Bílanótt 2007

Til hamingju Reykvíkingar! Menningarnótt í Reykjavík 2007 heppnaðist vel að nánast öllu leyti. Hámarks mennings og lágmarks pústrar. En er Bílanóttin í Reykjavík 2007 nauðsynlegur fylgifiskur menningarinnar? Er það ekki ómenning sem má kannski missa sig á menningarnótt?

Látum einkaframtakið stjórna fjárfestingum ríkisins

Í aðdraganda síðustu alþingiskosninga heyrðust innan allra flokka frasar eins og “stórefla þarf opinber framlög” og “gera þarf stórátak” þegar rætt var um mikilvægi nýsköpunar í atvinnulífinu. Illa ígrundaðar upphrópanir sem þessar hafa lítinn tilgang annan en að vekja falsvonir, eyða skattpeningum og í besta falli enda sem fyrirsagnir í fjölmiðlum.

Ekki benda á mig

Viðbrögð stjórnmálamanna og embættismanna í kjölfar Grímseyjarferjumáls eru kunnugleg: Við skulum læra af reynslunni. Skattborgarar hljóta að vera glaðir, enn ein reynslan til að læra af.

Hýr prýði og hjónaband

„Og Guð leit allt, sem hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott.“ (1. Mós. 1:31)

Er von að fæðast í Vesturbænum?

Hvort sem menn eru KR-ingar eða ekki og hvað sem hverjum finnst um ófarir liðsins það sem af er sumri er þó trúlega eitt sameiginlegt með íslenskum fótboltaáhugamönnum. Enginn átti von á því að KR-liðið með þann mannskap sem það hefur yfir að ráða, myndi koma jafnilla út í sumar og raunin hefur verið.

Prófessor leiðréttur um málefni hafsins

Deilur um rétt til landgrunns Norðurpólsins fyrir utan 200 sjómílurnar hefur verið í kastljósi heimsfréttanna að undanförnu og hafa Rússar og Kanadamenn einkum verið áberandi í þeirri umræðu. Í kjölfarið hafa hinir og þessir velt því fyrir sér hvort Ísland geti gert tilkall til svæðisins. Svo er ekki.

Hvað er til ráða?

Í þessum pistli endurvek ég gamla hugmynd sem fyrstu lausn við ástandi miðbæjarins um helgar.

Offita og aumingjaskapur

Á sama tíma og offita er sívaxandi heilsufarsvandamál í hinum vestræna heimi, verða viðhorfin í garð offeitra sífellt neikvæðari og þeir litnir hornauga vegna síns sjálfskapaða vítis. Svo virðist hinsvegar sem að matarfíkn eigi sér ákveðnar líffræðilegar skýringar.

Harðnandi samkeppni á íslenskum tölvumarkaði

Þessa dagana berast landanum tilboð eftir tilboð í einkatölvur, það virðist vera að aldrei hafi áður verð ódýrara að kaupa tölvur en einmitt um þessar mundir. Þessu er að þakka aukin samkeppni á tölvumarkaði.

Lýst er eftir hýrum ævintýrum

Tæplega fjögurra ára snáði rak upp stór augu þegar hann sá mynd í helgarblaðinu af tveimur brúðum að ganga í hjónaband. Foreldrunum hans til mikils ama, þá fullyrti hann að þetta væri ekki rétt, heldur væri hin rétta uppskrift að giftingu einn prins og ein prinsessa. Svo virðist sem að foreldranir hafi gleymt að kenna honum um margbreytileika ástarinnar.

Þjóðkirkjan ætti að taka af skarið

Tugir þúsunda fögnuðu með samkynhneigðum um helgina á Gay Pride og það er ástæða til – undanfarin ár hafa orðið miklar réttarbætur í málefnum samkynhneigðra. Enn eimir þó eftir af gömlum hugsanahætti í garð þessa hóps og segja má að Þjóðkirkjan hafi orðið eins konar kyndilberi þeirra sjónarmiða með því að vilja ekki heimila kirkjuvígslur samkynhneigðra. Þjóðkirkjan ætti að endurskoða þessa afstöðu sína. Með því myndi hún sýna hugrekki og þor sem eftir yrði tekið.

Hýrir knattspyrnumenn

Þessa dagana er verið að sýna í Smiðjunni á Sölvhólsgötu leikritið Heteróhetjur: Með fullri virðingu fyrir Ashley Cole. Sýningin er hluti af ArtFart leiklistarhátíðinni. Sýningin kemur skemmtilega á óvart en inn á milli kynferðislegra atriða leynist ljúfsár ástarsaga.

Hitamál vikunnar

Vikan hefur verið nokkuð viðburðarík og tilvalið að líta um öxl á nokkur atriði sem hafa verið í deiglunni síðast liðna viku. Tvo mál sem brenna á landanum og svo tvö sem minna fór fyrir en eru ánægjuleg engu að síður.

Liðin helgi – tilviljun eða ekki

Af atburðum síðustu helgar stendur einkum tvennt upp úr. Kvíðinn fyrir að hlusta á fréttir á mánudagskvöld um hve margir hefðu látist í umferðinni og hve mörgum hefði verið nauðgað reyndist að mestu óþarfur, í fyrsta skipti í mörg ár. Hitt, er af öðrum toga og snýr að skrípaleiknum á Akureyri.

Þegar þjóðin fékk F.I.T.

Fyrir nokkrum árum fór þingmaður hamförum í ræðustól á Alþingi og kallaði eftir löggjöf um bann við sjálfskuldarábyrgðum einstaklinga í viðskiptum við fjármálafyrirtæki. Þingmaðurinn minntist hins vegar ekki um afnám á helsta skuldaklafa sem einstaklingar takast á hendur, nefnilega sjálfskuldarábyrgðir einstaklinga á námslánum ættingja sinna, hjá lánasjóði íslenskra námsmanna í eigu ríkisins.

Nauðganir ekki liðnar

Karlahópur Femínistafélags Íslands á hrós skilið fyrir að hafa staðið vaktina á þjóðhátíð í Eyjum um helgina þar sem þeir kynntu átakið Karlmenn segja NEI við nauðgunum. Engin nauðgun hefur verið tilkynnt i tengslum við útihátíðar nýliðinnar verslunarmannahelgar enn sem komið er.

Aðgát skal höfð í nærveru…

Næsta laugardag hefst keppnistímabilið 2007/2008 í ensku úrvalsdeildinni. Knattspyrnuáhugafólk er líkast til farið að iða í skinninu enda verða hátt í 380 beinar útsendingar í boði fyrir áskrifendur Sýnar 2.

Mín fagra Heimaey

Lífið er yndislegt í Íslenska sumrinu. Stöku stormsveipur stælir karlmannslund og ungu fólki er úthýst úr einstaka sveitarfélagi. Við látum það þó ekki á okkur fá heldur klæðum okkur í ullarbrókina og komum fagnandi á suðlægari slóðum.

Það er verið að fylgjast með þér

Flestir draga fyrir gluggana hjá sér til þess að njóta friðhelgi inni á heimili sínu. Kannski til þess að geta gengið um íbúðina á nærbuxunum einum fata eða til þess að geta skúrað í kafarabúning án þess að nágranninn sé að fylgjast hlæjandi með manni. Það er ónotaleg tilfinning sem grípur mann þegar einhver er að fylgjast með manni. Hvað ef þessi einhver er opinber aðili? Á manni þá að líða betur?

Marxísk framtíð?

Getur það gengið til lengri tíma að allir hafi jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags? Allar efnaðar þjóðir heims eyða nú æ stærri hluta þjóðartekna sinna í heilbrigðismál. Getur verið að bróðupartur hagkerfisins muni á endanum ekki lengur lúta lögmálum markaðarins?