Ríkisstjórn VG og Frjálslyndra?

Eftir að Magnús Þór vann varformannskosningarnar í Frjálslyndum og Margrét gekk úr flokknum varð skýr breytingin. Nýtt Afl komið sterkt inn í flokkinn og Reykjavíkur armur flokksins að fjara út úr honum. Vissulega eftir þessa atburði mun stefna flokksins breytast eins og gengur og gerist þegar nýtt fólk kemur inn og gamla fer út.

Ríkisstjórn VG og Frjálslyndra?

Eftir að Magnús Þór vann varformannskosningarnar í Frjálslyndum og Margrét gekk úr flokknum varð skýr breytingin. Nýtt Afl komið sterkt inn í flokkinn og Reykjavíkur armur flokksins að fjara út úr honum. Vissulega eftir þessa atburði mun stefna flokksins breytast eins og gengur og gerist þegar nýtt fólk kemur inn og gamla fer út. Eitt aðalmál þeirra sem eru nýjir íflokknum sem um ræðir eru málefni innflytjenda, en hvað hefur breyst?

Munurinn á ályktunum um málefni nýbúa á landsþingi Frjálslyndra 2003 og 2007 er mjög greinilegur.

Í ályktuninni frá 2003 er talað um að þeir sem flytji til landsins þurfi stuðning til að aðlagast íslensku umhverfi en á sama tíma eigi að tryggja að þeirra eigin mennig fái að njóta sín. Þeir tala svo um að yfirvöldum beri að upplýsa þennan þjóðfélagshóp um réttindi sín og í framhaldi að því verði áfram unnið að uppbyggingu Alþjóðahúss og fjölmenningarsetra.

Aftur á móti hafa Frjálslyndir aukið vægi innflytjendamála til muna þegar litið er til ályktaninnar sem kom út í ár. Í henni er talað um strangt eftirlit með komu erlends verkafólks inn á vinnumarkað okkar, flokkurinn ætlar sér að nýta þær heimildir sem eru gefnar í EES-samningnum um að takmarka innflutnings fólks til landsins ef þeir komast til valda. Orð rétt segir í ályktuninni ,,Yfirvöld verða á öllum tímum að hafa stjórn á því hverjir og hvað margir innflytjendur koma til landsins.” Þá hlýtur maður að spyrja eigum við að velja fólk inn í landið okkar? Hverjar eru þá kröfurnar? Kannski að Frjálslyndir svari því fyrir okkur.

Ef litið er á þessar tvær ályktanir er ljóst að Frjálslyndir vilja tala um þessi mál og þeir telja að vissulega sé mikilvægt að fólk vilji koma hingað. Eitt sem ég tók eftir var árið 2003 var mjög mikilvægt að tryggja að menning nýbúa fái að njóta sín en árið 2007 er ekkert minnst á menningararfleið þeirra sem koma til landsins. Hver er ástæðan fyrir því? Gæti hún verið sú að Frjálslyndir séu hræddir um að menningararfleið fólksins sem vill setjast að hér samræmist ekki skoðunum þeirra?

En í raun er fátt sem fær mann til að arga í ályktunum þeirra um málefni innflytjenda ef maður hefði ekki heyrt málflutning Guðjóns Arnars, Magnús Þórs og félaganna úr Nýju Afli. En ef eitthvað er að marka settningar ræðu Guðjóns Arnars á nýafstöðnu landsþingi Frjálslyndra þá sér maður að margt ber að varast.

Hann lagði megináherslu í ræðu sinni á þennan málaflokk og til þess á stikla á stóru sagði hann m.a. ,,Unnið verði að því að staða þess starfsfólks sem þegar er komið til landsins verði könnuð, fjölskylduhagir og áform þeirra í næstu framtíð varðandi hugsanlega framtíðarbúsetu á Íslandi.” Þar felur hann fordómana í því að segja beint á eftir að það sé til þess gert að kanna t.d. fjölgun skólabarna. En beint á eftir því segir hann að brýnt sé að athuga hvort fólk sem vill setjast hér að í lengri eða skemmri tíma hafi hugsanlega sakaferla.

Greinilegt er að Frjálslyndir vilja hafa hreint samfélag, sem minnir helst á mjög hátt skrifaðan háskóla þar sem þarf eftirfarandi til að komast að; góð meðmæli, góðar einkunnir, visst mikið af félagsstarfi og samfélagsþjónustu, góða fjárhagsstöðu og auðvitað skara fram úr í einni íþrótt eða svo. Er þessi málflutningur farinn að hljóma eins og Frjálslyndir vilji strangt eftirlitssamfélag.

Eru Frjálslyndir efnilegir í ríkisstjórnarsamstarf?

Steingrímur J. Sigfússon gaf líklega mörgum flokksmönnum sínum vægt sjokk í gær vegna ummæla sinna um að hann útilokaði ekki samstarf við Frjálslynda eftir næstu kosningar. Hann segir það velta á áherslum Frjálslynda flokksins í kosningabaráttunni hvort sér hugnist stjórnarsamstarf við flokkinn eftir kosningar í vor. Sér hann ekki að það skiptir ekki máli hvað Frjálslyndir leggja áherlsu á í kosningunum. Það sem skiptir máli er hvað þeir hafa sagt hingað til í þessum málefnum innflytjenda og ef hann sér það ekki þá er hann ekki er hann langt frá því að vera hæfur til að leiða ríkisstjórn.

Að lokum velti ég fyrir mér ef Frjálslyndir væru við völd og ég væri útlendingur sem vildi setjast hér að, myndi ég uppfylla kröfur þeirra?

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.