Vaka fagnar samstarfi í Stúdentaráði

Undanfarið ár hefur sú nýstárlega staða verið uppi á teningnum að Vaka og Röskva hafa átt í samstarfi í Stúdentaráði. Fyrir síðustu kosningar talaði Vaka fyrir því að traust samstarf við Háskólann, Stjórnvöld og aðra stúdenta væri lykilatriði. Vaka hefur staðið vel við sína plikt, en hvað með samstarfsaðilana?

Undanfarið ár hefur sú nýstárlega staða verið uppi á teningnum að Vaka og Röskva hafa átt í samstarfi í Stúdentaráði. Fyrir síðustu kosningar talaði Vaka fyrir því að traust samstarf við Háskólann, Stjórnvöld og aðra stúdenta væri lykilatriði. Vaka hefur staðið vel við sína plikt, en hvað með samstarfsaðilana?

Það runnu tvær grímur á marga þegar tilkynnt var eftir síðustu kosningar til Stúdentaráðs að Vaka og Röskva hefðu náð samkomulagi um starfið í ráðinu á komandi ári. Sumir urðu ánægðir en aðrir urðu furðu lostnir. Flestir áttu það þó sameiginlegt að vera mjög forvitnir um framvindu mála í Stúdentaráði. Gætu Vaka og Röskva unnið saman, eða myndi starf ráðsins leysast upp vegna þrotlausrar baráttu milli fylkinganna?

Fyrir kosningarnar á síðasta ári talaði Vaka fyrir því að vinna vel með bæði Háskólanum, stjórnvöldum og öðrum stúdentum. Það var, og er, skoðun Vöku að með samstarfi og málefnalegum en rökvissum málflutningi náist lang bestur árangur í hagsmunabaráttu stúdenta. Það er nefnilega staðreynd að enginn tekur mark á fólki sem hrópar, kallar og lemur í borðið með óraunhæfar kröfur. Það má einnig benda á að þetta er alls ekki ný afstaða hjá Vöku eins og svo margir vilja halda. Þegar Vaka vann aftur meirihluta í Stúdentaráði árið 2002, eftir tólf ára viðveru í minnihlutanum, bauð Vaka þáverandi minnihluta formennsku í nokkrum nefndum á vegum Stúdentaráðs. Það er skemmst að segja frá því að því boði var hafnað.

“Góðar hugmyndir eru góðar hugmyndir – alveg sama hvaðan þær koma”. Þessi setning er ein af þeim setningum sem undirrituðum er hvað minnisstæðust úr stofukynningum (stuttar heimsóknir í námskeið til að kynna stefnumál) Vöku á síðasta ári. Vökuliðar hafa lagt sig alla fram við að halda slíkum vinnubrögðum á lofti allt síðasta árið innan Stúdentaráðs. Góð dæmi um slík mál þar sem samstarf hefur verið gott eru til dæmis meðmælin (sjá hér ) og uppsetningu skiltis (sjá hér ) til að vekja stjórnmálaflokkana til umhugsunar um byggingarlóðir fyrir stúdentagarða.

Það kemur undirrituðum því spánskt fyrir sjónir nú að ýmsir Röskvuliðar eru á bloggum sínum að hnýta í framkvæmd Vöku á nokkrum mjög mikilvægum málum fyrir stúdenta. Það hefði verið mun meira í anda samvinnu og samstarfs að hjálpa til í stað þess að bíða átekta og reyna að gagnrýna framkvæmdirnar rétt fyrir kosningar. Í síðustu viku voru til dæmis Rannsókndagar Stúdentaráðs (ransoknadagar.hi.is ) haldnir með miklum glæsibrag og fyrr í mánuðnum var Innovit (www.innovit.is) stofnað. Bæði þessi mál eru frábært dæmi um framtakssemi Vökuliða, enda nær eingöngu Vökuliðar sem komu að þessum málum.

Þessi tvö dæmi hér að ofan, Rannsókndagarnir og Innovit, eiga sér hins vegar fleira sameiginlegt en að vera frábær dæmi um framtakssemina og kraftinn í Vökuliðum. Þau voru bæði kynnt í starfsnefndum Stúdentaráðs fyrir meira en hálfu ári síðan. Þar fengu þau lítinn hljómgrunn hjá öðrum fylkingum og unnu Vökuliðar því áfram að málunum. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um athugasemdir og aðstoð við þessi verkefni voru viðbrögðin engin – fyrr en korteri í kosningar. Sem dæmi var hugmyndin um Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur, kynnt bæði í hagsmunanefnd og atvinnulífsnefnd ásamt því sem drög að viðskiptaáætlun Innovit voru afhent oddvita Röskvu fyrir tæpum fjórum mánuðum. Hvort heldur sem um er að ræða samskiptaleysi eða áhugaleysi annarra fylkinga í þessu máli er ljóst að framkvæmd og vinna að þessu máli sem og Rannsóknadögunum var nánast undantekningalaust í höndum Vökuliða. Til að gæta fullrar sanngirni, þá ber þó að taka fram að fulltrúi Háskólalistans í atvinnulífsnefnd stóð sig með miklum sóma í undirbúningi Rannsóknadaganna. Það væri óskandi að slíkt framtak hefði sést frá fleiri en einum aðila hinna fylkinganna.

Vaka fagnar því að aðrar fylkingar hafi nú séð að sér rétt fyrir kosningar og séu tilbúnar að vinna með Vökuliðum að málum sem þessum. Vaka hefur allt árið lagt áherslu á að koma góðum hugmyndum í framkvæmd í samstarfi við aðra. Þessu mun Vaka að sjálfsögðu halda áfram ef umboð stúdenta fæst eftir kosningarnar sem fram fara þann 7. og 8. febrúar næskomandi.

Latest posts by Andri Heiðar Kristinsson (see all)