Leikfang kerfisins

Allir sem hafa átt mikil samskipti við við skattayfirvöld hljóta að velta því fyrir sér hvort forneskjulegt og kæfandi sovétkerfi hafi hreiðrað um sig hér á landi. Um daginn fengu atvinnurekendur bréf frá skattayfirvöldum þar sem þeir voru krafðir um að halda eftir af kaupi þeirra launþega sem skulda opinber gjöld og koma því í hendur Skattmanns.

You guys need any help?

Í sumum borgum erlendis getur það verið erfitt að opna landakort án þess innfæddir stökkvi á mann og bjóði manni aðstoð. Fyrir aðila sem hefur einfaldlega unun af því að skoða landakort, sama þótt hann viti hvar hann sé staddur og hvert hann sé að fara, getur þessi hjálpsemi orðið stundum til trafala.

Hættið þessu nöldri og lofið einfaldlega lægra verði

Í stað þess að stagglast á sömu gagnrýninni um fjármálaóstjórn R-listans og sóun Orkuveitunnar ættu Sjálfstæðismenn í Reykjavík að reikna út hversu mikið unnt er að spara árlega, lofa að lækka skatta og verðið á heita vatninu sem því nemur og snúa sér síðan að jákvæðari málum.

Triple-play: sjónvarp, internet og sími

Þróunin á sjónvarpsmarkaðnum hefur verið gríðarmikil á undanförnum árum. Fjöldi sjónvarpsstöðva hefur margfaldast, hljóð- og myndgæði hafa stóraukist og hinn nútíma einstaklingur eyðir sífellt meiri tíma fyrir framan skjáinn.

Vel heppnaðar opinberar ráðningar

Þó ótrúlegt megi virðast hefur á síðustu þremur vikum verið ráðið í þrjú veigamikil opinber embætti og stórt ríkisfyrirtæki verið einkavætt nánast án þess að heyrst hafi múkk í þeim sem vanalega finna vinnubrögðum ríkisins allt til foráttu.

Grandi Vogar ei meir

Nýtt leiðarkerfi Strætó var tekið í notkun nýverið. Sitt sýnist hverjum og hefur tækifærið verið óspart nýtt til að sveipa umræðuna heldur pólitísku mistri. Hvað situr eftir þegar því léttir? Er um framför eða afturþróun að ræða?

Plastlandið Ísland

Íslendingar nota debet- og kreditkort í vaxandi mæli. Með þessum nútímalega greiðslumáta er mér óskiljanlegt að kassakvittanir séu ekki á rafrænu formi.

Óheppileg uppsögn

Líklegt er að fjölmiðlar muni velta sér upp úr því á næstu dögum hvað það þýði að framkvæmdastjóri KEA hafi sagt upp störfum vegna „trúnaðarbrests“ en ekki vegna töku fæðingarorlofs. Eftir stendur þó spurningin um hvort hægt sé að samþykkja að fyrirtæki geti meinað stjórnendum sínum um töku fæðingarorlofs. Þessi spurning er bæði erfið og áleitin.

Skattrannsóknir almennings

Álagningarseðlar skattstjóra hafa legið frammi á skattstofum landsins undanfarið. Skiptar skoðanir eru um réttmæti þess að birta þessar upplýsingar um hinn almenna borgara og því vel við hæfi að líta nánar á málið.

Vaxtabætur höfuðborgarinnar

Í nýlegri grein í Morgunblaðinu vakti þingmaður Sjálfstæðisflokksins máls á því að tímabært væri að endurskoða vaxtabótakerfið. Meðal ástæða sem hann nefndi var að um ósanngjarna skiptingu á milli dreif- og þéttbýlis væri að ræða.

Brenglaður raunveruleiki sápuóperanna

Um árabil hef ég verið háð hvers konar sápuóperum í sjónvarpinu. Það er varla til sú sápa sem ég hef ekki sokkið mér í og fylgst með í a.m.k. nokkurn tíma. Að undanförnu hef ég þó mikið velt fyrir mér muninum á lífinu í minni götu og spennandi lífi Aðþrengdu eiginkvennanna við Bláregnsslóð, sígildu Nágrannanna í Ástralíu eða ríka og fallega fólksins í Glæstum Vonum.

Er sniðugt að hafa starfandi stjórnarformenn?

Eitt mikilvægasta og jafnframt erfiðasta verkefni stjórna fyrirtækja er að ráða forstjóra og fylgjast með því að hann stjórni fyrirtækinu eins og best verður á kosið. Á síðustu árum hefur það færst í vöxt að verkefni forstjóra heyra meira og meira undir stjórnarformenn sem eru komnir í fulla vinnu hjá fyrirtækjum. Er þetta góð hugmynd?

Danmörk er uppseld

Fréttir af kaupum Íslendinga á erlendum fyrirtækjum berast reglulega til landsins. Okkur þykir þetta sjálfsagt en erlendis velta menn því fyrir sér hvernig smáþjóð geti keypt upp heilu löndin. Helgarnestið einbeitir sér að útrásinni í dag.

Vamos bien?

26.júlí síðastliðinn fagnaði Fidel Castro 52.byltingarafmæli sínu. Í ræðu sinni sagði hann meðal annars að efnahagur Kúbu muni eflast um 9% árið 2005, að 100.000 ný heimili verði byggð og að kínverskir strætóar og lestir séu á leiðinni. Castro hefur það mikla trú á þessu ári að búið er að skreyta borgina með plakötum sem lýsa því yfir hvað þeim gengur vel; Vamos bien!

Staðsettar ljósmyndir

Verkfræðingar og vísindamenn eru frekar einsleitur hópur. Oft er það ekki fyrr en tækninýjung er komin í hendurnar á notendum sem byltingarkenndustu notkunarmöguleikarnir koma í ljós. Ósjaldan finna sniðugir notendur upp á því að nota saman tvær óskyldar tækninýjungar og auka þannig gildi hvorrar um sig. Í þessari grein verður fjallað um slíkt dæmi – sambræðslu GPS staðsetningarkerfisins og stafrænnar ljósmyndatækni.

Öfugsnúið öfundarsamfélag

sdfdÞað er kannski að bera í bakkafullan lækinn að ræða um opinbera birtingu álagningaskrár Ríkisskattstjóra en það er nú samt svo að góð vísa er aldrei of oft kveðin.

Fréttaflutningur rannsóknaniðurstaðna

Fréttaflutningur af rannsóknarniðurstöðum er oft óvandaður, bæði hvað varðar fréttaval og umfjöllun. Þetta er skaðlegt á marga vegu og því er mikilvægt (en því miður ólíklegt) að úr verði bætt.

Dylgjur um sölu símans

Í vikunni var tilboði Skipta ehf í Símann tekið, upp á tæpa 67 milljarða, sem flestir höfðu talað um að hafi verið mjög gott verð fyrir fyrirtækið. Mitt í allri umræðunni um söluna kemur formaður Samfylkingarinnar fram með dylgjur um að maðkur hafi verið í mysunni.

Vandamál heimsins

sdfdGore Vidal sagði eitt sinn í fullri hógværð að mögulegt væri að greiða úr öllum heimsins flækjum ef menn færu einfaldlega eftir því sem hann ráðlegði þeim.

Yfir Kjöl með nesti

Fréttir um stofnun félags á Suður- og Norðurlandi sem á að vinna að uppbyggingu og malbikun Kjalvegar vöktu athygli undirritaðrar á dögunum. Félagið “Norðurvegur” sem kannaði möguleika á hálendisvegi um Stórasand stendur m.a. að stofnun félagsins. Þessar fréttir vöktu athygli mína fyrir margar sakir.