Af forsetaefnum – fyrri hluti

Nú er baráttan um sæti forsetaefna bandarísku stjórnmálaflokkanna hafin af fullri alvöru og margir um hituna. Hér er fjallað um helstu vonbiðla Repúblikanaflokksins.

Mistök aldarinnar

Góðir Íslendingar, því miður hefur okkur mistekist. Ég er að velta fyrir mér hvort einhver þorir að viðurkenna það og leiðrétta mistökin.

Ísland stenst prófið um jöfnuð

Nýleg úttekt Hagstofunnar á tekjudreifingu Íslendinga bendir til þess að hér sé jöfnuður með því mesta sem þekkist í Evrópu. Rannsóknin var liður í samræmdri lífskjararannsókn í Evrópu og hljóta, ásamt mikilli kaupmáttaraukningu, að gefa vísbendingar um að við séum á réttri leið, þó stjórnarandstaðan virðist vera á öðru máli.

Er tími til kominn að þvera Skerjafjörðinn?

Þrátt fyrir að vera margra áratuga gömul hugmynd er þverun um Skerjafjörð enn ekki komin á dagskrá yfirvalda. Það er margt sem bendir til að hún myndi hafa í för með sér verulegan ávinning fyrir samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins og þróun borgarinnar sjálfrar. Samt er ekki svo mikið sem píp um hana í neinni opinberri áætlun. Hvorki nýjum né gömlum. Hvernig stendur á því? Og er kominn tími til að breyta því?

Blóði drifin saga Baader-Meinhof

Deilur hafa risið í Þýskalandi yfir því að einum af leiðtogum vestur-þýska hryðjuverkahópsins Baader-Meinhof verður sleppt úr fangelsi í mars og annar óskar eftir náðun. Blóðug barátta hópsins gegn kapítalisma og heimsvaldastefnu á áttunda og níunda áratugnum er mörgum Þjóðverjum í fersku minni.

Hvað á RÚV að þýða?

Hin virtu bresku BAFTA verðlaun voru veitt við hátíðlega athöfn í Lundúnum í gær. Herlegheitin voru sýnd í sjónvarpi allra landsmanna og segja má að íslenski þulurinn hafi sett nokkurn svip á útsendinguna.

Jólagjöf sem lifir

KB banki eins og bankinn hét þá virðist hafa verið mjög seinheppinn í vali á jólagjöf fyrir viðskiptavini sína. Alla vegana hefur umræðan um gjöfin staðið nú um tveggja mánaðaskeið og ýmsir ekki sáttir.

Að verðmeta fólk

Oft á tíðum getur verið erfitt að meta verðgildi hluta og fæst erum við sennilega sammála um hvaða aðferðir eru notaðar og hver niðurstaðan verður. Það hlýtur að teljast enn flóknara að verðleggja manneskjur og hvað þá heilu þjóðirnar. Hvernig verður t.d. 35 ára áströlsk kona skyndilega metin á 143 milljarða íslenskra króna?

Forseti Hvíta-Rússlands vill taka upp evru og verða eins og Svíþjóð

Formaður Samfylkingarinnar og forseti Hvíta-Rússlands eiga meira sameiginlegt en mætti halda við fyrstu sýn: Bæði virðast þau hafa mikinn áhuga á Svíþjóð og upptöku evrunnar.

Hví varð allt svo glatt við helfregn þína?

Það er lenska þessa dagana að stofna sérframboð fyrir þingkosningar í vor. Framtíðarlandið-þeir sem vilja vernda náttúruna til framtíðar-hugði lengi á framboð og ekki eru öll kurl komin til grafar með hugsanlegt klofningsframboð hluta þeirra.

Nýttu kosningarétt þinn

VakaÍ gær hófust kosningar til Stúdentaráðs og Háskólafundar í Háskóla Íslands. Kosningaþátttaka hefur löngum verið dræm í þessum kosningum, en hvers vegna? Finnst stúdentum hagsmunabarátta engu máli skipta? Er hún kannski tilgangslaus þegar öllu er á botninn hvolft?

Össur og Chavez

Váleg tíðindi berast frá Venesúela. Þann 31. janúar samþykkti þing Venesúela að veita forseta ríkisins, Hugo Chavez, völd til að stjórna með tilskipunum næsta hálfa annað árið, á meðan hann reynir að gera að veruleika þjóðnýtingaráform sem eiga að veru lykillinn að vinstribyltingunni sem hann vill gera.

Eftirlitsmyndavélar með veggjakroti

Þó það sé hægt að réttlæta hvert og eitt skref á leiðinni er óréttlætanleg sú átt sem skrefin feta. Það væri ömurlegt að búa í miðborginni ef eftirlitsmyndavélar fylgdust með hverju fótmáli fólks. Það vill enginn vera fangi í miðborginni þó að hún sé öruggari. Líf án frelsis er ekki fýsilegt, þó það sé öruggt.

Sýn Vöku á starf Stúdentaráðs

Undanfarið hefur hlutverk Stúdentaráðs HÍ verið mikið í umræðunnii og eru fylkingarnar sem þar bjóða sig fram ekki sammála um hvert skuli stefna. Vaka hefur mjög skýra mynd af því hvert hlutverk ráðsins eigi að vera og hvernig sé hægt að bæta ásýnd þess og virkni innan sem og utan skólans.<%image(myndafhaskoli.jpg|290|218|myndafhaskoli.jpg)%>

Frakkland elítunnar

Það er ljóst að næsti forseti Frakklands verður nýr af nálinni. Ségoléne Royal, frambjóðandi sósíalista gæti orðið fyrst kvenforsetinn og Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægri manna, gæti orðið fyrsti innflytjandinn til að verða forseti. Undir stjórn hvers eiga Frakkar möguleika?

Stórt skref fyrir stúdenta

Í gær var stórt skref stigið í húsnæðismálum stúdenta þegar formaður Stúdentaráðs og oddviti Vöku, Sigurður Örn Hilmarsson, skrifaði undir viljayfirlýsingu ásamt borgarstjóra um fleiri lóðir fyrir stúdentagarða. Þessi árangur er afrakstur þeirrar aðferðafræði sem Vaka hefur lagt áherslu á undanfarin ár

Af hverju þetta væl?

Fyrirsögnin á leiðara nýjast heftis vikublaðsins The Economist gæti allt eins verið beint til Íslendinga. Titilinn er You´ve never had it so good og fjallar greinin um hvernig það megi vera þrátt að fyrir alla velgegni Breta á nær öllum sviðum samfélagsins þá eru þeir samt sem áður óánægðir og fúlir. Þetta hljómar eitthvað kunnuglega.

… svo lengi sem það skaðar ekki aðra

Næsta sumar verður orðið bannað að reykja á skemmtistöðum. Líkt og mörgum öðrum óreykjandi hægrimönnum, hefur mér reynst þetta mál dálítið erfitt. Annars vegar hlakkar maður til þess að geta notað sömu fötin tvo daga í röð, en hins vegar vill maður ekki að vinum manns finnist maður vera einhver helvítis kommúnisti.

Ríkisstjórn VG og Frjálslyndra?

Eftir að Magnús Þór vann varformannskosningarnar í Frjálslyndum og Margrét gekk úr flokknum varð skýr breytingin. Nýtt Afl komið sterkt inn í flokkinn og Reykjavíkur armur flokksins að fjara út úr honum. Vissulega eftir þessa atburði mun stefna flokksins breytast eins og gengur og gerist þegar nýtt fólk kemur inn og gamla fer út.

Myndbirting Morgunblaðsins í gær og hlutverk dómstóla

Myndbirting Morgunblaðsins af dómurum Hæstaréttar, í gær föstudag, er hverjum þeim fjölmiðli sem taka vill sig alvarlega til skammar. Ákvörðun ritstjórnar blaðsins hlýtur að bera annað hvort vitni um lítinn og lélegan skilning á hlutverki dómstóla, dómara og þrískiptingu ríkisvalds, eða vitni þess að um ógeðfellda tilraun sé að ræða, til þess að gera dómara sem kváðu upp dóm í kynferðisbrotamáli sl. fimmtudag persónulega ábyrga fyrir niðurstöðu dómsins.