hvað Apple ætlar að gera næst?

Misskilningur borgarbarna

Þrátt fyrir að nú sé árið 2005 og að við lifum öll á þessari svokölluðu upplýsingaöld finn ég mig knúna til að koma á framfæri nokkrum atriðum sem borgarbörn þessa lands virðast ekki hafa alveg á hreinu varðandi landsbyggðina.

Gerviskynjun frá Sony

Þær fréttir bárust eins og eldur í sinu um heimsbyggðina nýlega að japanska fyrirtækið Sony hefði fengið einkaleyfi á nýrri tækni sem gerir það t.a.m. kleift að vekja upp lyktarskynjun hjá áhorfendum bíómynda.

Hvers virði eru gögnin þín?

Það er ótrúlega algengt að menn tapi gögnum af tölvunum sínum, oft eru þetta mjög mikilvæg gögn svo sem myndir, tölvupóstur eða tónlist. Ástæður þess að menn tapa gögnum eru fjölmargar, má þar nefna vírusa, skemmdir á diskum eða t.d. fall á fartölvu.

Afarkostir eða kostaboð?

Senn líður að kosningum hér í landi Svía. Flokkarinr eru að setja sig í stellingar og greinilegt er að kosningaskjálftinn er að byrja.

Eniga meniga, allir röfla um peninga

Það deila fáir orðið um það að kominn sé hiti í íslenska hagkerfið en menn greinir á um hvert hitastigið sé. Það er mikið af peningum í umferð, einkaneysla er komin á flug og í raun merkilegt að verðbólga skuli enn ekki vera hærri en raunin er.

Bananafréttastofan

Kann það að vera eðlilegt og í góðu lagi að fólk hafi mismunandi sýn á hlutina? Kann að vera að fréttamenn séu líka mannlegir?

Í öngum sínum með sítt í vöngum

sdfdÍ helgarnesti dagsins er fjallað á vísindalegan máta um hártísku ofanverðs níunda áratugarins og sérstakur gaumur gefinn að hljómsveitinni Duran Duran í því tilliti.

Þeir sletta skyrinu sem eiga það

Nýlegt framtak stórhuga bænda í Hvalfirði hefur vakið nokkra athygli og hrist upp í umræðunni um ríkisstyrktan landbúnað. Fyrirtækið Mjólka ákvað að kaupa kýr en ekki kvóta og hefja framleiðslu á mjólkurafurðum án ríkisstyrkja.