Ruslpóstur kominn til að vera?Auglýsingaáreiti á almenning hefur aldrei verið meira. Það er ekki hægt að horfa á heilan sjónvarpsþátt án auglýsingahlés ekki einu sinni heilaga dagskráliði eins og fréttir og veður. Önnur hver síða í blöðum landsins eru auglýsingar, heimsíður finnast vart án þeirra, símtöl í heimasíma eru oftar en ekki sölumenn og póstkassar eru fullir af auglýsingabæklingum. Ofan á allt þetta koma svo ruslpóstar sem fylla innhólf tölvunotenda.Auglýsingaáreiti á almenning hefur aldrei verið meira. Það er ekki hægt að horfa á heilan sjónvarpsþátt án auglýsingahlés ekki einu sinni heilaga dagskráliði eins og fréttir og veður. Önnur hver síða í blöðum landsins eru auglýsingar, heimsíður finnast vart án þeirra, símtöl í heimasíma eru oftar en ekki sölumenn og póstkassar eru fullir af auglýsingabæklingum. Ofan á allt þetta koma svo ruslpóstar sem fylla innhólf tölvunotenda.

Ruslpóstur er notað yfir rafrænan tölvupóst sem sendur er í þúsundatali til netnotenda og oftast í óvild þeirra. Ruslpóstar eru sívaxandi vandamál bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Eftir að hugbúnaðarfyrirtæki fóru að hanna ruslpóstasíur hefði maður haldið að þetta vandamál væri hverfandi. Staðreyndin er því miður sú að samhliða vinnu hugbúnaðarfyrirtækja við gerð ruslapóstasía vinna önnur fyrirtæki við það að komast framhjá þeim.

Margt er líkt með ruslpósti og auglýsingabæklingum en sem dæmi um það koma þeir báðir í póstkassann hjá manni óumbeðnir. Helsti munurinn á þessum hvimleiðu kostaboðum felast aðallega í kostnaði fyrir utan þá augljósu staðreynd að annað er á stafrænu formi en hitt á pappírsformi. Kostnaður við gerð auglýsingabæklinga liggur hjá auglýsandanum sjálfum og sá kostnaður felst aðallega í prentun, pappír, hönnun og dreifingu. Aftur á móti er gerð starfrænna ruslpósta nánast enginn fyrir auglýsandann sjálfan heldur aðallega hjá viðtakandanum, okkur.

Á hverjum degi fara nokkrar sekúndur jafnvel upp í mínútur hjá flestum netverjum við að skoða, flokka eða eyða ruslpósti. Ef við tökum dæmi um auglýsanda sem sendir út ruslpóst á 6 milljónir netfanga, sem er ekki ólíkleg stærð, og gefum okkur að það taki að meðaltali fjórar sekúndur að eyða hverjum pósti þá fara samanlagt 6.667 vinnustundir fyrir viðtakendurna að eyða umræddum pósti. Daglega eru sendir út milljónir ruslpósta og tímaeyðslan í samræmi við það. Margir borga einnig tímagjald á netinu sem þýðir að sá kostnaður bætist við heildartöluna. Til viðbótar við þetta allt saman er ýmiss óbeinn kostnaður er tengist tilföngum tölvunnar s.s. eyðsla á minni og álag á póstþjónum.

Ruslpóstar verða seint bannaðir með lögum, m.a. sökum málfrelsis, og því eru litlar líkur á því að það dragi úr sendingum þeirra. Það er því vert að hafa eftirfarandi grunnreglur í huga sem geta minnkað eða jafnvel komið í veg fyrir að ruslpóstar berist í innhólfin.

•Aldrei skrá netfangið þitt á póstlista á netinu

•Ekki birta netfang þitt á heimasíðum

•Aldrei svara ruslpósti þrátt fyrir það að í honum standi að þú getir afskráð þig af póstistanum með því að svara.

•Ekki senda keðjubréf áfram þrátt fyrir að þér sé boðinn sími eða annar varningur að launum.

Framundan eru páskar og því fer að líða að því að fermingatilboð berist inn um póstkassa landsmanna. Þess væri óskandi að til væru grunnreglur varðandi auglýsingabæklinga í líkingu við ofangreinda reglur sem hindruðu aðgang þeirra að póstkössum. Sumir hafa brugðið á það ráð að setja miða á póstkassann hjá sér sem bannar allan ruslpóst. Slíkir miðar duga skammt því hverjum finnst sinn fugl fagur og enginn vill flokka sinn póst sem ruslpóst. Þetta sýndi sig best í yfirstöðnum prófkjörum þar sem bæklingar frambjóðenda rötuðu í alla póstkassa hvernig sem þeir voru merktir enda ekkert rusl þar á ferð.

Eflaust er lítið hægt að gera til að koma í veg fyrir að verða fyrir barðinu á auglýsingabæklinga flóðinu annað en að bíða og vonast til þess að auglýsendur átti sig á því að slíkt pappírsflóð hafa oft á tíðum öfug áhrif á væntanlega kaupendur. Enda eru neytendur hinir raunverulegu stjórnendur markaðsins.

Latest posts by Hrefna Lind Ásgeirsdóttir (see all)

Hrefna Lind Ásgeirsdóttir skrifar

Hrefna Lind hóf að skrifa á Deigluna í maí 2005.