Mistök aldarinnar

Góðir Íslendingar, því miður hefur okkur mistekist. Ég er að velta fyrir mér hvort einhver þorir að viðurkenna það og leiðrétta mistökin.

Góðir Íslendingar, því miður hefur okkur mistekist. Ég er að velta fyrir mér hvort einhver þorir að viðurkenna það og leiðrétta mistökin.

Þessi mistök sem ég er að draga upp á yfirborðið hér eru varla falin eða gleymd. Ég er heldur ekki að halda því fram að mínar ábendingar séu ný vísindi. Vandamálið er kæri lesandi, svokallaða nýja þjóðarsjúkrahús(LSH).

Umferðarteppur og mengun
Rífa skal Læknagarð, BSÍ og bensínstöðina við Hringbraut. Má nefna að nýlega var verið að opna þessa nýju bensínstöð. Ég verð að segja þér kæri lesandi, að ég hef verulegar áhyggjur af þessu máli. Nú á dögum getum við séð að umferðin er nú þegar orðin of umfangsmikil, bílastæðamálin erfiðari með hverjum degi og umferðarteppur ein á eftir öðrum. Þetta er bæði óheppilegt fyrir umhverfið, með aukinni mengun(umferðateppur menga mikið), fyrir starfsmenn LSH ásamt því að þetta hlýtur að vera meira en áhyggjumál fyrir neyðarþjónustuna. Maður hefur séð lögregluna loka Miklubraut á venjulegum degi í miðri viku til að koma sjúkrafluttningi óhindrað til sjúkrahússins. Þúsundir starfsmenn, sjúklingar og aðstandendur heimsækja stofnunina á hverjum degi, og hefði önnur staðsetning verið mun heppilegri til að geta haft hana aðgengilegri.

Hver einasti óbreytti borgari á að geta séð hversu óheppileg staðsetning er á þessu blessaða sjúkrahúsi. Að hafa stærstu heilbrigðisstofnun landsins í 101 Reykjavík var kannski ekki vandamál á síðustu öld, enda þá upphaflega í útjaðri íbúabyggðar. Aðstæður eru allt aðrar í dag, og hugsanlega væri tími til kominn að þessi stofnun færi aftur í útjaðar Reykjavíkur. Með nægilegt landrými til að þróast á þeirri öld sem hafin er.

Þjónustusvæði Íslendinga=101 Reykjavík?

© C.F. Möller arkitektar

Þegar við þróum stærstu heilbrigðisstofnun landsins, þá verður að vera nægilegt landsvæði fyrir áframhaldandi þróun eftir þörfum sjúkrahússins og kröfum landsmanna á hverjum tíma. Það er þess vegna fráleitt að hafa ákveðið að þróa LSH í 101 Reykjavík. Í miðborg borgarinnar, dýrustu lóðirnar og flóknasta umferðaumhverfi. Það er mikilvægt að við getum þróað LSH alla þessa öld, því miklar breytingar verða á okkar samfélagi með bæði fólksfjölgun, breyttum kringumstæðum og nýjum kröfum sem verða til. Einnig verðum við að taka tillit til fólksdreifingarinnar. Ekki stækkar Reykjavík innávið heldur útávið. Hafa skipuleggjendur tekið til greina fólksfjöldan sem nú býr í hverfum Breiðholts, Árbæjar, Kópavogs, Hafnafjarðar, Grafarholts og svo framvegis? Hvern er verið að eltast við að þjónusta?

En þetta hefur allt verið ákveðið af stjórnendum okkar og virðist lítið vera hægt að gera við þessu í dag. Áætlað er að hefja framkvæmdir á næsta ári.

Nýtt Háskólasjúkrahús við Hringbraut:
Af hverju þarf nýtt sjúkrahús?
Staðsetning

Einnig er hægt að nálgast þarfagreiningu, önnur skipulagsmál og fleira á sömu vefsíðu fyrir þá sem hafa áhuga á því.

rej1@hi.is'
Latest posts by Reynir Jóhannesson (see all)