Fyrir þingkosningar 1999 heimsótti ég kosningaskrifstofur allra flokkanna. Fékk epli hjá vinstri grænum. Spurði þá hvert þeir hentu lífræna ruslinu. Var bent á að setja kjarnann í vaskinn en ég varð satt að segja ekkert allt of sannfærður um að kjarninn mundi verða að heimilisáburði innan nokkurra vikna.
Í dag tekur gildi sú ákvörðun félagsmálaráðherra að hækka lánshlutfall íbúðalána upp í 90% af kaupverði. Þessi ákvörðun gengur í berhögg við markmið ríkisstjórnarinnar um stöðugleika og er því með öllu óskiljanleg.
Óskarsverðlaunin voru afhent í 79. sinn við hátíðlega athöfn nú fyrr í vikunni. Skemmst er frá því að segja að athöfnin hefur oftast verið betri.
Það er orðið mjög aðkallandi að draga stórkostlega úr notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu. Núverandi aðgerðir, sem byggja á því að höfða til siðferðislegra hvata hjá notendum markaðarins duga skammt og árangurinn er lítill sem enginn. Fjölgun bíla étur upp hlutfallslega fækkun nagladekkja. Það er því orðið löngu tímabært að huga sterklega að því að taka upp sértæka gjaldtöku af notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu. Ekki bara í þágu heilsunnar, heldur líka umhverfisins, sjálfbærrar þróunar og réttlátrar og skynsamlegrar markaðshyggju.
Í lok mars ganga íbúar Hafnarfjarðar að kjörkössunum og greiða atkvæði um fyrirhugaða stækkun álvers Alcan í Straumsvík. Hafnfirðingar þurfa að vega og meta rök með og á móti stækkuninni og er að mörgu að hyggja í þeim efnum.
Nú er komið að seinni hluta umfjöllunar um forsetaefni bandarísku stjórnmálaflokkanna og er kastljósinu beint að Demókrataflokknum að þessu sinni.
Landsfundur Vinstri grænna um nýliðna helgi var heldur tilþrifalítill og lágstemmdari en oft áður. Stóryrði þau sem einkenna smáflokka eiga kannski ekki lengur við að mati talsmanna flokksins, þar sem VG keppir nú í alvöru við Samfylkinguna um forystuhlutverk á vinstri væng íslenskra stjórnmála.
Margir aðhyllast þau rök að það sé siðferðisleg skylda hverrar kynslóðar að skilja eftir sig heim sem er a.m.k. jafn góður og hann var þegar hún tók við honum. Umhverfisverdarsinnar hafa lengi talað um sjálfbæra þróun og kvartað yfir því að okkar kynslóð gangi á gæði jarðarinnar á ósjálfbæran hátt. Þýðir það að við séum að skilja eftir okkur verri heim en við tókum við?
“PC” er frasi sem allflestir þekkja. Ekki bara tölvunördar heldur líka þeir sem hafa almennan áhuga á þjóðfélagsmálum og pólitík. Þessi seinni hópur tengir því hugtakið PC við “politically correct” meðan sá fyrri tengir hann kannski frekar við “personal computer”. Í spurnyrðingunni “að vera eða ekki vera “PC”” liggur því efi sem ekki einungis Apple tölvur hafa þurft að berjast við heldur líka þeir sem berjast í kastljósi fjölmiðlanna á vettvangi stjórnmála.
Við búum í samfélagi sem lítur flestum ef ekki öllum þeim stöðlum sem einkenna og skilgreina samfélag. Þar á meðal er að finna mjög staðlaða félagslega hópaskiptingu sem skipar hverjum einstaklingi í sess með ákveðnum hluta samborgara sinna.
Ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, í Silfri Egils um helgina hafa vakið athygli. Þar gaf hann í skyn að forsetinn heyrði ekki undir nein ráðuneyti heldur væri nær að líta á ráðuneytin sem deild í forsetaembættinu. Forsetinn væri þjóðkjörinn og sækti aðeins umboð sitt til þjóðarinnar.
Þótt ýmsum hópum og jafnvel stórum hluta almennings misbjóði einhver háttsemi einstaklinga eða hópa í samfélaginu, þá má það ekki eitt og sér verða til fordæmingar eða valdbeitingar af hálfu ríkisvaldsins, að því gefnu að háttsemin sé ekki brot á lögum.
Í síðustu borgarstjórnarkosningum buðu Ungir jafnaðarmenn upp á grínfígúru sem snéri út úr hugmyndafræði frjálshyggjunar í staðinn fyrir málefnalega umræðu. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar er uppteknari við reyfarakennd samsærisskrif en raunverulega pólitík. Hversu málefnalegri kosningabaráttum má reikna með nú í vor?
Það fer varla framhjá fólki að þeir sem eru hægrisinnaðir eru lítt hrifnir af skoðunum „andstæðinga“ sinna hinu megin á ásnum og finnst það ekki vera jákvætt að vera vinstrisinnaður. Hvað með vinstrimennina sjálfa?
Eru óeðlilega margir bílar í Reykjavík? Um þessar mundir – þegar bílaeign og eknir kílómetrar í Reykjavík eru að ná áður óþekktum hæðum, með öllum þeim afleiðingum sem það hefur á umhverfi, samgöngur, form og virkni borginnar og lífsgæði almennt – er þessi spurning sennilega sú mikilvægasta sem svara þarf. Hefur henni verið svarað nægilega vel fram að þessu? Og hvernig nálgast maður spurningu sem þessa? Og hvert er svarið eiginlega?
Mikilvægasta hlutverk stjórnmálamanna er að búa borgurunum öruggt umhverfi og lífsskilyrði í samfélaginu ásamt því að vernda líf og limi þeirra. Vissulega er hér um breitt svið að ræða og samfélagið ekki alltaf sammála um hversu langt skuli ganga og hvernig skuli ná þessu markmiði.
Það styttist óðum í frönsku forsetakosningarnar. Þeir frambjóðendur sem flestir horfa til eru Nicholas Sarkozy, innanríkisráðherra frambjóðandi UMP og Segoléne Royal frambjóðandi Sósíalistaflokksins. Þau eru miklar andstæður og verður spennandi að sjá hvernig fer í vor.
Það er fátt sem kætir íslenska þjóð líkt og Evróvision, keppnin kemur árlega eins og jólin. Tilhlökkunin fyrir Evróvision er þvílík og væntingarnar alltaf miklar, ég held raunar að í flestöll skipti sem við höfum haldið út, vorum við alveg að fara að vinna.
Ef einhver hélt að Ísland væri svo rótgróið og þroskað lýðræðisríki að stjórnmálamennirnir væru yfir það hafnir að stússast í því hver bókaði hótelherbergi á íslenskum hótelum þá er líklegt að sá hinn sami sé að skoða ódýrar pakkaferðir til Hollands yfir næstu tvær vikurnar.
Norður-Kórea hefur gengið að samningaborði í sex ríkja deilunni vegna kjarnavopnaeignar og framleiðslu landsins. Skiptar skoðanir eru um þennan bráðabirgðasamning og telja sérfræðingar Norður-Kóreu fá heldur mikið fyrir sinn snúð. Aðrir segja tímamótabreytingu í stefnu stjórnar Bush.