Áhrif óhljóða á mannkynið

Vísindamaðurinn Trever Cox hefur í fjölda ára rannsakað áhrif óhljóða á manneskjur. Nýleg rannsókn Cox sem gerð var á vegum Salford háskóla í Manchester á Englandi sannar að hljóðið sem heyrist þegar kastað er upp er það óþægilegasta sem fólk heyri.

Vísindamaðurinn Trever Cox hefur í fjölda ára rannsakað áhrif óhljóða á manneskjur. Nýleg rannsókn Cox sem gerð var á vegum Salford háskóla í Manchester á Englandi sannar að hljóðið sem heyrist þegar kastað er upp er það óþægilegasta sem fólk heyri. Auk þess kom það í ljós að konur eru mun viðkvæmari fyrir hljóðum en karlmenn. Greinarhöfundur er fyllilega sammála með æluhljóðin, þrátt fyrir að hans mati sé lyktin og meðfylgjandi viðbjóður meira vandamál.

Að undanförnu hefur nærri hálf milljón manna tekið þátt í könnun á heimasíðu háskólans þar sem hægt er að hlusta á óþægileg hljóð. Í ljós kom að konur hafa minna þol gegn óþægilegum hljóðum en karlmenn og gáfu konur 25 af 35 óhljóðum, sem fólk var látið hlusta á, verri einkunn en karlmenn. Undantekning var þó á barnsgrætri, sem körlum þótti mun óþægilegri en konum. Að mati þátttakenda í rannsókninni voru tíu eftirfarandi óþægilegustu hljóðin þessi:
1. Karlmaður kastar upp
2. Ískur í hljóðnema
3. Barnagrátur (mörg börn)
4. Marr í togvindu
5. Marr í vegasalti
6. Spilað falskt á fiðlu
7. Hljóð í „fretblöðru“
8. Barnsgrátur (eitt barn)
9. Rifrildi
10. Suð í háspennulínum

Að sögn Trever Cox hefur hann mikinn vísindalegan áhuga á því að vita hvernig fólk bregst við tilteknum hljóðum, hvernig það er forritað fyrir mismunandi óhugnanlegum hljóðum líkt og æluhljóðum. Rannsóknin leiddi einnig í ljós, að fólki þótti ákveðin hljóð óþægilegri ef myndir fylgdu með. Þannig þótti hljóð í tannbor mun óþægilegra ef mynd af bornum sást þegar hljóðið heyrðist en ef hljóðið heyrðist skýringalaust. Þetta skilur greinarhöfundur vel en hvar eru ógeðslegu hljóðin líkt og nagla-ískur á krítartöflu, óendalegt tuð í samstarfsmönnum eða skrap innan úr ísboxi með plast skeið….úff þvílík óhljóð!!

En miðað við það sem að framan hefur komið þá vil ég endilega benda þeim aðilum sem hafa íhugað að sletta úr klaufunum um helgina og fá sér í aðra tána að eftirfarandi hlutir gætu hent þá ef drukkið er of mikið. ,,Þú kastar upp, sefur hjá og býrð til barn sem leiðir til barnagráturs, gætir jafnvel eignast tvíbura sem framkallar grátur tveggja eða fleiri barna, pirringur og rifrildi blossa upp við alla í kringum þig og úr kemur þessi líka óhjákvæmilegu óhljóð.

Hugsið ykkur því vel um áður en þið takið glasið í hönd og gleðilega óhljóðalausa helgi :o)

Latest posts by Sesselja Dagbjört Gunnarsdóttir (see all)