Strákarnir okkar

Þessi pistill er ekki eins og aðrir pistlar skrifaðir um íþróttir á Deiglunni, aðallega vegna þess að sá sem þetta skrifar hefur ekki hundsvit á íþróttum, hvaða nafni sem þær nefnast. Ekki nóg með það heldur hefur ekki verið nokkur einasti áhuga á að breyta því ástandi. Almenn stefna hefur verið að hafa engar væntingar til íþróttakappleikja Íslendinga og verða þannig aldrei fyrir vonbrigðum, við erum jú bara 300 þúsund. Hvers er að vænta?

Þessi pistill er ekki eins og aðrir pistlar skrifaðir um íþróttir á Deiglunni, aðallega vegna þess að sá sem þetta skrifar hefur ekki hundsvit á íþróttum, hvaða nafni sem þær nefnast. Ekki nóg með það heldur hefur ekki verið nokkur einasti áhuga á að breyta því ástandi. Almenn stefna hefur verið að hafa engar væntingar til íþróttakappleikja Íslendinga og verða þannig aldrei fyrir vonbrigðum, við erum jú bara 300 þúsund. Hvers er að vænta?

Eftir leikinn við Dani var viðtal við danska þjálfarann, þar sagði hann að sá leikur hefði veri besta mögulega kynning á íþróttinni og þar hafði hann svo sannarlega í lög að mæla. Sama hversu lítill áhugi var á íþróttum var ekki hægt að lifa sig ekki inn í leikinn. Spennan var bara of mikil, frá því að vera undir og yfir í að missa hvert tækifæri á fætur öðru til að klára leikinn. Já og svo var þetta bara allt í einu búið. Ekkert hægt að gera lengur til að redda þessu… ekki nema bölva þessum sem missti boltann eða hinum sem skaut í stöngina.

Nafnið í blíðu og stríðu á nokkuð vel við stuðningsklúbbinn, “Strákanir okkar”, hafa náð að sveiflast á milli þess að vera í blíðu eða stríðu. Einnig hafa menn líst þessu nokkuð vel með því að tala um íslenska veðrið. Reyndar held ég að ef þetta væri íslenska veðrið væri yfireitt snjór í ágúst og flórídaveður í desmber. Amk. byrjaði sólin alltaf að skína þegar maður síst átti á því von, en svo rigndi bara þegar sólin átti að koma.

Þetta hefur verið áhugaverð reynsla að fylgjast með keppninni, nú veit maður að það eru til leikkerfi sem heita Júkki og Svíi, ekki það að ég viti fyrir mitt litla líf hvað þetta gangi út á. Ég hef lært að þjóðsöngurinn er mun meira töff spilaður á tvöföldum hraða. Ég hef líka lært að það kemur maður í manns stað og það hélt áfram að vera til lið í handbolta eftir að Siggi Sveins, Kristján Ara og Alfreð Gíslason hættu. Ég lærði meira að segja nokkur nöfn, sem ég hafði aldrei heyrt áður eins og Peterson og Logi Geirsson (af ofangreindum ástæðum).

Ég hef líka lært að myndtökumennirnir sem hafa verið í vinnu þarna, hafa álíka mikla þekkingu á handbolta og ég. Alla vegna virðast þeir ekki vita að myndavélin á að elta boltann… nema að það sé eitthvað meira að gera annarsstaðar. Þeir virðast hins vegar oft vera að fókusera á auglýsingaskiltin, gólfin, veggina eða loftið.

Það er alla vega ljóst að handboltinn er fínasta skemmtun, og ólíkt sem hefur hingað til verið að maður afskrifar þessi íslensku lið áður en haldið er á mótið, finnur maður kannski dagskrána og kynnir sér hvenær Íslendingar spila.

Áfram Ísland.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.