Ástir frjálslyndra hjóna

Hjónaskilnaður frjálslynda flokksins og Margrétar Sverrisdóttur er sérstök harmsaga. Það er sárt að skilja og erfið lífsreynsla.

Strákarnir okkar

Þessi pistill er ekki eins og aðrir pistlar skrifaðir um íþróttir á Deiglunni, aðallega vegna þess að sá sem þetta skrifar hefur ekki hundsvit á íþróttum, hvaða nafni sem þær nefnast. Ekki nóg með það heldur hefur ekki verið nokkur einasti áhuga á að breyta því ástandi. Almenn stefna hefur verið að hafa engar væntingar til íþróttakappleikja Íslendinga og verða þannig aldrei fyrir vonbrigðum, við erum jú bara 300 þúsund. Hvers er að vænta?

Heiður Tyrklands að veði

Lagagrein 301 í tyrkneskum hegningarlögum kveður á um að bannað sé að móðga heiður Tyrklands. Þrátt fyrir að stutt sé síðan að lögin voru sett, þann 1. júní árið 2005, hafa þegar um sextíu manns verið ákærðir fyrir brot á þessum lögum, þar á meðal fjölmargir rithöfundar og blaðamenn.

Aðlægt belti

Íslensk stjórnvöld hafa ekki verið sérlega feimin þegar kemur að samskiptum við önnur ríki um málefni hafsins. Það skýtur því skökku við að þau skuli ekki hafa tekið sér svokallað aðlægt belti sem hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna heimilar ríkjum að taka sér.

Stúdentakortin – of mikil vinna?

Stúdentakortakerfi Háskóla Íslands er orðið stærsta aðgangskortakerfi landsins. Stúdentaráð hefur prentað tæplega 3.500 Stúdentakort fyrir nemendur skólans og við þá tölu má svo bæta kortum starfsmanna. Vaka hefur haft veg og vanda að þessum kortum og er afar stolt af því verki, en svo virðist sem sumir telji þetta vera of mikla vinnu.

Fræðsla gegn fáfræði

Við í vestrænum heimi teljum okkur vera vel upplýst og erum í óðaönn að reyna að hjálpa þriðja heims ríkjum að losa sig undan fátækt, hungri og sjúkdómum. En er raunin sú að við séum búin að fræða landsbúa nóg? Þarf ekki meiri fræðslu?

Svalbarði

Þann 17. ágúst 2004 samþykkti ríkisstjórn Íslands að hefja undirbúning að því að vísa deilu Íslendinga og Norðmanna um síldveiðar á Svalbarðasvæðinu til Alþjóðadómstólsins í Haag. Ef af málssókninni verður er það í fyrsta sinn sem Ísland stefnir öðru ríki fyrir alþjóðadómstól.

Enn einn þáttur í gula melódramanu. Skyldi hetja vera í nánd?

Stjórn Strætó bs. ákvað nýverið að hækka gjaldskrá fyrirtækisins. Svo er komið að frá stofnun byggðasamlagsins árið 2001 hefur gjaldskrá Strætó hækkað um 100%, á meðan vísitala neysluverðs hefur einungis hækkað um tæp 25%. Gott og vel. Það er eðlilegt að samgöngur kosti (og mikilvægt að þær endurspegli raunkostnað eins nákvæmlega og hægt er). En má á móti búast við stóraukinni þjónustu samfara þessum hækkunum? Það er náttúrulegt að ætla það, en samt rökréttara að efast. Og þó ekki…

Handboltaflensan – HM0107

Handbolti handbolti handbolti. Stór hluti þjóðarinnar skemmtir sér nú yfir því að fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu á HM í þýskalandi. Hinir sem minni eða engan áhuga hafa á íþróttinni geta skemmt sér yfir því að fylgjast með tilfinningasveiflum samlanda sinna.

Áfram skröltir hann þó…

Umræður um almenningssamgöngur verða oft háfleygar deilur um gildi og réttmæti ríkisreksturs og hve miklum peningum eigi að eyða til þess að bæta eða efla kerfið. Á meðan skröltir strætó þó áfram hálftómur í umferðinni og þjónustustigið er í algeru lágmarki.

Vaka fagnar samstarfi í Stúdentaráði

Undanfarið ár hefur sú nýstárlega staða verið uppi á teningnum að Vaka og Röskva hafa átt í samstarfi í Stúdentaráði. Fyrir síðustu kosningar talaði Vaka fyrir því að traust samstarf við Háskólann, Stjórnvöld og aðra stúdenta væri lykilatriði. Vaka hefur staðið vel við sína plikt, en hvað með samstarfsaðilana?

Kosningar í Bangladesh

Fyrir íslenska stjórnmálamenn eru kosningar á fjögurra ára fresti álíka óumflýjanlegar og dauðinn. Því miður er það ekki svo alls staðar í heiminum.

Áhrif óhljóða á mannkynið

Vísindamaðurinn Trever Cox hefur í fjölda ára rannsakað áhrif óhljóða á manneskjur. Nýleg rannsókn Cox sem gerð var á vegum Salford háskóla í Manchester á Englandi sannar að hljóðið sem heyrist þegar kastað er upp er það óþægilegasta sem fólk heyri.

Efnahagslögsagan

„Eins og allir vita lauk þessum þremur þorskastríðum öllum á einn veg: Með fullum sigri Íslendinga. Stefna þeirra sigraði einnig á alþjóðavettvangi, þrátt fyrir mjög harða andstöðu margra voldugra þjóða.“

19, 20, 21 …

Nýlega var lagt fram á Alþingi frumvarp um hækkun bílprófsaldurs upp í átján ár. Ein helstu rök fyrir slíkum breytingum eru oft þær að ökumenn á aldrinum 17-18 ára valdi hlutfallslega flestum umferðarslysum.

Innovit

Nýverið var Innovit stofnað af nokkrum stúdentum við Háskóla Íslands sem allir eiga það sameiginlegt að starfa innan Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Innovit er hugmynd stúdenta að nýsköpunar- og frumkvöðlasetri við Háskóla Íslands.

Glæsilegt framtak Vöku

Í dag hefjast Rannsóknadagar Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þarna er um að ræða mjög viðamikla kynningu á tæplega 60 rannsóknaverkefnum nemenda við Háskóla Íslands. Dagskráin er öll hin glæsilegasta og geta aðstandendur Rannsóknadagana borið höfuðið hátt.

Hljómfögur þvæla

Um þessar mundir er mjög móðins að ræða umbætur á starfi Sameinuðu þjóðanna. Í því samhengi nefna menn og konur iðulega þörfina fyrir að fjölga aðildarríkjum sem eiga sæti í öryggisráði samtakanna og jafnvel þeim ríkjum sem geta beitt neitunarvaldi. Sú hugmynd að fjölga ríkjum með neitunarvald er illframkvæmanleg og þar að auki óskynsamleg.

Að vinna meira og meira og gera minna og minna

Íslendingar tala oft mikið um það hversu rík þjóð við erum en helst er notaður mælikvarðinn Verg landsframleiðsla á mann á ári. Þessi tala gefur ekki rétta mynd af Íslandi og sýnir illa fórnarkostnaðinn við þessa miklu landsframleiðslu á mann á ári.

Framtíð frjálslyndra

Átök innan Frjálslynda flokksins undanfarnar vikur og mánuði hafa líklega ekki farið framhjá neinum. Það boðar sjaldan gott þegar stjórnmálaflokkar nánast klofna þegar forystan er valin, en í þessu tilviki virðist einmitt nokkur hætta á að flokkurinn sleppi ekki óskaddaður.