Hussein næsti forseti Bandaríkjanna

Hann sagðist ekki ætla reyna að verða forsetaframbjóðandi á næstu árum. Núna nýlega hefur baráttan í þessu bandaríska prófkjöri breyst. Verður Hussein næsti forseti Bandaríkjanna?

Barack Hussein Obama Jr. fæddist í Honolulu(Hawaii) árið 1961. Hann er stjórnmálafræðingur og sérhæfður í alþjóðasamskiptum. Bætti einnig við gráðu frá Harvard Law School. Nokkrum árum seinna, 1996, var hann kjörinn þingmaður í ríkinu Illinoi. Demókratar fengu meirihluta á þingi þessu og Obama tók við ýmsum formannsstörfum og nefndarstörfum. Til dæmis hefur hann starfað mikið í utanríkisnefnd þingsins og hefur þannig séð náð sér í mikla og dýrmæta reynslu í alþjóðastjórnmálum með því að ferðast og fræðast um alþjóðastjórnmál. Obama hefur heimsótt og hitt leiðtoga í löndum eins og Jordaníu, Kuwait, Írak, Ísrael, Rússlandi, Úkraínu og Azerbaijan svo einhver lönd séu nefnd. Margir gagnrýndu George W. Bush og Bandaríkjamenn almennt fyrir að vera reynslulaus í alþjóðamálum. En ekki er hægt að segja það um Obama, langt frá því.

Málamiðlari, ungur og kraftmikill
Obama hefur einnig verið þekktur fyrir að vera málamiðlari, geta aflað sér stuðnings og starfað vel með bæði demókrötum og repúblikunum. Þetta er hæfileiki sem hefur ekki alveg verið rauði þráðurinn gegnum bandaríska forsetaembættið gegnum tíðina. Hann hefur tekið þátt í mörgum lagafrumvörpum og komið sínum málum í gegn. Obama er þekktur fyrir að vera “man of action”. Þannig séð á Obama sér bjarta framtíð í stjórnmálum og góða möguleika í prófkjörskosningum demókrata þótt hann sé ungur(sem þýðir í stjórnmálum: “reynslulaus”). Getum kannski til gamans sagt að hann sé einn “Guðlaugur Þór” þarna í stóru Bandaríkjunum. Þeir reyndu og gömlu vilja halda í embættin sín, en ungi Barack Obama hefur hingað til ekki látið við sér hreyfa.

Eitt annað áhugamál hans hefur verið að starfa í þágu fátækra í landi sínu, bæði sem stjórnmálamaður og sem háskólanemi í sjálfboðavinnu. Þetta er fjölskyldumaður og hann hefur mikla trú á því að bæta menntun í landinu og gefa öllum tækifæri til að ná árangri í lífi sínu.

Forsetaframbjóðandi?
Varðandi forsetaframboð, þá svaraði Obama þeirri spurningu neitandi í janúar á þessu ári. Hann ætlaði sér ekki að reyna að verða forsetaframbjóðandi Demókrata í næstu forsetakosningum, þar sem hann ætlar að klára sitt kjörtímabil sem senator. En núna nýlega í október sagði Obama eftirfarandi:

“I don’t want to be coy about this, given the responses that I’ve been getting over the last several months, I have thought about the possibility. But I have not thought […] about it with the seriousness and depth that I think is required. My main focus right now is in the ’06(Elections for the United States House of Representatives) and making sure that we take the Congress. […] after November 7, I’ll sit down […] and consider, and if at some point, I change my mind, I will make a public announcement and everybody will be able to go at me.”

Hann neitar þar með að taka afstöðu til málsins í dag, en ætlar að gefa frá sér tilkynningu eftir kosningarnar sem fara fram í bandaríkjunum á morgun, þriðjudag 7.nóvember. Sérfræðingar hafa sagt að Obama eigi meiri möguleika núna 2008 en til dæmis 2012 eða seinna. Ásamt Hillary Clinton er hann einn af þeim vinsælustu innan demókrataflokksinns. Ég er enginn sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, en það kæmi mér ekki á óvart ef Sentor Obama yrði President Obama. Annar möguleiki væri Hillary Clinton sem forseti og Obama varaforseti, sem ég persónulega hefði gjarnan vilja sjá standa með sigur í næstu forsetakosningum bandaríkjanna.

Eins og sést hér fyrir neðan, þá átti hann sér nokkuð öruggan sigur árið 2004. Hvort hann eigi eftir að eiga jafn öruggan sigur í næstu kosningum, eigum við nú bara eftir að sjá.

2004 general election for U.S. Senate
– Barack Obama (D), 70%
– Alan Keyes (R), 27%
– Albert J. Franzen (I), 2%
– Jerry Kohn (L), 1%

Sjálfsævisaga: Dreams from My Father : A Story of Race and Inheritance

Barack Obama í “The Daily show“

rej1@hi.is'
Latest posts by Reynir Jóhannesson (see all)