Að vera eða ekki vera “PC”

“PC” er frasi sem allflestir þekkja. Ekki bara tölvunördar heldur líka þeir sem hafa almennan áhuga á þjóðfélagsmálum og pólitík. Þessi seinni hópur tengir því hugtakið PC við “politically correct” meðan sá fyrri tengir hann kannski frekar við “personal computer”. Í spurnyrðingunni “að vera eða ekki vera “PC”” liggur því efi sem ekki einungis Apple tölvur hafa þurft að berjast við heldur líka þeir sem berjast í kastljósi fjölmiðlanna á vettvangi stjórnmála.

“PC” er frasi sem allflestir þekkja. Ekki bara tölvunördar heldur líka þeir sem hafa almennan áhuga á þjóðfélagsmálum og pólitík. Þessi seinni hópur tengir því hugtakið PC við “politically correct” meðan sá fyrri tengir hann kannski frekar við “personal computer”. Í spurnyrðingunni “að vera eða ekki vera “PC”” liggur því efi sem ekki einungis Apple tölvur hafa þurft að berjast við heldur líka þeir sem berjast í kastljósi fjölmiðlanna á vettvangi stjórnmála.

Þannig varð frægt seint á síðasta ári þegar ákveðnir þingmenn Frjálslynda flokksins tóku þá djörfu ákvörðun að ala á ótta í garð útlendinga með klisjukenndum yfirlýsingum varðandi ógn þeirra við íslenskt velferðarsamfélag. Að vissu leyti má segja að það sé jákvætt að stjórnmálamenn þori að segja afdráttarlaust sína skoðun á hlutunum, þó svo hún hafi, eins og í þessu tilviki, verið afar vitlaus og byggð á fordómum. Hins vegar er það mjög miður ef að menn viðra slíkar skoðanir, þvert á eigin sannfæringu, eingöngu í þeim tilgangi að auka fylgi síns flokks (popúlismi). Hvor sem ástæðan var þorðu Frjálslyndir að vera ekki “PC” og þurftu því að taka afleiðingunum sem fylgdu þeirri afstöðu. Þannig var hún í flestum tilfellum, sem betur fer, afar hörð en ákveðinn þjóðfélagshópur tók umræðunni fagnandi og fann skoðunum sínum loksins samastað.

Umræðu um jöfnuð á Íslandi má að sama skapi setja í flokk “PC” mála eins og staðan er í dag. Stjórnarandstaðan hefur farið mikinn í umræðu um vaxandi ójöfnuð á landinu og talað eins og um stórkostlegt vandamál sé að ræða. Þar sem ójöfnuður sé helsta lýti íslensks samfélags í dag og nauðsynlegt sé að bólusetja gegn frekar útbreiðslu þessa meinvættar. Því miður hafa hægri menn fallið í þá gryfju að reyna eftir fremsta megni að verjast þessum köllum stjórnarandstöðunnar í stað þess að sækja fram. Líklega eru þeir hræddir um að jöfnuður sé svo mikið “PC” mál að erfitt sé að opinbera skoðanir um að kannski sé bara allt í lagi að það sé ekki jöfnuður í þjóðfélaginu.

Ef jöfnuður er töfraorðið er þá mikilvægara að tryggja að allir hafi það sem jafnast í stað þess að allir hafi það sem best? Það er nefnilega stór munur þarna á því að vel má ímynda sér fyrirmyndar jafnaðarsamfélög þar sem allir hafa það skítt. Kannast einhver við Sovétríkin og Austur-Evrópu kommúnismans? Það hlýtur að vera mikilvægara að tryggja það að staða þeirra verst settu hverju sinni batni eins og frekast er kostur. Gini stuðlar og annað tal um ójöfnuð segja því ekkert til um það hversu mikið kjör þorra almennings hafa batnað.

Ójöfnuður er kominn til að vera á Íslandi og því fyrr sem við viðurkennum það því betra, jafnvel þó það sé ekki “PC”. Ójöfnuður í þeirri mynd sem hann er í íslensku samfélagi er ekki slæmur heldur þvert á móti virkar hann sem hvati á hagkerfið. Að sama skapi þá eru þau meðöl vinstri manna við ójöfnuði sem helga tilganginn jöfnuð það slæm að kjör allra kunna að skerðast. Við eigum því ekki að festast í því að elta ólar í öfund og ósanngirnikasti út í aðila sem hafa hagnast vel og greiða þar af leiðandi háar fjárhæðir til samfélagsins í formi skatta.

Fylgifiskur þess að viðurkenna ójöfnuð er að viðurkenna að það verði ávallt til hópur hinna verst settu. Verst settir þurfa samt ekkert að hafa það svo slæmt. Við eigum því frekar að einbeita okkur að því hvernig stöðugt megi gera betur og tryggja að kjör þessa hóps verði viðunandi og betri en annars staðar í heiminum.

Latest posts by Þórður Heiðar Þórarinsson (see all)