Hvað er næst hjá Apple?

Velta og hagnaður Apple fyrirtækisins hefur vaxið gríðarlega og er það að mestu að þakka Ipod og tölvunni mac mini. Fyrirtækið hefur verið í mikilli sókn og þrátt fyrir mikla samkeppni hefur það staðið sig feiki vel, ekki síst vegna þess að það er óhrætt við að fara eigin leiðir. Spurningin er hvað Apple ætlar að gera næst?

Velta og hagnaður Apple fyrirtækisins hefur vaxið gríðarlega og er það að mestu að þakka Ipod og tölvunni mac mini. Fyrirtækið hefur verið í mikilli sókn og þrátt fyrir mikla samkeppni hefur það staðið sig feiki vel, ekki síst vegna þess að það er óhrætt við að fara eigin leiðir. Spurningin er hvað Apple ætlar að gera næst?

Með Ipod hefur Apple skotið öllum samkeppnisaðilum ref fyrir rass, nú skipta Japanir í gríð og erg úr innilendri framleiðslu yfir í Ipod, en Sony hefur lengi átt þennan markað (vasadiskó). Jafnframt hafa fjölmargir PC unnendur keypt sína fyrstu Apple vöru, ýmsum líkar vel og íhuga að kaupa fleiri hluta frá Apple t.d. tölvur enda eru Apple tölvur flottar í útliti.

Spurningin er hins vegar hvert Apple ætlar að stefna næst nú þegar þeir hafa náð að koma sér vel fyrir á mp3-markaðnum. Margt bendir til þess að næsta áhersla verði á stofutölvu. Tölva sem verði tengd við ipodinn, sjónvarpið og græjurnar. Tölvan geti sem sagt spilað tónlist beint af harða diskum, tekið upp myndefni og geymt í miklu magni. Rúsínan er í pylsuendanum er auðvitað að geta spilað myndir sem eru sóttar af netinu, annað hvort frá netleigunni eða bara eins og menn sækja þessar myndir í dag.

Tæknilega eru engar hindrandir og þetta er því ekki einhver útópísk framtíðarsýn. Nú þegar hefur verið boðið upp á ýmsar lausnir í þessum efnum en hins vegar hefur engin náð því að verða „mainstream“. Þegar Apple réðst inn á mp3 markaðinn náðu þeir mjög fljótt að gera sinn spilara algengu tæki hjá venjulegu fólki. Nú þegar er töluverð eftirspurn eftir svona stofugræjum, þar sem fólk er að breyta tölvum eins og xbox svo að þær geti spilað myndir og tónlist beint af harða disknum (ásamt ólöglegum leikjum). Hins vegar eru líklega fjölmörgum spurningum ósvarað gagnvart framleiðendum á þessu efni en enn sem komið er er mest af þessu efni fengið með því að sækja beint frá öðrum notendum.

Nái þessar áætlanir fram að ganga er framtíðin nokkuð björt hjá Apple, en hingað til hafa þeir verið óhræddir við að taka áhættu og vera fyrstir með nýjungar. Hins vegar hafa þeir líka lent í erfiðleikum eins og þegar þeir fóru af stað með handtölvurnar Newton. Það var þó gert á meðan kraftaverkamaðurinn Steve Jobs stofnaði eigið fyrirtæki og hóf framleiðslu á framúrstefnu tölvunum NeXT. Síðan hann skilaði sér heim hefur fyrirtækið verið á réttri leið. Svona eins og Laurel og Hardy er einn ekkert án hins.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.