Jólagjöf sem lifir

KB banki eins og bankinn hét þá virðist hafa verið mjög seinheppinn í vali á jólagjöf fyrir viðskiptavini sína. Alla vegana hefur umræðan um gjöfin staðið nú um tveggja mánaðaskeið og ýmsir ekki sáttir.

Jólagjöf Kaupþings virðist ætla að lifa eitthvað fram á árið, því miður fyrir þá er umræðan mjög neikvæð. Jólagjöfin er ekkert að slá í gegn hjá viðskiptavinum, aldrei áður hefur verið jafnmikil umræða um jólagjöf sem fyrirtæki hefur viðskiptavinum sínum, yfirleitt hefur fólk bara þakkað fyrir sig.

Umræðan fór af stað strax í jólaboðunum, þar sem menn ræddu sín á milli hvernig gekk að átta sig að svarta tauið var ekki bara skóhlíf, húfa eða ofnvettlingur, heldur brauðkarfa.

Bloggsamfélagið tók sig líka til og úthúðaði körfunni, meðala annars með því að velta fyrir sér hvort grátandi auglýsingar sem birtust á sama tíma væri starfsmaðurinn sem sá um jólagjöfina í ár. Hann hefði verið rekin fyrir þessi PR mistök. Eina jákvæða sem menn sáu var að það var KB sem gaf körfuna, svona rétt áður en þeir skiptu um nafn.

Nöldurhorn blaðanna loguðu líka af umræðu og er sú umræða ekki enn þá hætt því að í byrjun mánaðarins birtist enn á ný umfjöllun um þetta tau. Í þessum blöðum hefur ýmsum sjónarmiðum verið velt upp varðandi körfurnar, allt frá því að velta fyrir sér tilganginum, af hverju allir fengu ekki körfuna, að sjálfsögðu vangaveltur um af hverju þeir lækkuðu ekki vextina og að lokum að það væri heimsfrægur hönnuður sem hefði hannað körfuna.

Umræðan ætlar því ekki að taka neinn endi og nú tæplega 2 mánuðum eftir jól, eru menn enn að velta fyrir sér þessari jólagjöf. Sumir hafa sagt að slæm umræða sé betri en engin umræða, ef svo er þá er þetta ofur-jólagjöf hjá Kaupþingsmönnum.

Sumir hinna bankanna sluppu ekki alveg úr þessari umræðu, t.d. virðast frekar litlar líkur að húsmæður í vesturbænum dragi fram kökudiskinn og spaðann velmerktan Spron. Kökuboð í boði banka virðist ekki vera inni þessa dagana. Aðrir bankar virðast hafa sloppið betur úr þessu, bara senda ekkert (og græða meira) eða senda bara eitthvað stundargaman eins og ostakörfu.

Vonandi fyrir bankann mun umræðan hætta, og karfan fari annað hvort í notkun, geymsluna eða ruslið. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hvað bankinn mun býður viðskiptavinum sínum upp á næsta ári. Það er alveg ljóst að einhver annar mun vinna í málinu en sá sem sá um þetta í ár.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.