Frasistar

Það er alveg hárrétt að hin pólitíska umræða um útlendinga og innflytjendur á Íslandi hefur ekki verið sérstaklega margvíð hingað til. Á undanförnum tveimur áratugum hefur einfaldlega myndast ákveðin sátt um þessi mál og flestir flokkar og frambjóðendur hafa geta afgreitt þau með svipuðum, pólitískt réttum, hætti. En Frjálslyndir eru þar engin undantekning.

Það er alveg hárrétt að hin pólitíska umræða um útlendinga og innflytjendur á Íslandi hefur ekki verið sérstaklega margvíð hingað til. Á undanförnum tveimur áratugum hefur einfaldlega myndast ákveðin sátt um þessi mál og flestir flokkar og frambjóðendur hafa geta afgreitt þau með svipuðum, pólitískt réttum, hætti. En Frjálslyndir eru þar engin undantekning.

Leggja þarf aukna áherslu á íslenskukunnáttu innflytjenda til að auðvelda þeim
þátttöku í íslensku þjóðfélagi. Tryggja ber að þessi hópur njóti félagslegs jafnréttis
og geti tekið fullan þátt í samfélaginu, öllum til hagsbóta.

Íslenskt þjóðfélag mun í framtíðinni að hluta til verða myndað af hópum fólks
sem á rætur að rekja til ólíkra menningarheima. […]
tilkoma fólks af erlendu bergi brotið leiði[r] til víðsýni meðal þjóðarinnar og [eykur]
samkeppnishæfni hennar á alþjóðavettvangi. [Úr málefnahandbók Frjálslynda flokksins, janúar 2006]

Sem sagt, útlendingar eru fínir en það verður að taka vel á móti þeim. Já, og þeir ættu að læra íslensku. Frekar rökrétt allt saman. Þetta er svona eins og að prenta setninguna „hlúa ber vel að öldruðum“ inn í kosningabæklinginn sinn. Segir ekki neitt en samt kjósa allir að hafa þetta með.

Það má kannski segja það sama um málefni aldraða, útlendingamál og raunar mjög mörg önnur mál sem stjórnmálamenn taka sér fyrir hendur: umræðan verður oft ekki sérstaklega hnitmiðuð: Einhver einn kemur og segir að efla beri íslenskukennslu, einhver annar kemur segir það aðeins hærra, sá þriðji hneykslast á því hve illa það sé gert nú. Auðvitað þarf frekar að svara spurningum á borð við hver á að borga fyrir íslenskukennsluna, hver á að sjá um hana, hvernig á að umbuna þeim sem leggja á sig námið?

Það sem við þurfum ekki er enn einn frasinn á borð við „staldra ber við og huga að því hvernig samfélag við viljum að hér þróist.“ Í stað þess að fleygja fram fleiri fleiri kryptískum setningum gætu Jón og Magnús byrjað á því að svara spurningunni sjálfir:

Hvernig samfélag vilja þeir að hér þróist?

Hver veit nema að þeir svari með einhverri bombu á borð við: „Þróttmikið samfélag með duglegu fólki sem stolt er af arfleifð sinni og menningu.“ Eða eitthvað álíka konkret…

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.