Þunglyndi læknað með tækjum í stað lyfja?

Það er löngu orðið ljóst að vegir læknavísindanna og tækninnar eru senn að renna saman í eitt. Núna vita menn að líkaminn samanstendur ekki bara af flóknum efnasamböndum heldur er hann líka fullur af rafboðum. Hingað til, og raunar enn, eiga vísindamenn þó í mestu vandræðum með að átta sig á því hvernig þetta allt virkar saman.

Bætt starfsskilyrði nýsköpunarfyrirtækja?

Fjármálaráðherra kynnti í gær hugmyndir að breytingum á skattalögum og reglugerðum sem eiga að stuðla að betra starfsumhverfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki. En í hverju felast þessar hugmyndir og munu þær skipta höfuðmáli við áframhaldandi uppbyggingu skapandi atvinnuvega á Íslandi?

Úr fjötrum hafta yfir í frjálsa viðskiptahætti

Íslensk verslun var í fjötrum hafta áratugum saman á síðustu öld. Ríkið kom á fót tveimur stofnunum, Verslunarráði og Nýbyggingarráði, sem hnepptu íslenskan þjóðarbúskap í viðjar áætlunargerðar að fyrirmynd kommúnista.

Jafnaðarstefna.net

Í Financial Times síðasta laugardag var fjallað um að samtök þeirra hjóna, Bill og Melindu Gates, eyði meiru í heilbrigðis og menntamál en Alþjóða heilbrigðisstofnunin og jafnvel meiru en nokkurt ríki í heiminum.

Hrikalega slappur Háskóli?

Í ræðu við seinustu útskrift Háskólans minntist rektor á það markmið skólans að komast í hóp hundrað bestu háskóla í heiminum. Það er auðvitað ágætismarkmið, en ég held að fáir geri sér hins vegar grein fyrir því hve langt Háskóli Íslands er frá því að vera meðal þeirra bestu og hvað þarf að gera til að hann komist þangað.

Köld eru kvenna ráð

sdfdÞað stendur skrifað að köld séu kvennaráð en í helgarnesti dagsins eru færð sannfærandi rök fyrir því að þessi sömu ráð séu miklum mun kaldari en nokkurn óri fyrir.

Grunnt á fordómum

Bandaríska kvikmyndin Brokeback Mountain, sem frumsýnd var á síðasta ári, hefur vakið mikla athygli. Pistlahöfundur sá myndina í Regnboganum í vikunni og varð ekki fyrir vonbrigðum. Þetta var bíóferð sem verður lengi í minnum höfð.

Ódæðin í Outreau

Í nóvember árið 2001 lágu augu allra frakka að bænum Outreau (borið fram Ú-dró) á norðurströnd Frakklands. Í kjölfarið á handtöku á tveimur hjónum sem talin voru hafa misnotkað börnin sín voru alls átján manns handteknir í einu stærsta barnaníðingsmáli sem Frakkland hefur séð. Franska þjóðin var í uppnámi.

Eignarétturinn og vatnið

Vatn er mikilvægt auðlind og um vatnsréttindi hefur ríkt friður í um sjötíu ár. En um þessar mundir á sér stað stórfurðuleg umræða á Alþingi um nýtt frumvarp til vatnalaga. Stjórnarandstaðan hefur haldið uppi málþófi til að tefja afgreiðslu frumvarpsins og vill hreinlega vísa málinu frá. En hverju er hún að mótmæla svona harðlega?

Pólitískt Íslam í Egyptalandi – Múslímska bræðralagið

Trúarlegir stjórnmálahópar sem byggja á kenningum Íslam virðast vera að njóta góðs af lýðræðislegu kosningakerfi í Mið-Austurlöndum eins og sjá má af góðum árangri þeirra í nýliðnum kosningum í Palestínu, Írak og Egyptalandi. Ólöglegu samtökin Múslímska bræðralagið eru í dag stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Egyptalandi sem er fjölmennasta Arabaríkið.

Fangatilraunin í Stanford

Vísindarannsóknir geta verið varhugaverðar, ef ekki er vel vandað til verka. Því miður hafa ýmsar tilraunir verið framkvæmdar sem hafa haft í för með sér tjón fyrir þátttakendur eða aðra. Það þýðir þó ekki að ekki sé hægt að læra af slíkum tilraunum, til dæmis af fangatilrauninni í Stanford.

Svartsýnistal

BrotlendingReglulega heyrum við vitnað í umfjöllun danskra blaða þess efnis að íslenskt efnahagslífi standi á brauðfótum. Íslenskir fjárfestar blása á þessi rök og segja mætti að við fyrir hverja neikvæða frétt sem birtist kaupi þeir eitt danskt fyrirtæki til viðbótar – svona til þess að stríða frændum sínum. En stóra spurningin er hvor eða hver hefur rétt fyrir sér í þessu máli.

Komandi kosningar í Ísrael

Kosningarnar í Ísrael þann 28.mars næstkomandi verða þýðingamiklar bæði fyrir Ísrael og Palestínu. Nýstofnaður Kadima flokkur Ariels Sharons nýtur mikils fylgis en nýjasta útspilið er loforð Ehud Olmert, arftaka Sharons að afturkalla herliðið frá Vesturbakkanum vinni Kadima flokkurinn kosningarnar.

Á þessum degi

Eins og alla aðra daga hefur margt gerst 5. mars í veraldarsögunni. Til dæmis dó Stalín 5. mars 1953, sem var ekki svo slæmt, og leikkonan fagra Eva Mendes fæddist 5. mars 1974 sem var ekki heldur verra – og ekki má gleyma Scott Skiles, fyrrum leikstjórnanda hjá Orlando Magic og núverandi þjálfar Chicago Bulls. En ekkert af þessu fólki á hlut í þessum degi í huga pistlahöfundar.

Ruslpóstur kominn til að vera?



Auglýsingaáreiti á almenning hefur aldrei verið meira. Það er ekki hægt að horfa á heilan sjónvarpsþátt án auglýsingahlés ekki einu sinni heilaga dagskráliði eins og fréttir og veður. Önnur hver síða í blöðum landsins eru auglýsingar, heimsíður finnast vart án þeirra, símtöl í heimasíma eru oftar en ekki sölumenn og póstkassar eru fullir af auglýsingabæklingum. Ofan á allt þetta koma svo ruslpóstar sem fylla innhólf tölvunotenda.

Til varnar fuglum og köttum

Í fjölmiðlasamfélagi nútímans berast fréttir og upplýsingar hraðar á milli heldur en nokkurn tímann áður í sögunni. Alkunna er að í gegnum Internetið er unnt að senda upplýsingar á nánast hvaða formi sem er. Besta dæmi um breytta tíma er að ekki sést lengur í Mogganum texti sem gjarnan var undir erlendum myndum áður fyrr svohljóðandi: ,,Símamynd-Reuter” og sem þótti svalt á sínum tíma og til marks um að Mogginn fylgdist með.

Einokun borgarstjórnar

Vandamálið sem núverandi meirihluti segist vera að kljást við í borgarstjórn er að verktakar keyri verð lóða upp og að venjulegar fjölskyldur hafi ekki efni á að taka þátt í þeim leik. En hverjar ætli ástæður þess séu?

Hvar á ríkið að skera niður?

Mikið var skeggrætt um skýrslu Fitch um íslenskt efnahagsástand nú fyrir stuttu. Viðbrögð manna í fjármálageiranum létu ekki á sér standa og útskýring þeirra á ástandinu var einföld; ríkisvaldið hefur ekki staðið sig. Krafa er um að ríkið eigi að fresta framkvæmdum en hvaða framkvæmdum?

Stytt eða skert?

Umræðan um breytta námsskipan hefur, því miður, ekki mikið snúist um námið sjálft. Stuðningsmennirnir hampa oftast einhverjum hagkvæmnisrökum en andstæðingarnir úr röðum kennara eru því miður oft ekki mikið skárri, þótt þeim hafi tekist að sannfæra flesta um að svo sé.

Hversu óháð eru Dagur og Björk?

Það virðist vera í einhverri tísku í íslenskum stjórnmálum að bjóða sig fram undir þeim formerkjum að vera „óháður“. Þannig tók Björk Vilhelmsdóttir nýverið þátt sem „óháður“ frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar og „óháðra“ en hafði áður verið á framboðslista Reykjavíkurlistans sem fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Þá sigldi Dagur nokkur Eggertsson einnig undir þessu flaggi lengi vel eða allt þar til hann hálfpartinn neyddist til að koma út úr „óháða“ skápnum fyrir prófkjör Samfylkingarinnar og „óháðra“ nýverið.