Ímyndaðu þér ímynd. Ímynd lands sem hefur upp á óspillta náttúru að bjóða ásamt hreinu vatni, nægu landflæmi, góðu innra skipulagi og lítilli spillingu.
Í byrjun þessa mánaðar var kveðinn upp dómur yfir Saddam Hussein fyrrum forseta Íraks, og hann dæmdur til dauða fyrir glæpi gegn mannkyninu. Engum dylst að þessi maður ætti að hljóta þyngstu mögulegu refsingu, en ætti samt sem áður að þyrma lífi hans?
Íslendingar eru seinþreyttir til vandræða og sjá sjaldnast ástæðu til að mótmæla. En þó er eins og landsmenn séu að vakna til lífsins og sjá að það er ýmislegt sem þeim stendur ekki á sama um og er þess virði að berjast fyrir.
Sum mál eru þess eðlis að umræða um þau er ekki endilega til góðs, jafnvel þótt hún sé á stundum óhjákvæmileg. Þeir sem hafa áhyggjur af neikvæðum málflutningi í garð innflytjenda eru sakaðir um hugsunarlausan pólitískan rétttrúnað en hvað felst í honum annað en krafa um eðlilega nærgætni í umræðum um venjulegt fólk?
Þegar umræðan flögrar um hin skipulagslegu lúxusvandamál sem íbúar höfuðborgarsvæðisins njóta um þessar mundir, þá njóta fá orð ámóta vinsælda og orðið bílastæðavandamál. Og umræðan virðist alltaf ná sömu rökréttu og skynsömu niðurstöðunni og ef tveir fíkniefnaneytendur veittu hinum þriðja heilsufarsráðgjöf þegar dópið væri á þrotum komið: „Þú verður að skaffa þér meira maður“. En er meira alltaf málið?
Efnahags- og samfélagsþróun í þróunarríkjunum er, ásamt loftslagsbreytingum og öryggismálum, sennilega mikilvægasta verkefni alþjóðasamfélagsins á næstu árum og áratugum. Í pistlinum er stuttlega litið yfir nýjungar í þróunarmálum.
Lélegar merkingar og lýsingar við vegaframkvæmdir hafa hugsanlega valdið banaslysi. Hvers vegna þarf slíkt að eiga sér stað til að fólk ranki við sér og geri sér grein fyrir augljósum vanda?
Ólympískar skylmingar er íþróttagrein sem hefur vaxið mikið á Íslandi undanfarin ár. Árangur íslendinga hefur heldur ekki látið á sér standa þrátt fyrir að tiltölulega stutt sé síðan iðkun íþróttarinnar hófst fyrir alvöru hér á landi. Erlendis á þessi forna íþrótt sér hins vegar langa sögu og er víðsvegar mikilsmetin og vinsæl.
Ekki hefur farið fram hjá neinum sú umræða sem hefur átt sér stað um innflytjendur á Íslandi. Umræðan hófst öll vegna þess að tveir menn með vissar skoðanir létu þær í ljós í fjölmiðlum. Umræðan sem átti hugsanlega að snúast um að við þyrftum heildarstefnu í málefnum útlendinga sem koma hér til lands til þess að búa eða vinna spannst út í umræðu um eitthvað allt annað.
Það er alveg hárrétt að hin pólitíska umræða um útlendinga og innflytjendur á Íslandi hefur ekki verið sérstaklega margvíð hingað til. Á undanförnum tveimur áratugum hefur einfaldlega myndast ákveðin sátt um þessi mál og flestir flokkar og frambjóðendur hafa geta afgreitt þau með svipuðum, pólitískt réttum, hætti. En Frjálslyndir eru þar engin undantekning.
Innflutningur fólks af erlendum uppruna og samlögun þess að íslensku samfélagi er verkefni sem þarfnast meiri athygli en áður. En á forsendum hvers eigum við að nálgast það verkefni? Á forsendum hræðslu, fordóma og hafta? Eða forsendum upplýsingar, virðingar og frelsis? Og hvort er líklega til að skila árangri?
Síðastliðin mánudag voru 20 ár frá því að maður að nafni Alexander Chapman Ferguson tók við stjórnartaumunum á hinu fornfræga enska knattspyrnuliði Manchester United. Liðið mátti muna sinn fífil fegurri og ljóst var að nýr framkvæmdastjóri átti ærið verk fyrir höndum. Nú tuttugu árum síðar er löngu orðið staðfest að Ferguson var svo sannarlega rétti maðurinn í starfið.
Sumt fólk hefur gríðarlega mikla trú á sjálfu sér. Það er gott, ein verðmætasta eign hvers þjóðfélags er metnaðarfullt fólk uppfullt af óbeislaðri orku. En orkan er ekki alltaf vel nýtt.
…og hann kemur frá Austur-Evrópu og úr Kóraninum. Það virðist a.m.k. sem svo ef marka má umræðu síðustu daga.
Í Fréttablaðinu síðastliðin laugardag var haft eftir Ögmundi Jónassyni, þingmanni Vinstri grænna og formanni BSRB, að það væri vinnandi að senda viðskiptabankana úr landi til að geta aukið jöfnuð í samfélaginu, þannig að það fái nú örugglega ekki að njóta þess hversu vel fjármálafyrirtækjum landsins hefur gengið.
Vald fréttamiðla er mikið. Sú leið sem valin er við framsetningu tiltekinnar fréttar getur haft víðtæk áhrif, svo ekki sé minnst á röð af fréttum sem settar eru fram á sama hátt. Forsíða ónafngreinds fréttablaðs bar fyrir stuttu fyrirsögnina „Tólf útlendingar handteknir“. Slíkar fyrirsagnir eru alls ekki óalgengar, en fjöldi þeirra er til þess fallinn að móta og breyta skoðunum lesenda í garð heilla eða hálfra þjóðfélagshópa.
Samgönguráðuneytið undirbýr nú frumvarp til breytinga á umferðarlögum. Breytingarnar fela m.a. í sér harðari viðurlög við hraðakstursbrotum og þrepaskipt ökuleyfisréttindi. Í umræddu breytingafrumvarpi er margt gott að finna. Í því er t.d. lagt til að tekið verði sérstaklega hart á hraðakstursbrotum þegar ekið er á yfir tvöföldum hámarkshraða. En þar er einnig ýmislegt slæmt að finna.
Hann sagðist ekki ætla reyna að verða forsetaframbjóðandi á næstu árum. Núna nýlega hefur baráttan í þessu bandaríska prófkjöri breyst. Verður Hussein næsti forseti Bandaríkjanna?
All tént virðist Draumlandið liggja að baki Framtíðarlandinu. Framtíðarlandið saman stendur af fólki innblásnu af boðskap Andra Snæs í Draumlandinu, fólki sem hefur fengið sig fullsatt af stóriðju og virkjanaframkvæmdum, en sér sig ekki endilega sem vinstrivillinga í lopapeysum, kastandi skyri.
Frá árinu 1998 hefur bandaríska fyrirtækið Google vaxið úr þriggja manna samstarfi í bílskúr í Kaliforníu í 5.680 manna netfyrirtæki sem býður upp á öflugustu leitarvél í heimi. Leitarvélin er þó langt frá því hið eina sem fyrirtækið hefur upp á bjóða.