Vamos bien?

26.júlí síðastliðinn fagnaði Fidel Castro 52.byltingarafmæli sínu. Í ræðu sinni sagði hann meðal annars að efnahagur Kúbu muni eflast um 9% árið 2005, að 100.000 ný heimili verði byggð og að kínverskir strætóar og lestir séu á leiðinni. Castro hefur það mikla trú á þessu ári að búið er að skreyta borgina með plakötum sem lýsa því yfir hvað þeim gengur vel; Vamos bien!

26.júlí síðastliðinn fagnaði Fidel Castro 52.byltingarafmæli sínu. Í ræðu sinni sagði hann meðal annars að efnahagur Kúbu muni eflast um 9% árið 2005, að 100.000 ný heimili verði byggð og að kínverskir strætóar og lestir séu á leiðinni. Castro hefur það mikla trú á þessu ári að búið er að skreyta borgina með plakötum sem lýsa því yfir hvað þeim gengur vel; Vamos bien!

En Kúbverjar þurfa meira en tóm loforð. Staða Kúbu nú á dögum hefur minnt íbúa á vanþróun tíundaáratugarins eftir að styrkir frá Sovétríkjunum stöðvuðust með endalokum þeirra árið 1991.

Á þessu ári hafa lífskjör á Kúbu verið af skornum skammti. Helst ber að nefna sífelld rafmagnsleysi sem vara í allt að 18 klst. í senn. Þetta hefur orðið til þess að viftur, vatnsdælur og ísskápar hafa verið að miklu leyti óvirk, matur því súrnað og fólk að kafna úr hita. Einnig eru heimili á Kúbu í niðurníslu og yfirfull af fólki, lítið sem ekkert er um almenningssamgöngur, vegir eru holóttir, sífellt versnandi hreinlæti sem leitt hefur til 8 dauðsföll á börnum í júlímánuði þessa árs og svo lengi mætti telja. Það er því ekki skrítið að þolinmæði Kúbverja sé á þrotum.

Andstæðingar Castro hafa látið í kræla. Veggjakrot spretta upp og mótmæli eiga sér stað, en af skornum skammti þar sem Castro læsir inni þá sem þora að tjá sig um stöðu þjóðar sinnar.

Venezuela og Kína hafa gert samninga við kommúnistastjórn Kúbu og virðist vera sem Castro reiði sig á þá. Nú eru rúmlega 14.000 kúbverskir læknar að störfum í Venezuela eða um 20% af öllum læknum á Kúbu. Í lok árs verða þeir orðnir 30.000 og í staðinn fær Kúba 90.000 tunnur af olíu á dag. Kína hefur meðal annars samið um að fjárfesta 500 milljónum dala í nikkelframleiðslu á Kúbu gegn 4.400 tonnum árlega af nikkeli.

Castro er sniðugur. Hann sendir lækna til Suður-Ameríku og fær olíu í staðinn. Ómögulegt er hins vegar að segja hvort hann noti þá til að bæta hið vesæla heilbrigðiskerfi Kúbu.

Hvað Castro gerir við peningana sem frúin í Hamborg gaf honum er önnur saga.

Heimildir: The Economist og www.newsmax.com

Latest posts by Bryndís Harðardóttir (see all)